Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. október 2025 07:09 Vísir ræddi við Kristrúnu, Hallgrím, Snorra, Elínborgu, Einar, Halldór, Kolbrúnu, Egil og Auðu um Laxness. „Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness og af hverju?“ Þannig hljóðar spurningin sem blaðamaður lagði fyrir níu ólíka Laxness-lesendur. Svörin voru fjölbreytt, rétt eins og höfundarverk Nóbelskáldsins, en bókin sem bar oftast á góma kom þó nokkuð á óvart. Fyrir tveimur vikum síðan var fjallað um það í fjölmiðlum að bæði Íslendingasögurnar og verk Halldórs Kiljans Laxness væru að hverfa úr grunn- og menntaskólum landsins því nemendur ættu erfitt með að skilja textana. Sjá einnig: Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið; áhyggjufullur menntamálaráðherra sagðist mundu skoða málið í ráðuneyti sínu, Laxness-aðdáendur flykktust á miðlana til að barma sér yfir fréttunum og svo voru aðrir sem töldu að um storm í vatnsglasi væri að ræða. Laxness hefur síðan þá neitað að yfirgefa umræðuna, Bubbi Morthens sendi frá sér neyðarkall vegna fréttanna, írski leikarinn Cillian Murhy lýsti yfir ást sinni á Sjálfstæðu fólki eftir nafna sinn Kiljan og Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistilinn „Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa“. „Þann dag sem Íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð,“ skrifaði Matthías Johannessen í Moggann þegar skáldið dó. Við erum sem betur fer ekki alveg komin á þann stað þó Laxinn hverfi úr skólunum. Því til undistrikunar var rætt við níu Laxness-lesendur um þeirra uppáhalds verk sem lesa má um hér að neðan. Marglaga breyskleiki mannskepnunnar Elínborg Una Einarsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, skrifaði fyrstu fréttina um brotthvarf Laxness úr grunn- og menntaskólum. Það var því ekki úr vegi að byrja á konunni sem hratt umræðunni af stað. Elínborg Una er menntaður sviðshöfundur og hefur starfað á Morgunblaðinu undanfarin misseri. „Textinn sem ég sæki mest í eftir Laxness er kaflinn „Drengurinn og löndin“ úr Sjálfstæðu fólki. Í honum fær Nonni litli, yngsti sonur Bjarts, boð um að flytja til Amríku og kveður íslensku heiðina, Sumarhús, ömmu sína og Ástu Sóllilju. Þennan kafla les ég alltaf um leið og ég finn fyrir minnstu heimþrá eða hugsa hlýlega til Íslands því enginn texti sem ég hef lesið nær betur utan um fegurð íslenska vorsins og togstreituna sem fylgir því að elska Ísland en þjást samtímis af útþrá,“ segir Elínborg um sinn eftirlætis Laxness-texta. „Hvað varðar heila skáldsögu hugsa ég að Heimsljós sé í mestu uppáhaldi þessa stundina. Eftir nokkrar atrennur að bókinni kláraði ég hana loks á Bondi Beach í Ástralíu í upphafi árs en síðan hefur sagan bara haldið áfram að vaxa innra með mér,“ segir hún. „Fallegri prósa er erfitt að hugsa sér og efniviðurinn á erindi nú sem aldrei fyrr; það að tilheyra eða ekki, baráttan við raunveruleikann og breyskleiki mannskepnunnar sem er svo marglaga, ómöguleg og sorgleg en á sama tíma svo stórkostlega falleg.“ „Laxness var meistari þversagnarinnar“ Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, ræddi Laxness-brotthvarfið í pontu Alþingis og sagði það skandal að fólk geti útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Laxness. Hann var því næstur á blað og hafði mikið að segja um skáldið. Snorri er mikill Laxness-maður og hefur mikið að segja um verk hans. „Það hefur komið mér á óvart hve mikil viðbrögð ég hef fengið við ummælum mínum um Halldór Laxness og þau sýna að hann hefur þrátt fyrir allt sterka stöðu í menningunni, þótt ungdómurinn sé kannski ekki alveg að fatta þetta. Það les held ég bókstaflega enginn neitt þessa dagana,“ segir Snorri. „Ég held aftur á móti að ungt fólk hefði mjög gott af því að lesa Laxness. Bækur hans hafa haft djúpstæð áhrif á mig persónulega. „Áðan flugu tveir svanir austuryfir.“ Hversdagslegar setningar sem öðlast goðsagnakenndan blæ! Vefarinn mikli frá Kasmír er afar vanmetin bók og er enn þá mjög hugmyndafræðilega örvandi næstum hundrað árum síðar. Laxness var meistari þversagnarinnar og ég held að samfélagið sé orðið verra í þessu með árunum, að lifa með stórum þversögnum. Það er engin leið að skilja þær án skáldskapar,“ segir hann. Hann segist þó ná minna sambandi við skáldskap almennt þessa dagana og lesi því meira af óskálduðu efni. Sein eigener herr er fáanleg í Bóksölu stúdenta. „Á því sviði má benda á eitt besta verk Halldórs Laxness, sem er Alþýðubókin, þar sem hann skrifar til dæmis í grein um Jónas Hallgrímsson að hið einstaka við Fjölnismenn hafi verið að þeir hafi ekki staðið fyrir sinni hugsjón „í skrautlegum stofum með gildar bánkabækur að bakhjalli né í krafti virðulegra embætta, heldur stóðu að endurreisn þessari nokkrir illa haldnir, heilsulitlir drabbarar í stórborg suður við Eyrarsund, flibbalausir á biluðum skóm.“ Þetta er innblástur! Það getur hvaða lúser sem er tekið sig til og endurreist íslenska þjóðmenningu.“ Snorri býr líka yfir persónulegri tengingu við Laxness því Bruno Kress, langafi Snorra, þýddi mikinn fjölda verka eftir skáldið yfir á þýsku. Hann annaðist þar á meðal fyrstu þýðingu Sjálfstæðs fólks beint úr íslensku: Sein eigener Herr. „Ég hef lesið bréfaskipti þeirra á milli sem varðveitt eru á skjalasafni í Greifswald og varpa vægast sagt athyglisverðu ljósi á stöðu bókmenntaþýðanda í Austur-Þýskalandi á tuttugustu öld,“ segir hann. „Ein allra besta bók Halldórs hefur mér alltaf fundist vera Brekkukotsannáll. Ég held sérstaklega upp á eintak af þeirri bók sem var í eigu langafa, þar sem hann er búinn að skrifa í spássíur og merkja með blýanti viss málfræðileg fyrirbrigði, enda var hann fyrst og fremst málfræðingur frekar en þýðandi, og auðvitað forfallinn áhugamaður um íslenska tungu.“ Brakar í bókinni eftir „eftir öll tárin sem pappírinn drakk í sig“ Annar sem brást illa við fréttunum af brotthvarfi Laxness er nafni hans og barnabarn, Halldór Laxness Halldórsson, rithöfundur og vínsali. Lýsti hann brotthvarfi skáldsins úr skólum sem uppgjöf á versta tíma gagnvart íslenskunni og spurði sig hvort „hin bókelskandi þjóð í norðri“ væri orðin hin símelskandi þjóð „einhvers staðar í ballarhafi“. Dóri elskar leikhús, vín og box meðal annars.Vísir/Vilhelm Halldór sem hefur meðal annars aðlagað Atómstöð afa síns að sviði segir uppáhalds bækur sínar eftir Laxness vera tvær. „Kristnihald undir Jökli þar sem töfraraunsæið var í raun fundið upp tuttugu árum á undan öðrum. Bókin er svo ótrúlega frumleg, svo drungaleg og svo ótrúlega fyndin. Ef ég er mjög leiður þá finn ég kaflann þar sem Jón Prímus og Dr. Godman Syngman tala saman eins og tveir guðir á skýi,“ segir hann. Í bókinni sé hið órannsakanlega rannsakað og er Snæfellsnesið uppáhaldsstaður hans á landinu vegna hennar. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og móðir Dóra, aðlagaði Kristnihaldið að skjánum. „Brekkukotsannáll er svo bók sem gjörsamlega fór með mig. Maður þarf að lesa hana einmitt á þessum árum þegar maður er að læra eitthvað nýtt, kynnast einhverju nýju og vega og meta sinn eigin lærdóm - gagnvart því sem var haldið að manni í æsku. Mér leið eins og afi minn hefði skrifað þessa bók fyrir mig, þótt hún hafi verið skrifuð þrjátíu árum áður en ég fæddist. Síðustu síðurnar í eintakinu mínu ónýtar, það brakar í þeim eftir öll tárin sem pappírinn drakk í sig,“ segir hann um Brekkukotsannál. „Svo má gjarnan bæta við einu umdeildu - þýðing afa míns á Veisla í farangrinum er betri bók en sú sem Hemingway skrifaði, A Moveable Feast. Þar tala saman tveir guðir og útkoman er besta bók sem ég hef lesið um ævina.“ Seðjun sem fannst ekki annars staðar Dóri var ekki eina barnabarn Laxness sem lét sig umræðuna varða. Auður Jónsdóttir, rithöfundur og ritstjóri Gímaldsins, velti því fyrir sér hvort bókalestur mætti ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. „Ég byrjaði frekar ung að lesa bækur afa míns, ekki af því að hann væri afi minn heldur af því að ég bara át allt sem til var í bókaskápnum og þar voru bækurnar hans. Svo í gegnum tíðina hef ég átt fleiri en eina uppáhalds bók eftir hann,“ segir Auður um sína eftirlætis bók eftir Laxness. Auður segir bækur gefa hugmyndaflugi lesenda lausan tauminn.Vísir/Lýður Valberg „Ég held að ég hafi bara verið ellefu eða tólf ára þegar ég las Barn náttúrunnar, sem í minningunni er frekar auðlesin, og kannski af því að ég var að byrja á kynþroskanum þá varð ég nokkuð hugfangin af náttúrubarninu Huldu og ástinni í þessum unglingum, henni og Randveri,“ segir hún. Um svipað leyti hafi hún lesið leikrit Laxness sem hafi verið svo skemmtilega absúrd „að barnsheilinn tengdi beint við þau“. Hún varð síðan hugfangin af Íslandsklukkunni í gaggó. „Ég skrifaði svo innblásnar ritgerðir að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, íslenskukennari minn, tók mig afsíðis og ráðlagði mér að byrja að skrifa fyrir skúffuna. Ég fékk söguna á heilann en einhvern veginn tengdi hana lítið sem ekkert við gamla manninn heima hjá ömmu. Upp úr því las ég Sölku Völku, Heimsljós og Sjálfstætt fólk og fékk þær allar á heilann,“ segir hún. Auður segist hafa verið með Sölku Völku „algjörlega á heilanum“ og samsvarað sig henni. Hún hafi þráð svo mikið að líkjast Sölku að hún endaði í fiski úti á landi. Sænski leikstjórinn Arne Matsson leikstýrði mynd upp úr Sölku Völku árið 1954. „Eins var Heimsljós ofboðslegur innblástur, þessi óræða en þó kröftuga hugmynd um eins konar fegurð æðri okkur. Og allt um hið varnarlausa skáld. Ég las þá bók aftur og aftur – og aftur. Tilfinningarnar í Heimsljósi vætluðu beint inn í blóðrásina; þær voru svo mikið stórfljót af öllu, eiginlega svo ófullkomnar í ólgu sinni, í öllum sínum ræðum, blæbrigðum og lýsingum, að þær urðu einhvern veginn fullkomin tilfinning. Eins konar seðjun sem ég fann ekki annars staðar, liggur við andleg fullnæging. En svo voru þær líka bara svo fyndnar,“ segir Auður. Seinna hafi hún verið beðin um að skrifa fræðibók handa börnum um Laxness og sökkt sér ofan í esseyjur, ritgerðir og endurminningar hans. Þá hafi hún klárað að lesa megnið af höfundarverki hans. „Nú hefur fennt yfir margt. En ég man þó að síðast las ég Innansveitarkróniku og hún kom mér svo skemmtilega mikið á óvart að um tíma var hún uppáhaldsbókin mín – eitthvað svo sniðuglega skrifuð. En nú er orðið frekar langt síðan ég hef kíkt í bók eftir afa minn, eiginlega skammarlega langt. Einhver ár, að minnsta kosti. Núna er ég samt að hugsa um að lesa aftur eitthvað af þessum bókum með fjórtán ára syni mínum. Þessar bækur þróuðu pottþétt heila í mótun á einhvern hátt, efldu hugsunina þannig að hún varð frjálsari, ósvífnari, húmorískari og víðfeðmari en ella.“ Varð að „Laxnessmanni til lífstíðar“ í norskum skógi Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er skammt frá stórskáldinu í stafrófsröðinni og á honum margt að þakka. Hallgrímur fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands en henni má lýsa sem uppgjöri við höfundarverk Nóbelskáldsins. Hallgrímur með bækur lífs síns og einn Lax á toppnum. „Besta bók Laxness er líklega fyrsta bindi Íslandsklukkunnar, þegar Jón Hreggviðsson er í aðalhlutverki, en uppáhalds mín er Sjálfstætt fólk sem ég uppgötvaði sumarið ‘78 djúpt inni í norskum skógi þar sem ég og vinur minn störfuðum við að telja tré. Þau kynni breyttu mér til lífstíðar,“ segir Hallgrímur. „Ég vissi ekki að bækur gætu haft svo sterk áhrif enda var þetta fyrsta stórvirkið sem ég las. Orðkynngin og stíllinn lyftu mér hátt upp úr skóginum, og bara allur þessi mikli fílingur sem er í sögunni, og gerðu mig að Laxnessmanni til lífstíðar. Auðvitað getur hann verið tilgerðarlegur í öðrum bókum með sitt „vínirbrauð“ eða karaktera sem heita „Godman Syngman“ en hjá Bjarti er hann alltaf að glíma við ískaldan veruleikann og nær að hýsa heila þjóð í einni baðstofu,“ segir hann. „Ég skrifaði heilan kafla um þessa opinberun, að lesa Laxness í norskum skógi, í bók minni Sjóveikur í München, og lýsi því þar að þetta hafi verið eins og að borða „svalkalt sálrænt súkkulaði“,“ segir Hallgrímur að lokum. Þurfti ekki lengur að sanna sig Einar Kárason er annar rithöfundur sem ólst upp meðan Laxness tróndi yfir íslenskum bókmenntum. Einar telur hafa slaknað á Halldóri eftir að hann hlaut Nóbelinn.Vísir/Vilhelm „Þessar stóru þjóðfélagslegu skáldsögur hans, Sjálfstætt fólk og Heimsljós, hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. En merkilegt nokk, og eftir því sem maður skoðar þetta betur, verð ég samt að segja að uppáhalds bókin mín er líklega Brekkukotsannáll,“ segir Einar. „Það er svo dásamlega afslappaður stíll, góðar mannlýsingar, mikill húmor og þetta er svo mikið áreynsluleysi í frásögninni sem kannski skýrist að einhverju leyti af því að hann er búinn að ná þeim árangri sem hann ætlaði sér í lífinu, hún kemur út tveimur árum eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin, hann er orðinn heimsfrægur höfundur og þarf ekkert endilega að vera að sanna sig lengur með einhverjum sleggjum,“ segir hann. Skipt um uppáhalds bók eftir æviskeiðum Maður getur ekki tekið saman lista um Laxness án þess að spyrja manninn sem stýrir að miklu leyti bókmenntaumræðunni hérlendis og stýrir jafnframt þætti sem heitir (óbeint) í höfuðið á Nóbelskáldinu. „Ég var staðfastur í því á yngri árum að maður yrði að lesa Halldór Laxness, svo mjög að ég hef lesið nánast allt sem hann skrifaði. Skáldsögurnar, ritgerðasöfnin, kvæði, endurminningabækurnar - meira að segja leikritin,“ segir Egill Helgason. Egill hefur átt ólíkar uppáhaldsbækur eftir Laxness.Vísir/Vilhelm „En í gegnum tíðina hefur samband mitt við bækur hans þróast, fyrst var ég minnir mig hrifnastur af Heimsljósi og skáldaórum Ólafs Kárasonar – sérstaklega bindinu sem ber heitið Höll sumarlandsins. Síðar tók við Sjálfstætt fólki, hinn ótrúlegi þróttur sem í því höfundarverki. Þá fór ég að hallast að Brekkukotsannál, þar er Kiljan farin að reskjast, ekki eins mikil átök, en á móti er hún skrifuð af gríðarlegri stílfimi og mannviti,“ segir hann. „Ekki alls fyrir löngu varð svo. á vegi mínum Gerpla, með nútímastafsetningu, og ég vissi ekki fyrr en ég var búinn að lesa hana á enda. Hlustaði svo á valda kafla úr henni, lesna af Halldóri sjálfum, og varð yfir mig hrifinn af húmornum í bókinni, hvernig þar er snúið út úr sögum um meinta garpa sem iðka hernað, jú, og bara snilld höfundar að geta útfært svona erfiða hugmynd af þvílíkri leikni.“ „Þetta er ekki mjög skýrt svar, en ég hef semsé átt mismunandi uppáhalds-Laxness eftir æviskeiðum. Það er Gerpla núna, en gæti orðið allt önnur bók eftir nokkur misseri, kannski hinar stórskemmtilegu æviminningabækur skáldsins, fjórar talsins sem komu út á árunum 1975 til 1980,“ segir hann að lokum. Setur mann í erfiða siðferðislega stöðu Kolbrún Bergþórsdóttir, bókagagnrýnandi og blaðamaður, hefur verið aðdáandi Laxness frá því hún var unglingur og lesið fjölda bóka hans. Nokkrar standa upp úr. Kolbrún er ávallt skelegg.vísir/Einar „Þegar ég var unglingur grét ég endalaust yfir Heimsljósi og Ólafi Kárasyni. Hún hafði svo djúp áhrif á mig að ég get aldrei gleymt henni,“ segir Kolbrún „Ég heillaðist líka óskaplega af Íslandsklukkunni en ég held það sé ekki annað hægt en að nefna Sjálfstætt fólk. Hún er bæði grimm og falleg og setur mann í svo erfiða siðferðislega afstöðu gagnvart persónum. Ég myndi nefna hana,“ segir hún um eftirlætis bók sína eftir Laxness. „Svört kómedía í mínum huga“ Að lokum sendi blaðamaður línu á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, sem var ekkert að flækja hlutina og sendi stutt svar til baka: „Íslandsklukkan. Bráðskemmtileg bók, mér finnst Jón Hreggviðsson svo frábær karakter,“ sagði hún um sitt eftirlæti og bætti við: „Skemmtilega skrifuð og svört kómedía í mínum huga.“ Kristrún valdi Íslandsklukkuna. Bókmenntir Halldór Laxness Íslensk tunga Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Fyrir tveimur vikum síðan var fjallað um það í fjölmiðlum að bæði Íslendingasögurnar og verk Halldórs Kiljans Laxness væru að hverfa úr grunn- og menntaskólum landsins því nemendur ættu erfitt með að skilja textana. Sjá einnig: Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið; áhyggjufullur menntamálaráðherra sagðist mundu skoða málið í ráðuneyti sínu, Laxness-aðdáendur flykktust á miðlana til að barma sér yfir fréttunum og svo voru aðrir sem töldu að um storm í vatnsglasi væri að ræða. Laxness hefur síðan þá neitað að yfirgefa umræðuna, Bubbi Morthens sendi frá sér neyðarkall vegna fréttanna, írski leikarinn Cillian Murhy lýsti yfir ást sinni á Sjálfstæðu fólki eftir nafna sinn Kiljan og Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistilinn „Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa“. „Þann dag sem Íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð,“ skrifaði Matthías Johannessen í Moggann þegar skáldið dó. Við erum sem betur fer ekki alveg komin á þann stað þó Laxinn hverfi úr skólunum. Því til undistrikunar var rætt við níu Laxness-lesendur um þeirra uppáhalds verk sem lesa má um hér að neðan. Marglaga breyskleiki mannskepnunnar Elínborg Una Einarsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, skrifaði fyrstu fréttina um brotthvarf Laxness úr grunn- og menntaskólum. Það var því ekki úr vegi að byrja á konunni sem hratt umræðunni af stað. Elínborg Una er menntaður sviðshöfundur og hefur starfað á Morgunblaðinu undanfarin misseri. „Textinn sem ég sæki mest í eftir Laxness er kaflinn „Drengurinn og löndin“ úr Sjálfstæðu fólki. Í honum fær Nonni litli, yngsti sonur Bjarts, boð um að flytja til Amríku og kveður íslensku heiðina, Sumarhús, ömmu sína og Ástu Sóllilju. Þennan kafla les ég alltaf um leið og ég finn fyrir minnstu heimþrá eða hugsa hlýlega til Íslands því enginn texti sem ég hef lesið nær betur utan um fegurð íslenska vorsins og togstreituna sem fylgir því að elska Ísland en þjást samtímis af útþrá,“ segir Elínborg um sinn eftirlætis Laxness-texta. „Hvað varðar heila skáldsögu hugsa ég að Heimsljós sé í mestu uppáhaldi þessa stundina. Eftir nokkrar atrennur að bókinni kláraði ég hana loks á Bondi Beach í Ástralíu í upphafi árs en síðan hefur sagan bara haldið áfram að vaxa innra með mér,“ segir hún. „Fallegri prósa er erfitt að hugsa sér og efniviðurinn á erindi nú sem aldrei fyrr; það að tilheyra eða ekki, baráttan við raunveruleikann og breyskleiki mannskepnunnar sem er svo marglaga, ómöguleg og sorgleg en á sama tíma svo stórkostlega falleg.“ „Laxness var meistari þversagnarinnar“ Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, ræddi Laxness-brotthvarfið í pontu Alþingis og sagði það skandal að fólk geti útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Laxness. Hann var því næstur á blað og hafði mikið að segja um skáldið. Snorri er mikill Laxness-maður og hefur mikið að segja um verk hans. „Það hefur komið mér á óvart hve mikil viðbrögð ég hef fengið við ummælum mínum um Halldór Laxness og þau sýna að hann hefur þrátt fyrir allt sterka stöðu í menningunni, þótt ungdómurinn sé kannski ekki alveg að fatta þetta. Það les held ég bókstaflega enginn neitt þessa dagana,“ segir Snorri. „Ég held aftur á móti að ungt fólk hefði mjög gott af því að lesa Laxness. Bækur hans hafa haft djúpstæð áhrif á mig persónulega. „Áðan flugu tveir svanir austuryfir.“ Hversdagslegar setningar sem öðlast goðsagnakenndan blæ! Vefarinn mikli frá Kasmír er afar vanmetin bók og er enn þá mjög hugmyndafræðilega örvandi næstum hundrað árum síðar. Laxness var meistari þversagnarinnar og ég held að samfélagið sé orðið verra í þessu með árunum, að lifa með stórum þversögnum. Það er engin leið að skilja þær án skáldskapar,“ segir hann. Hann segist þó ná minna sambandi við skáldskap almennt þessa dagana og lesi því meira af óskálduðu efni. Sein eigener herr er fáanleg í Bóksölu stúdenta. „Á því sviði má benda á eitt besta verk Halldórs Laxness, sem er Alþýðubókin, þar sem hann skrifar til dæmis í grein um Jónas Hallgrímsson að hið einstaka við Fjölnismenn hafi verið að þeir hafi ekki staðið fyrir sinni hugsjón „í skrautlegum stofum með gildar bánkabækur að bakhjalli né í krafti virðulegra embætta, heldur stóðu að endurreisn þessari nokkrir illa haldnir, heilsulitlir drabbarar í stórborg suður við Eyrarsund, flibbalausir á biluðum skóm.“ Þetta er innblástur! Það getur hvaða lúser sem er tekið sig til og endurreist íslenska þjóðmenningu.“ Snorri býr líka yfir persónulegri tengingu við Laxness því Bruno Kress, langafi Snorra, þýddi mikinn fjölda verka eftir skáldið yfir á þýsku. Hann annaðist þar á meðal fyrstu þýðingu Sjálfstæðs fólks beint úr íslensku: Sein eigener Herr. „Ég hef lesið bréfaskipti þeirra á milli sem varðveitt eru á skjalasafni í Greifswald og varpa vægast sagt athyglisverðu ljósi á stöðu bókmenntaþýðanda í Austur-Þýskalandi á tuttugustu öld,“ segir hann. „Ein allra besta bók Halldórs hefur mér alltaf fundist vera Brekkukotsannáll. Ég held sérstaklega upp á eintak af þeirri bók sem var í eigu langafa, þar sem hann er búinn að skrifa í spássíur og merkja með blýanti viss málfræðileg fyrirbrigði, enda var hann fyrst og fremst málfræðingur frekar en þýðandi, og auðvitað forfallinn áhugamaður um íslenska tungu.“ Brakar í bókinni eftir „eftir öll tárin sem pappírinn drakk í sig“ Annar sem brást illa við fréttunum af brotthvarfi Laxness er nafni hans og barnabarn, Halldór Laxness Halldórsson, rithöfundur og vínsali. Lýsti hann brotthvarfi skáldsins úr skólum sem uppgjöf á versta tíma gagnvart íslenskunni og spurði sig hvort „hin bókelskandi þjóð í norðri“ væri orðin hin símelskandi þjóð „einhvers staðar í ballarhafi“. Dóri elskar leikhús, vín og box meðal annars.Vísir/Vilhelm Halldór sem hefur meðal annars aðlagað Atómstöð afa síns að sviði segir uppáhalds bækur sínar eftir Laxness vera tvær. „Kristnihald undir Jökli þar sem töfraraunsæið var í raun fundið upp tuttugu árum á undan öðrum. Bókin er svo ótrúlega frumleg, svo drungaleg og svo ótrúlega fyndin. Ef ég er mjög leiður þá finn ég kaflann þar sem Jón Prímus og Dr. Godman Syngman tala saman eins og tveir guðir á skýi,“ segir hann. Í bókinni sé hið órannsakanlega rannsakað og er Snæfellsnesið uppáhaldsstaður hans á landinu vegna hennar. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og móðir Dóra, aðlagaði Kristnihaldið að skjánum. „Brekkukotsannáll er svo bók sem gjörsamlega fór með mig. Maður þarf að lesa hana einmitt á þessum árum þegar maður er að læra eitthvað nýtt, kynnast einhverju nýju og vega og meta sinn eigin lærdóm - gagnvart því sem var haldið að manni í æsku. Mér leið eins og afi minn hefði skrifað þessa bók fyrir mig, þótt hún hafi verið skrifuð þrjátíu árum áður en ég fæddist. Síðustu síðurnar í eintakinu mínu ónýtar, það brakar í þeim eftir öll tárin sem pappírinn drakk í sig,“ segir hann um Brekkukotsannál. „Svo má gjarnan bæta við einu umdeildu - þýðing afa míns á Veisla í farangrinum er betri bók en sú sem Hemingway skrifaði, A Moveable Feast. Þar tala saman tveir guðir og útkoman er besta bók sem ég hef lesið um ævina.“ Seðjun sem fannst ekki annars staðar Dóri var ekki eina barnabarn Laxness sem lét sig umræðuna varða. Auður Jónsdóttir, rithöfundur og ritstjóri Gímaldsins, velti því fyrir sér hvort bókalestur mætti ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. „Ég byrjaði frekar ung að lesa bækur afa míns, ekki af því að hann væri afi minn heldur af því að ég bara át allt sem til var í bókaskápnum og þar voru bækurnar hans. Svo í gegnum tíðina hef ég átt fleiri en eina uppáhalds bók eftir hann,“ segir Auður um sína eftirlætis bók eftir Laxness. Auður segir bækur gefa hugmyndaflugi lesenda lausan tauminn.Vísir/Lýður Valberg „Ég held að ég hafi bara verið ellefu eða tólf ára þegar ég las Barn náttúrunnar, sem í minningunni er frekar auðlesin, og kannski af því að ég var að byrja á kynþroskanum þá varð ég nokkuð hugfangin af náttúrubarninu Huldu og ástinni í þessum unglingum, henni og Randveri,“ segir hún. Um svipað leyti hafi hún lesið leikrit Laxness sem hafi verið svo skemmtilega absúrd „að barnsheilinn tengdi beint við þau“. Hún varð síðan hugfangin af Íslandsklukkunni í gaggó. „Ég skrifaði svo innblásnar ritgerðir að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, íslenskukennari minn, tók mig afsíðis og ráðlagði mér að byrja að skrifa fyrir skúffuna. Ég fékk söguna á heilann en einhvern veginn tengdi hana lítið sem ekkert við gamla manninn heima hjá ömmu. Upp úr því las ég Sölku Völku, Heimsljós og Sjálfstætt fólk og fékk þær allar á heilann,“ segir hún. Auður segist hafa verið með Sölku Völku „algjörlega á heilanum“ og samsvarað sig henni. Hún hafi þráð svo mikið að líkjast Sölku að hún endaði í fiski úti á landi. Sænski leikstjórinn Arne Matsson leikstýrði mynd upp úr Sölku Völku árið 1954. „Eins var Heimsljós ofboðslegur innblástur, þessi óræða en þó kröftuga hugmynd um eins konar fegurð æðri okkur. Og allt um hið varnarlausa skáld. Ég las þá bók aftur og aftur – og aftur. Tilfinningarnar í Heimsljósi vætluðu beint inn í blóðrásina; þær voru svo mikið stórfljót af öllu, eiginlega svo ófullkomnar í ólgu sinni, í öllum sínum ræðum, blæbrigðum og lýsingum, að þær urðu einhvern veginn fullkomin tilfinning. Eins konar seðjun sem ég fann ekki annars staðar, liggur við andleg fullnæging. En svo voru þær líka bara svo fyndnar,“ segir Auður. Seinna hafi hún verið beðin um að skrifa fræðibók handa börnum um Laxness og sökkt sér ofan í esseyjur, ritgerðir og endurminningar hans. Þá hafi hún klárað að lesa megnið af höfundarverki hans. „Nú hefur fennt yfir margt. En ég man þó að síðast las ég Innansveitarkróniku og hún kom mér svo skemmtilega mikið á óvart að um tíma var hún uppáhaldsbókin mín – eitthvað svo sniðuglega skrifuð. En nú er orðið frekar langt síðan ég hef kíkt í bók eftir afa minn, eiginlega skammarlega langt. Einhver ár, að minnsta kosti. Núna er ég samt að hugsa um að lesa aftur eitthvað af þessum bókum með fjórtán ára syni mínum. Þessar bækur þróuðu pottþétt heila í mótun á einhvern hátt, efldu hugsunina þannig að hún varð frjálsari, ósvífnari, húmorískari og víðfeðmari en ella.“ Varð að „Laxnessmanni til lífstíðar“ í norskum skógi Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er skammt frá stórskáldinu í stafrófsröðinni og á honum margt að þakka. Hallgrímur fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands en henni má lýsa sem uppgjöri við höfundarverk Nóbelskáldsins. Hallgrímur með bækur lífs síns og einn Lax á toppnum. „Besta bók Laxness er líklega fyrsta bindi Íslandsklukkunnar, þegar Jón Hreggviðsson er í aðalhlutverki, en uppáhalds mín er Sjálfstætt fólk sem ég uppgötvaði sumarið ‘78 djúpt inni í norskum skógi þar sem ég og vinur minn störfuðum við að telja tré. Þau kynni breyttu mér til lífstíðar,“ segir Hallgrímur. „Ég vissi ekki að bækur gætu haft svo sterk áhrif enda var þetta fyrsta stórvirkið sem ég las. Orðkynngin og stíllinn lyftu mér hátt upp úr skóginum, og bara allur þessi mikli fílingur sem er í sögunni, og gerðu mig að Laxnessmanni til lífstíðar. Auðvitað getur hann verið tilgerðarlegur í öðrum bókum með sitt „vínirbrauð“ eða karaktera sem heita „Godman Syngman“ en hjá Bjarti er hann alltaf að glíma við ískaldan veruleikann og nær að hýsa heila þjóð í einni baðstofu,“ segir hann. „Ég skrifaði heilan kafla um þessa opinberun, að lesa Laxness í norskum skógi, í bók minni Sjóveikur í München, og lýsi því þar að þetta hafi verið eins og að borða „svalkalt sálrænt súkkulaði“,“ segir Hallgrímur að lokum. Þurfti ekki lengur að sanna sig Einar Kárason er annar rithöfundur sem ólst upp meðan Laxness tróndi yfir íslenskum bókmenntum. Einar telur hafa slaknað á Halldóri eftir að hann hlaut Nóbelinn.Vísir/Vilhelm „Þessar stóru þjóðfélagslegu skáldsögur hans, Sjálfstætt fólk og Heimsljós, hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. En merkilegt nokk, og eftir því sem maður skoðar þetta betur, verð ég samt að segja að uppáhalds bókin mín er líklega Brekkukotsannáll,“ segir Einar. „Það er svo dásamlega afslappaður stíll, góðar mannlýsingar, mikill húmor og þetta er svo mikið áreynsluleysi í frásögninni sem kannski skýrist að einhverju leyti af því að hann er búinn að ná þeim árangri sem hann ætlaði sér í lífinu, hún kemur út tveimur árum eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin, hann er orðinn heimsfrægur höfundur og þarf ekkert endilega að vera að sanna sig lengur með einhverjum sleggjum,“ segir hann. Skipt um uppáhalds bók eftir æviskeiðum Maður getur ekki tekið saman lista um Laxness án þess að spyrja manninn sem stýrir að miklu leyti bókmenntaumræðunni hérlendis og stýrir jafnframt þætti sem heitir (óbeint) í höfuðið á Nóbelskáldinu. „Ég var staðfastur í því á yngri árum að maður yrði að lesa Halldór Laxness, svo mjög að ég hef lesið nánast allt sem hann skrifaði. Skáldsögurnar, ritgerðasöfnin, kvæði, endurminningabækurnar - meira að segja leikritin,“ segir Egill Helgason. Egill hefur átt ólíkar uppáhaldsbækur eftir Laxness.Vísir/Vilhelm „En í gegnum tíðina hefur samband mitt við bækur hans þróast, fyrst var ég minnir mig hrifnastur af Heimsljósi og skáldaórum Ólafs Kárasonar – sérstaklega bindinu sem ber heitið Höll sumarlandsins. Síðar tók við Sjálfstætt fólki, hinn ótrúlegi þróttur sem í því höfundarverki. Þá fór ég að hallast að Brekkukotsannál, þar er Kiljan farin að reskjast, ekki eins mikil átök, en á móti er hún skrifuð af gríðarlegri stílfimi og mannviti,“ segir hann. „Ekki alls fyrir löngu varð svo. á vegi mínum Gerpla, með nútímastafsetningu, og ég vissi ekki fyrr en ég var búinn að lesa hana á enda. Hlustaði svo á valda kafla úr henni, lesna af Halldóri sjálfum, og varð yfir mig hrifinn af húmornum í bókinni, hvernig þar er snúið út úr sögum um meinta garpa sem iðka hernað, jú, og bara snilld höfundar að geta útfært svona erfiða hugmynd af þvílíkri leikni.“ „Þetta er ekki mjög skýrt svar, en ég hef semsé átt mismunandi uppáhalds-Laxness eftir æviskeiðum. Það er Gerpla núna, en gæti orðið allt önnur bók eftir nokkur misseri, kannski hinar stórskemmtilegu æviminningabækur skáldsins, fjórar talsins sem komu út á árunum 1975 til 1980,“ segir hann að lokum. Setur mann í erfiða siðferðislega stöðu Kolbrún Bergþórsdóttir, bókagagnrýnandi og blaðamaður, hefur verið aðdáandi Laxness frá því hún var unglingur og lesið fjölda bóka hans. Nokkrar standa upp úr. Kolbrún er ávallt skelegg.vísir/Einar „Þegar ég var unglingur grét ég endalaust yfir Heimsljósi og Ólafi Kárasyni. Hún hafði svo djúp áhrif á mig að ég get aldrei gleymt henni,“ segir Kolbrún „Ég heillaðist líka óskaplega af Íslandsklukkunni en ég held það sé ekki annað hægt en að nefna Sjálfstætt fólk. Hún er bæði grimm og falleg og setur mann í svo erfiða siðferðislega afstöðu gagnvart persónum. Ég myndi nefna hana,“ segir hún um eftirlætis bók sína eftir Laxness. „Svört kómedía í mínum huga“ Að lokum sendi blaðamaður línu á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, sem var ekkert að flækja hlutina og sendi stutt svar til baka: „Íslandsklukkan. Bráðskemmtileg bók, mér finnst Jón Hreggviðsson svo frábær karakter,“ sagði hún um sitt eftirlæti og bætti við: „Skemmtilega skrifuð og svört kómedía í mínum huga.“ Kristrún valdi Íslandsklukkuna.
Bókmenntir Halldór Laxness Íslensk tunga Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira