Innlent

Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni

Eiður Þór Árnason skrifar
Atvikið átti sér stað á Litla-Hrauni.
Atvikið átti sér stað á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm

Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra í kjölfar ósættis. Annar þeirra fékk skurð á handlegg en fangaverðir slösuðust ekki.

Lögregla rannsakar nú atvikið og verður málið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. Erfitt sé að koma algjörlega í veg fyrir að hnífar komist inn í fangelsið og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum milli fanga og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. RÚV greindi fyrst frá málinu.+

„Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu.

Hún segist ekki þekkja til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu og að þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir í sérstakt einangrunarúrræði.

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×