Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. október 2025 14:01 Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun