„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. október 2025 12:08 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Einar Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“ Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira