Tónlist

Spila jóla­lög allan sólar­hringinn fram að jólum

Boði Logason skrifar
Stefán Valmundarson útvarpsstjóri Sýnar segir alls ekki of snemmt að byrja að spila jólalög á Létt Bylgjunni.
Stefán Valmundarson útvarpsstjóri Sýnar segir alls ekki of snemmt að byrja að spila jólalög á Létt Bylgjunni. Vísir/Anton Brink

Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns.

„Við viljum færa hlustendum jólastemminguna beint í bílinn, heim í stofu eða með í vinnuna. Létt Bylgjan hefur fest sig í sessi sem jólastöð allra landsmanna undanfarin ár og við hlökkum til að bjóða hlustendum upp á enn betri og jólalegri Létt Bylgju þetta árið,“ segir Stefán í samtali við Vísi.

En hvað vill hann segja við þá sem finnst aðeins of snemmt að byrja að spila jólalög nú, þegar tveir mánuðir eru í jólin?

„Ég er nú þegar búinn að fá nokkra tölvupósta þar sem spurt er hvenær við byrjum að spila jólalög á Létt Bylgjunni, svo ég held að allavega mestu jólabörnin í landinu séu löngu tilbúin,“ segir hann.

Stöðin breyttist í jólastöðina klukkan 8.

Vísir og Létt Bylgjan eru í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.