Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar 17. október 2025 13:31 Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun