Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Árni Sæberg skrifar 15. október 2025 16:02 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli tveggja lánþega á hendur Íslandsbanka. Skilmálar óverðtryggðs láns á breytilegum vöxtum voru ógiltir að hluta með dóminum. Í tilkynningu Landsbankans segir að Hæstiréttur eigi eftir að dæma í máli sem var höfðað gegn Landsbankanum og varði sambærileg álitaefni. Málin séu þó ekki eins að öllu leyti, meðal annars að því er varðar orðalag skilmálans um breytilega vexti, málsatvik og málsástæður. Á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í framangreindu máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga sem gerðar hafa verið á sambærilegum lánum bankans. „Þrátt fyrir þetta er það mat bankans að dómur Hæstaréttar gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum.“ Í árshlutareikningi samstæðu Landsbankans fyrir annan ársfjórðung 2025 séu veittar upplýsingar um bráðabirgðamat bankans á mögulegum fjárhagslegum áhrifum þess á bankann ef endanleg dómsniðurstaða í málinu yrði óhagstæð bankanum. Bankinn muni yfirfara matið í uppgjöri þriðja ársfjórðungs, sem verði birt 23. október næstkomandi. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. 15. október 2025 12:43 Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. 15. október 2025 11:18 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli tveggja lánþega á hendur Íslandsbanka. Skilmálar óverðtryggðs láns á breytilegum vöxtum voru ógiltir að hluta með dóminum. Í tilkynningu Landsbankans segir að Hæstiréttur eigi eftir að dæma í máli sem var höfðað gegn Landsbankanum og varði sambærileg álitaefni. Málin séu þó ekki eins að öllu leyti, meðal annars að því er varðar orðalag skilmálans um breytilega vexti, málsatvik og málsástæður. Á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í framangreindu máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga sem gerðar hafa verið á sambærilegum lánum bankans. „Þrátt fyrir þetta er það mat bankans að dómur Hæstaréttar gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum.“ Í árshlutareikningi samstæðu Landsbankans fyrir annan ársfjórðung 2025 séu veittar upplýsingar um bráðabirgðamat bankans á mögulegum fjárhagslegum áhrifum þess á bankann ef endanleg dómsniðurstaða í málinu yrði óhagstæð bankanum. Bankinn muni yfirfara matið í uppgjöri þriðja ársfjórðungs, sem verði birt 23. október næstkomandi.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. 15. október 2025 12:43 Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. 15. október 2025 11:18 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. 15. október 2025 12:43
Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. 15. október 2025 11:18