Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. október 2025 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Ívar Fannar Skera þarf niður í starfsteymi karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi verkefni í Þýskalandi vegna fjárhagsstöðu HSÍ. Landsliðsþjálfarinn kynnti hópinn sem fer til Þýskalands í dag. Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni. HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni.
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira