„Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2025 13:52 Kata Ingva er móðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum. samsett „Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan. „Á morgun er komið ár síðan að Geiri lést í brunanum á Stuðlum. Lokaður inni á stofnun á vegum ríkisins. Á stofnun sem á að vernda börn,“ skrifaði Katrín Ingvarsdóttir á Facebook í gær. Sonur hennar, Geir Örn Jacobsen, var sautján ára þegar hann lést í bruna á Stuðlum. Færslan var birt í kjölfar viðtals mbl.is við Guðmund Inga Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem hann ræðir málefni meðferðarheimila. „Í heilt ár höfum við aðstandendur þurft að bíða eftir niðurstöðum og vonað með okkar einlæga hjarta að þessi hræðilegi atburður myndi hafa þau áhrif að þetta skelfilega ástand yrði bætt. En dauði eins barns er greinilega ekki nóg.“ Mikið hefur verið fjallað um málefni ungmenna undanfarið sem þurfa oft að bíða lengi eftir að komast inn á meðferðarheimili sem virka ekki alltaf sem skyldi. Rætt var við íslenskar mæður í kvöldfréttum Sýnar í byrjun október sem ætla í örvæntingu sinni að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Ekkert langtímameðferðarúrræði fyrir ungmenni hefur verið í boði á Íslandi í eitt og hálft ár. Katrín segir að lesa fréttir um versnandi stöðu barna eins og að fá blauta tusku í andlitið en viðtalið við Guðmund hafi verið extra blaut tuska. „Guðmundur Ingi hefði alveg eins getað komið hingað heim til mín og barið mig í hakkabuff, þannig áhrif hafði þessi frétt á mig,“ segir Katrín. „Hann byrjar fréttina á að segja að hann telji að meðferðarstofnunin í Suður-Afríku uppfylli ekki staðla um meðferðarúrræði og segir að við myndum ekki líða þetta hér! Hann viðurkennir þó að hafa ekki kynnt sér hana í þaula! WTF! Ég get því ekki annað en spurt: Er neyðarvistun Stuðla að uppfylla þessa staðla, þar sem barnið mitt DÓ? Er meðferðin á Stuðlum að uppfylla þessa staðla, þar sem börnin halda bara áfram að dópa eins og ekkert sé?“ Í viðtalinu við Guðmund Inga kemur fram að hann telji ekki að um áfellisdóm yfir kerfinu sé að ræða að foreldrar sendi börnin sín í meðferð erlendis. Katrín er ósammála orðum hans og bendir einnig á að hann sjálfur viðurkennir að hafa ekki kynnt sér málið í þaula. „Á meðan það eru börn sem fá ekki viðeigandi hjálp hér á landi og foreldrar þeirra neyðast að leita út fyrir landsteinana til að bjarga lífum þeirra, þá er það ÁFELLISDÓMUR.“ Barnavernd, lögregla og Stuðlar brugðist Katrín lýsir því einnig hvernig Barnavernd, lögregla og Stuðlar hafi brugðist syni hennar. Fulltrúi Barnaverndar hafi ekki svarað í neyðarsíma kvöldið sem hann dó og þar áður hafði annar fulltrúi mætt í vinnu Kötu með son hennar útúrdópaðan því að hún var á leið í helgarfrí. „Hvað með lögregluna? Sem fór með Geira upp á Stuðla þessa örlagaríku nótt og lét foreldrana ekki vita. Eða þegar hún var kölluð út af því Geiri hafði fengið flogakast, kastað upp og misst meðvitund í strætó, en lögreglan ákvað að skilja hann bara dópaðan eftir í strætóskýli og hringdu svo í pabba hans til að láta hann vita, mörgum klukkutímum seinna?“ spyr hún. Einnig hafði hún eitt sinn samband við lögregluna áhyggjufull og bað um að lögregla myndi hafa uppi á syni hennar því hann hótaði sjálfsvígi. „Þeir hringdu í mig nokkru seinna og sögðu að hann væri hjá vini sínum og í góðu lagi. Ég komst síðan að því nokkrum dögum seinna að lögreglan hafði aldrei farið og tékkað á honum, þeir hringdu bara í hann,“ segir hún. Á Stuðlum hafi sonur hennar síðan fengið lyf frá starfsmanni án þess að gangast undir læknisskoðun eða láta foreldrana vita. Hann hafði aldrei tekið lyfið áður en vegna þessa misnotaði hann lyfið eftir tilfellin. „Það sorglega er að þetta er aðeins sýnishorn af þeim ótal atriðum þar sem brotið var á barninu okkar.“ Tveimur dögum fyrir brunann á Stuðlum kom Geir Örn og faðir hans í viðtal í kvöldfréttum og spurðu af hverju ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum. Meðferðarheimili Fíkn Málefni Stuðla Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. 9. október 2025 19:37 Koma saman til að minnast Geirs Minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október verður haldin í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október klukkan 17. 29. október 2024 12:28 Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á mannskæðum bruna sem varð á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þann 19. október í fyrra. 16. maí 2025 08:44 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Á morgun er komið ár síðan að Geiri lést í brunanum á Stuðlum. Lokaður inni á stofnun á vegum ríkisins. Á stofnun sem á að vernda börn,“ skrifaði Katrín Ingvarsdóttir á Facebook í gær. Sonur hennar, Geir Örn Jacobsen, var sautján ára þegar hann lést í bruna á Stuðlum. Færslan var birt í kjölfar viðtals mbl.is við Guðmund Inga Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem hann ræðir málefni meðferðarheimila. „Í heilt ár höfum við aðstandendur þurft að bíða eftir niðurstöðum og vonað með okkar einlæga hjarta að þessi hræðilegi atburður myndi hafa þau áhrif að þetta skelfilega ástand yrði bætt. En dauði eins barns er greinilega ekki nóg.“ Mikið hefur verið fjallað um málefni ungmenna undanfarið sem þurfa oft að bíða lengi eftir að komast inn á meðferðarheimili sem virka ekki alltaf sem skyldi. Rætt var við íslenskar mæður í kvöldfréttum Sýnar í byrjun október sem ætla í örvæntingu sinni að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Ekkert langtímameðferðarúrræði fyrir ungmenni hefur verið í boði á Íslandi í eitt og hálft ár. Katrín segir að lesa fréttir um versnandi stöðu barna eins og að fá blauta tusku í andlitið en viðtalið við Guðmund hafi verið extra blaut tuska. „Guðmundur Ingi hefði alveg eins getað komið hingað heim til mín og barið mig í hakkabuff, þannig áhrif hafði þessi frétt á mig,“ segir Katrín. „Hann byrjar fréttina á að segja að hann telji að meðferðarstofnunin í Suður-Afríku uppfylli ekki staðla um meðferðarúrræði og segir að við myndum ekki líða þetta hér! Hann viðurkennir þó að hafa ekki kynnt sér hana í þaula! WTF! Ég get því ekki annað en spurt: Er neyðarvistun Stuðla að uppfylla þessa staðla, þar sem barnið mitt DÓ? Er meðferðin á Stuðlum að uppfylla þessa staðla, þar sem börnin halda bara áfram að dópa eins og ekkert sé?“ Í viðtalinu við Guðmund Inga kemur fram að hann telji ekki að um áfellisdóm yfir kerfinu sé að ræða að foreldrar sendi börnin sín í meðferð erlendis. Katrín er ósammála orðum hans og bendir einnig á að hann sjálfur viðurkennir að hafa ekki kynnt sér málið í þaula. „Á meðan það eru börn sem fá ekki viðeigandi hjálp hér á landi og foreldrar þeirra neyðast að leita út fyrir landsteinana til að bjarga lífum þeirra, þá er það ÁFELLISDÓMUR.“ Barnavernd, lögregla og Stuðlar brugðist Katrín lýsir því einnig hvernig Barnavernd, lögregla og Stuðlar hafi brugðist syni hennar. Fulltrúi Barnaverndar hafi ekki svarað í neyðarsíma kvöldið sem hann dó og þar áður hafði annar fulltrúi mætt í vinnu Kötu með son hennar útúrdópaðan því að hún var á leið í helgarfrí. „Hvað með lögregluna? Sem fór með Geira upp á Stuðla þessa örlagaríku nótt og lét foreldrana ekki vita. Eða þegar hún var kölluð út af því Geiri hafði fengið flogakast, kastað upp og misst meðvitund í strætó, en lögreglan ákvað að skilja hann bara dópaðan eftir í strætóskýli og hringdu svo í pabba hans til að láta hann vita, mörgum klukkutímum seinna?“ spyr hún. Einnig hafði hún eitt sinn samband við lögregluna áhyggjufull og bað um að lögregla myndi hafa uppi á syni hennar því hann hótaði sjálfsvígi. „Þeir hringdu í mig nokkru seinna og sögðu að hann væri hjá vini sínum og í góðu lagi. Ég komst síðan að því nokkrum dögum seinna að lögreglan hafði aldrei farið og tékkað á honum, þeir hringdu bara í hann,“ segir hún. Á Stuðlum hafi sonur hennar síðan fengið lyf frá starfsmanni án þess að gangast undir læknisskoðun eða láta foreldrana vita. Hann hafði aldrei tekið lyfið áður en vegna þessa misnotaði hann lyfið eftir tilfellin. „Það sorglega er að þetta er aðeins sýnishorn af þeim ótal atriðum þar sem brotið var á barninu okkar.“ Tveimur dögum fyrir brunann á Stuðlum kom Geir Örn og faðir hans í viðtal í kvöldfréttum og spurðu af hverju ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum.
Meðferðarheimili Fíkn Málefni Stuðla Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. 9. október 2025 19:37 Koma saman til að minnast Geirs Minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október verður haldin í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október klukkan 17. 29. október 2024 12:28 Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á mannskæðum bruna sem varð á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þann 19. október í fyrra. 16. maí 2025 08:44 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. 9. október 2025 19:37
Koma saman til að minnast Geirs Minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október verður haldin í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október klukkan 17. 29. október 2024 12:28
Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á mannskæðum bruna sem varð á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þann 19. október í fyrra. 16. maí 2025 08:44