Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 17:01 Gert er ráð fyrir að EBIT afkoma fyrir árið í heild sinni verði neikvæð um tíu til tuttugu milljónir dala. Vísir/Vilhelm Þó tekjur Icelandair á þriðja fjórðungi ársins hafi verið í samræmi við áætlanir á það sama ekki við kostnað. Í afkomuspá frá því í júlí var gert ráð fyrir aukinni arðsemi á fjórðungnum en sú þróun mun ekki hafa gengið eftir. Í tilkynningu frá Icelandair segir að drög að uppgjöri liggi fyrir og gert sé ráð fyrir hagnaði fyrir vexti og skatta (EBIT) upp á 74 milljónir Bandaríkjadala, samanborið við 83,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Tekjur munu hafa aukist á ársfjórðungnum, í samræmi við áætlanir, en kostnaður reyndist hærri. Er það rakið til sterkara raungengis krónunnar og hærri launakostnaðar þess vegna, auk þess sem eldsneytiskostnaður var hærri en gert var fyrir. Þar að auki hafði ófyrirséð skammtímaleiga á flugvél í ágúst aukinn kostnaði í för með sér. Gert er ráð fyrir að EBIT afkoma fyrir árið í heild sinni verði neikvæð um tíu til tuttugu milljónir dala. Í tilkynningunni segir að sjóðsstaða Icelandair hafi verið mjög sterk í lok september og handbært fé hafi verið um 410 milljónir dala. Þá hafi félagið haft aðgang að óádregnum lánalínum upp á 92 milljónir dala. „Fyrir árið 2026 hefur félagið aðlagað framboð sitt að aðstæðum, einkum að veikri eftirspurn á Norður-Atlantshafsmarkaði og sterkri krónu. Þannig verður flugvélum í farþegaleiðakerfinu fækkað um tvær. Þrátt fyrir fækkun flugvéla er ráðgert að heildarframboð ársins, mælt í sætiskílómetrum, haldist nánast óbreytt á milli ára sem þýðir áframhaldandi bætt nýting innviða allt árið um kring. Áhersla á aukna skilvirkni í rekstri og strangt kostnaðaraðhald er áfram forgangsverkefni en þegar hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til þess að bæta rekstur og afkomu,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Uppgjörið verður birt þann 22. október en ekki þann 23. eins og áður stóð til. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair segir að drög að uppgjöri liggi fyrir og gert sé ráð fyrir hagnaði fyrir vexti og skatta (EBIT) upp á 74 milljónir Bandaríkjadala, samanborið við 83,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Tekjur munu hafa aukist á ársfjórðungnum, í samræmi við áætlanir, en kostnaður reyndist hærri. Er það rakið til sterkara raungengis krónunnar og hærri launakostnaðar þess vegna, auk þess sem eldsneytiskostnaður var hærri en gert var fyrir. Þar að auki hafði ófyrirséð skammtímaleiga á flugvél í ágúst aukinn kostnaði í för með sér. Gert er ráð fyrir að EBIT afkoma fyrir árið í heild sinni verði neikvæð um tíu til tuttugu milljónir dala. Í tilkynningunni segir að sjóðsstaða Icelandair hafi verið mjög sterk í lok september og handbært fé hafi verið um 410 milljónir dala. Þá hafi félagið haft aðgang að óádregnum lánalínum upp á 92 milljónir dala. „Fyrir árið 2026 hefur félagið aðlagað framboð sitt að aðstæðum, einkum að veikri eftirspurn á Norður-Atlantshafsmarkaði og sterkri krónu. Þannig verður flugvélum í farþegaleiðakerfinu fækkað um tvær. Þrátt fyrir fækkun flugvéla er ráðgert að heildarframboð ársins, mælt í sætiskílómetrum, haldist nánast óbreytt á milli ára sem þýðir áframhaldandi bætt nýting innviða allt árið um kring. Áhersla á aukna skilvirkni í rekstri og strangt kostnaðaraðhald er áfram forgangsverkefni en þegar hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til þess að bæta rekstur og afkomu,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Uppgjörið verður birt þann 22. október en ekki þann 23. eins og áður stóð til.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira