Moskítóflugan mætt til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2025 10:01 Kvendýr sem Björn náði mynd af á rauðvínsbandi. Björn Hjaltason Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið. „Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á. Skordýr Kjósarhreppur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
„Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á.
Skordýr Kjósarhreppur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira