Allt bendir til verkfalls Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 12:42 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Allt bendir til að flugumferðarstjórar fari í verkfall annað kvöld. Engin niðurstaða fékkst á fundi í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Flugumferðastjórar hafa alls boðað fimm verkföll á næstu dögum. Fyrsta verkfallið er áætlað að hefjist klukkan tíu annað kvöld og ljúki fimm tímum síðar klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Næsta verkfall er boðað aðfaranótt þriðjudags og fleiri í lok næstu viku. Arnar Hjálmsson, formaður félags flugumferðastjóra segir í raun ekki bera svo mikið á milli deiluaðila en það eigi eftir að finna sameiginlega leið út úr horninu sem deilan sé í. „Við komumst nánast ekkert áleiðis í gær á þeim fundi. Þannig að hún er býsna snúin,“ segir Arnar um stöðuna í deilunni. Verði af verkfalli mun það ná til aðflugssvæðis bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli en undantekning verður fyrir sjúkra- og neyðarflug. Arnar segir deiluna snúast um launalið samningsins sem og launaþróun. „Við erum að reyna að sækja hækkanir í samræmi við almenna launaþróun og verja áunnin réttindi í okkar launatöflu sem eru fyrir. Við erum að reyna að finna einhverja leið til að blanda þessu saman.“ Arnar segir viðræður á milli deiluaðila hafa staðið yfir síðan í apríl á síðasta ári en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Hann segist hafa fundið fyrir aukinni pressu frá félagsfólki að stíga það skref sem nú sé búið að stíga. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni að svo stöddu og Arnar býst við að deiluaðilar muni heyra hvor í öðrum ef glufa opnast. „Eins og ég met hana í dag þá óttast ég að þessi fyrsta vinnustöðvun verði að veruleika, en ég vona svo sannarlega að það verði ekki fleiri,“ segir hann. „Ég vona svo sannarlega að hún verði ekki að veruleika því það er ekki markmiðið að fara í vinnustöðvanir sem sýnir sig að við erum búnir ða vera í þessu í 18 mánuði áður en við stígum þetta skref.“ Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Flugumferðastjórar hafa alls boðað fimm verkföll á næstu dögum. Fyrsta verkfallið er áætlað að hefjist klukkan tíu annað kvöld og ljúki fimm tímum síðar klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Næsta verkfall er boðað aðfaranótt þriðjudags og fleiri í lok næstu viku. Arnar Hjálmsson, formaður félags flugumferðastjóra segir í raun ekki bera svo mikið á milli deiluaðila en það eigi eftir að finna sameiginlega leið út úr horninu sem deilan sé í. „Við komumst nánast ekkert áleiðis í gær á þeim fundi. Þannig að hún er býsna snúin,“ segir Arnar um stöðuna í deilunni. Verði af verkfalli mun það ná til aðflugssvæðis bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli en undantekning verður fyrir sjúkra- og neyðarflug. Arnar segir deiluna snúast um launalið samningsins sem og launaþróun. „Við erum að reyna að sækja hækkanir í samræmi við almenna launaþróun og verja áunnin réttindi í okkar launatöflu sem eru fyrir. Við erum að reyna að finna einhverja leið til að blanda þessu saman.“ Arnar segir viðræður á milli deiluaðila hafa staðið yfir síðan í apríl á síðasta ári en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Hann segist hafa fundið fyrir aukinni pressu frá félagsfólki að stíga það skref sem nú sé búið að stíga. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni að svo stöddu og Arnar býst við að deiluaðilar muni heyra hvor í öðrum ef glufa opnast. „Eins og ég met hana í dag þá óttast ég að þessi fyrsta vinnustöðvun verði að veruleika, en ég vona svo sannarlega að það verði ekki fleiri,“ segir hann. „Ég vona svo sannarlega að hún verði ekki að veruleika því það er ekki markmiðið að fara í vinnustöðvanir sem sýnir sig að við erum búnir ða vera í þessu í 18 mánuði áður en við stígum þetta skref.“
Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira