Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. október 2025 21:00 Ofbeldi gegn öldruðum er oft dulið og þeir sem verða fyrir því upplifa oft á tíðum skömm. Vísir/Vilhelm Erfitt getur reynst að stöðva ofbeldi gegn öldruðum þar sem úrræði skortir. Þetta segir deildarstjóri heimaþjónustu sem kallar eftir þeim. Þá fer vanræksla og fjárhagslegt ofbeldi aldraðra vaxandi og dæmi um að tugir milljóna króna hafi verið hafðir af eldra fólki. Flókið er að ná utan um umfang ofbeldis gegn öldruðum á Íslandi er sérfræðingar sem tóku þátt í málþingi Landssambands eldri borgara um málið í dag eru á því að það fari vaxandi. „Ég held að almenningur hafi ekki hugmynd um hvernig aðstæður margir af okkar eldri borgurum búa við og hvernig ofbeldi þeir búa við,“ segir Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð sem er ein þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Ragnheiður segir þá sem sinna heimahjúkrun oft verða vara við ofbeldi í hinum ýmsu myndum. „Ég er að fá alltof mörg mál inn á borð til mín og bara eins og vanræksla sem að flokkast undir ofbeldi er mjög algengt. Það að það vanti mat í ísskáp hjá viðkomandi sem við erum beðin um að sjá um að gefa mat. Við þurfum bókstaflega að ganga á eftir einhverjum að kaupa mat í ísskápinn til að gefa hinum aldraðra þetta er bara einn hluti af ofbeldinu. Þetta er vanræksla.“ Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð segir mörg mál hafa ratað á sitt borð er varða ofbeldi gegn öldruðum. Vísir/Sigurjón Fjárhagslegt ofbeldi gegn öldruðum er einnig vaxandi vandamál og eru aldraðir líklegri en þeir yngri til að falla fyrir netsvikum. Um eitt þúsund netsvikamál hafa komið upp hjá Landsbankanum á þessu ári og snúa mörg þeirra að eldra fólki en allt að fimmtíu milljónir hafa tapast í einstaka málum. „Í þessum málum eru fjártjónin miklu hærri. Þetta er fjártjón hjá eldra fólk sem hefur jafnvel verið alla starfsævina að safna sér inn fyrir eldri árunum og ætlar að njóta lífsins að það fellur fyrir svikum og er jafnvel að tapa öllum sínum peningum á einu bragði fyrir svikara sem hefur samband við það,“ segir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum sem einnig hélt erindi á málþinginu. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum segir aldraða oft verða fyrir barðinu á netsvikurum. vísir Ragnheiður segir að þegar komi að alvarlegustu málunum sem komi upp út frá heimaþjónustu, þar sem aldraðir séu beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, skorti úrræði. „Okkar úrræði eru stundum mjög takmörkuð og við komum oft að lokuðum dyrum sem kæra sig ekki um að við séum að skipta okkur að.“ Hún kallar eftir úrræðum og segir dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til í alvarlegum málum en úrræðaleysi hafi háð henni líka. Erfitt sé vegna aðstæðna að fara með konur sem þurfa hjúkrun í Kvennaathvarfið og ekkert athvarf sé til fyrir aldraða veika karlmenn sem verða fyrir ofbeldi. „Við höfum nýtt hvíldarinnlagnarúrræði en Landspítalinn hefur verið að taka þau núna sem biðpláss út af skorti á hjúkrunarrýmum fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarrými og þar af leiðandi fækkar hvíldarinnlagnarplássunum sem við höfum til þess að grípa í, til þess mögulega að taka skjólstæðinginn út af heimili, út úr aðstæðum og setja hann í öruggt skjól.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Flókið er að ná utan um umfang ofbeldis gegn öldruðum á Íslandi er sérfræðingar sem tóku þátt í málþingi Landssambands eldri borgara um málið í dag eru á því að það fari vaxandi. „Ég held að almenningur hafi ekki hugmynd um hvernig aðstæður margir af okkar eldri borgurum búa við og hvernig ofbeldi þeir búa við,“ segir Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð sem er ein þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Ragnheiður segir þá sem sinna heimahjúkrun oft verða vara við ofbeldi í hinum ýmsu myndum. „Ég er að fá alltof mörg mál inn á borð til mín og bara eins og vanræksla sem að flokkast undir ofbeldi er mjög algengt. Það að það vanti mat í ísskáp hjá viðkomandi sem við erum beðin um að sjá um að gefa mat. Við þurfum bókstaflega að ganga á eftir einhverjum að kaupa mat í ísskápinn til að gefa hinum aldraðra þetta er bara einn hluti af ofbeldinu. Þetta er vanræksla.“ Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð segir mörg mál hafa ratað á sitt borð er varða ofbeldi gegn öldruðum. Vísir/Sigurjón Fjárhagslegt ofbeldi gegn öldruðum er einnig vaxandi vandamál og eru aldraðir líklegri en þeir yngri til að falla fyrir netsvikum. Um eitt þúsund netsvikamál hafa komið upp hjá Landsbankanum á þessu ári og snúa mörg þeirra að eldra fólki en allt að fimmtíu milljónir hafa tapast í einstaka málum. „Í þessum málum eru fjártjónin miklu hærri. Þetta er fjártjón hjá eldra fólk sem hefur jafnvel verið alla starfsævina að safna sér inn fyrir eldri árunum og ætlar að njóta lífsins að það fellur fyrir svikum og er jafnvel að tapa öllum sínum peningum á einu bragði fyrir svikara sem hefur samband við það,“ segir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum sem einnig hélt erindi á málþinginu. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum segir aldraða oft verða fyrir barðinu á netsvikurum. vísir Ragnheiður segir að þegar komi að alvarlegustu málunum sem komi upp út frá heimaþjónustu, þar sem aldraðir séu beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, skorti úrræði. „Okkar úrræði eru stundum mjög takmörkuð og við komum oft að lokuðum dyrum sem kæra sig ekki um að við séum að skipta okkur að.“ Hún kallar eftir úrræðum og segir dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til í alvarlegum málum en úrræðaleysi hafi háð henni líka. Erfitt sé vegna aðstæðna að fara með konur sem þurfa hjúkrun í Kvennaathvarfið og ekkert athvarf sé til fyrir aldraða veika karlmenn sem verða fyrir ofbeldi. „Við höfum nýtt hvíldarinnlagnarúrræði en Landspítalinn hefur verið að taka þau núna sem biðpláss út af skorti á hjúkrunarrýmum fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarrými og þar af leiðandi fækkar hvíldarinnlagnarplássunum sem við höfum til þess að grípa í, til þess mögulega að taka skjólstæðinginn út af heimili, út úr aðstæðum og setja hann í öruggt skjól.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira