Neytendur

Vara við sósum sem geta sprungið

Árni Sæberg skrifar
Hér má sjá sósurnar sem um ræðir.
Hér má sjá sósurnar sem um ræðir. KS

Mjólkursamlag KS hefur ákveðið að innkalla fjórar tilteknar framleiðslulotur af pitsasósu, sem seldar eru undir merkjum IKEA, Bónus og E. Finnsson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á seinni gerjun eftir framleiðslu, sem getur valdið því að flöskur bólgni og jafnvel springi.

Í fréttatilkynningu frá KS segir að loturnar sem um ræðir séu 25-1208, 25-1615, 25-1690 og 25-1847 „best fyrir“ 22-05-2026, 02-07-2026, 11-05-2026 og 05-06-2026.

Vörurnar þrjár heiti IKEA Pizzasósa, Bónus Pítsusósa og E. Finnsson Pizzasósa.

Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu (lotunúmeri) er bent á að þeir geti skilað vörunni í þá verslun sem hún var keypt í, eða snúið sér til Vogabæjar, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík eða Mjólkursamlags KS á Sauðárkróki.

Varan sé ekki hættuleg en ekki sé ráðlagt að neyta hennar.

„Mjólkursamlag KS biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir hafa orðið fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×