Menning

Inn­blástur frá handanheiminum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var líf og fjör á opnun hjá Listasafni Árnesinga.
Það var líf og fjör á opnun hjá Listasafni Árnesinga. Listasafn Árnesinga

Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn.

Í fréttatilkynningu frá safninu segir: 

„Haustsýningar 2025 varpa ljósi á dulda fleti tilverunnar og bjóða okkur að sjá út fyrir það augljósa. Dagsdaglega nýtist klukka til að fylgjast með hreyfingu tímans en mögulegt er að mæta honum af meiri innileika. Það má ganga inn í tímann eins og rými, skynja hann sem titring og skoða spor hans í jarðlögum, líkömum og landslögum.

Skjálfti Finnboga Péturssonar opnar skynfærunum nýja leið að veruleikanum og afhjúpar andlegri víddir þess efnislega með vísindalegri nálgun. Ósýnilegum bylgjum er miðlað í gegnum hljóð, titring og ljós svo það óræða nær upp á stig hins meðvitaða.

Guðrún Kristjánsdóttir stillir sig inn á ferli og krafta náttúrunnar og leyfir þeim að hreyfa við sér. Í listsköpun sinni umritar hún birtingarmyndir náttúrunnar frá einum miðli til annars og skapar úr þeim nýjar táknmyndir. Efnið hefur áhrif á andann sem hefur áhrif á efnið og öfugt.

Innblásin af hinu andlega sviði, m.a. af sjamanisma og náttúrutrú, lítur listakonan Freyja Eilíf til þess sem er fyrir handan og hefur áhrif á okkur án þess að við áttum okkur á því.

Piotr Zbierski segir að ljósmyndun skuli ekki festa tímann heldur bjóða okkur inn í hann. Minning er ekki fastmótaður hlutur heldur miðill eða rými þar sem merking getur stöðugt endurmótast.

Verk Ilönu Halperin endurspegla ástríðu fyrir jarðfræðilegri fagurfræði þar sem ljóðræn nálgun blandast vísindalegri nálgun. Hún skoðar djúptíma, jarðfræðilegan tíma sem nær langt út fyrir sögu mannkyns. 

Á Íslandi og á Orkneyjum hefur hún ástundað rannsóknir á landsvæðum sem líkjast plánetunni Mars og auka skilning á henni sem eins konar systurplánetu okkar.“

Sýningarnar standa til 23. desember en hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá opnuninni: 

Margt um manninn og margt að sjá!Listasafn Árnesinga
Kristín Scheving með teyminu sínu Mariu Czismás, Maximillian Riley, Öldu Rose Cartwright, Önnu Karen Skúladótur, Martynu Hopsa.Listasafn Árnesinga
Skjálfti Finnboga Péturssonar.Listasafn Árnesinga
Piotr Zbierski, Finnbogi Petursson, Kristin Scheving, Guðrún Kristjánsdóttir, Ilana Halperin og Freyja Eilíf.Listasafn Árnesinga
Það var líf og fjör á opnun hjá Listasafni Árnesinga.Listasafn Árnesinga
Gunnar Hersveinn og góðir gestir. Listasafn Árnesinga
Kristín Scheving með pólska sendiherra á Íslandi Aleksander Kropiwnicki og Martynu Hopsa starfsmanni safnsins.Listasafn Árnesinga
Kristín safnstjóri LÁ með Önnu Ír Gunnarsdóttir.Listasafn Árnesinga





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.