Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 16. október 2025 17:17 Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun