Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 15. október 2025 10:17 Af hverju talar enginn? Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern? Háskólinn kennir okkur að hugsa sjálfstætt, að spyrja spurninga, að rannsaka, að upplýsa, að fara inn í myrkrið með ljós í höndunum. En samt — þegar við horfum í kringum okkur — er þar oft meira myrkur en ljós. Ekki vegna skorts á þekkingu, heldur vegna þagnar. Þögnin er nýtt form af kurteisi. Hún er búningur virðingar, en undir henni býr ótti. Ótti við að segja eitthvað vitlaust, að hljóma óviturlega, að verða dreginn í efa, að missa tilverurétt í samfélagi sem segist elska gagnrýna hugsun — en umbunar samhljómi. Við tölum um fjölbreytni hugsana, en aðeins svo lengi sem hún hljómar innan viðurkenndra tóna. Við tölum um frjálsa umræðu, en hún þarf að vera fagleg, má ekki verða of tilfinningaleg, má ekki hrista róteindina í kerfinu. Þannig verða fræðin að trú — og kennararnir að prestum. Nemendur læra að skrifa rétt, en ekki endilega að hugsa djúpt. Við tölum í hugtökum, en týnum lífinu sem hugtökin voru einu sinni til að lýsa. Kannski er það mesta hræsni nútíma fræðasamfélagsins: að tala endalaust um gagnrýna hugsun — á meðan allir eru hræddir við að hugsa gagnrýnið. Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann. Og reið. Ég hélt lengi að það væri vegna þess að mér hafði verið sagt ég væri manneskja sem gæti ekki lært. En það var ekki ástæðan. Það var eitthvað annað — eitthvað sem ég fann, en gat ekki nefnt. Ég fann það í loftinu milli orða, í formlegum brosum, í varkárum spurningum sem máttu ekki vera of hráar, of lifandi, of manneskjulegar. Ég fann það þegar ég opnaði munninn og orð mín birtust eins og þau væru á röngum stað. Ekki af því að þau væru röng, heldur af því að þau voru ekki sniðin að tungunni sem átti heima þar. Það sem ég fann var vald. Ekki vald í beinni merkingu —heldur vald sem loðir við menningu, við þögnina, við formin sem segja: „Svona á þetta að hljóma.“ Það sem ég fann var ekki skólinn sjálfur, heldur það ósagða sem hann stendur á. Fólkið í fræðunum Og sorglegast af öllu er að fólk innan fræðasamfélagsins lifirsjálft í sársauka. Það þráir að tilheyra, að finna samhug, að tala frá hjartanu — en getur það ekki, því það veit að það talar inn í þögn. Með varkárni. Með óbeinni leiðréttingu í nafni fagmennsku. Þannig sitja margir við skrifborðin sín, í rými gagnrýnnar hugsunar, með hugann fullan af vangaveltum sem þeir þora ekki að segja frá upphátt. Ekki vegna þess að þeir séu huglausir, heldur vegna þess að menningin sjálf hefur kennt þeim að þögn sé öruggari en áhætta. Þannig varð varkárnin að siðferðisdygð, og forvitnin að áhættuhegðun. Þegar ég fór að skilja Þessi hræðsla mín var ekki veikleiki. Hún var skynjun. Reiðimín var ekki mótþrói. Hún var innsæi. Ég fann ósýnilegt vald sem temur tunguna, mýkir röddina, fléttar forvitni í rétt form. En ég veit núna að það er ekki ég sem þarf að laga mig að þessu kerfi — það er kerfið sem þarf að muna af hverju það er. Fræðin eiga ekki að verja sig fyrir lífi. Þau eiga að þjónusta það. Þegar þögnin brestur Vonin byrjar ekki með stefnuskrá. Hún byrjar þegar einhver þorir að segja eitthvað sem hreyfir við loftinu. Kannski er það lítið. Eitt orð sem ekki fellur að forminu. Eitt augnablik þegar kennari hlustar ekki til að meta, heldur til að skilja. Þegar einhver segir: „Ég er ekki viss, en ég finn þetta svona,“ og fær að halda áfram — án þess að það sé leiðrétt. Þegar það gerist, færist eitthvað lítið, en raunverulegt. Þá brestur þögnin. Ekki með hávaða, heldur með andardrætti. Og kannski er það nóg. Að einhvers staðar inni í þessum veggjum byrji fólk að tala aftur, ekki til að hafa rétt fyrir sér — heldur til að lifa. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Af hverju talar enginn? Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern? Háskólinn kennir okkur að hugsa sjálfstætt, að spyrja spurninga, að rannsaka, að upplýsa, að fara inn í myrkrið með ljós í höndunum. En samt — þegar við horfum í kringum okkur — er þar oft meira myrkur en ljós. Ekki vegna skorts á þekkingu, heldur vegna þagnar. Þögnin er nýtt form af kurteisi. Hún er búningur virðingar, en undir henni býr ótti. Ótti við að segja eitthvað vitlaust, að hljóma óviturlega, að verða dreginn í efa, að missa tilverurétt í samfélagi sem segist elska gagnrýna hugsun — en umbunar samhljómi. Við tölum um fjölbreytni hugsana, en aðeins svo lengi sem hún hljómar innan viðurkenndra tóna. Við tölum um frjálsa umræðu, en hún þarf að vera fagleg, má ekki verða of tilfinningaleg, má ekki hrista róteindina í kerfinu. Þannig verða fræðin að trú — og kennararnir að prestum. Nemendur læra að skrifa rétt, en ekki endilega að hugsa djúpt. Við tölum í hugtökum, en týnum lífinu sem hugtökin voru einu sinni til að lýsa. Kannski er það mesta hræsni nútíma fræðasamfélagsins: að tala endalaust um gagnrýna hugsun — á meðan allir eru hræddir við að hugsa gagnrýnið. Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann. Og reið. Ég hélt lengi að það væri vegna þess að mér hafði verið sagt ég væri manneskja sem gæti ekki lært. En það var ekki ástæðan. Það var eitthvað annað — eitthvað sem ég fann, en gat ekki nefnt. Ég fann það í loftinu milli orða, í formlegum brosum, í varkárum spurningum sem máttu ekki vera of hráar, of lifandi, of manneskjulegar. Ég fann það þegar ég opnaði munninn og orð mín birtust eins og þau væru á röngum stað. Ekki af því að þau væru röng, heldur af því að þau voru ekki sniðin að tungunni sem átti heima þar. Það sem ég fann var vald. Ekki vald í beinni merkingu —heldur vald sem loðir við menningu, við þögnina, við formin sem segja: „Svona á þetta að hljóma.“ Það sem ég fann var ekki skólinn sjálfur, heldur það ósagða sem hann stendur á. Fólkið í fræðunum Og sorglegast af öllu er að fólk innan fræðasamfélagsins lifirsjálft í sársauka. Það þráir að tilheyra, að finna samhug, að tala frá hjartanu — en getur það ekki, því það veit að það talar inn í þögn. Með varkárni. Með óbeinni leiðréttingu í nafni fagmennsku. Þannig sitja margir við skrifborðin sín, í rými gagnrýnnar hugsunar, með hugann fullan af vangaveltum sem þeir þora ekki að segja frá upphátt. Ekki vegna þess að þeir séu huglausir, heldur vegna þess að menningin sjálf hefur kennt þeim að þögn sé öruggari en áhætta. Þannig varð varkárnin að siðferðisdygð, og forvitnin að áhættuhegðun. Þegar ég fór að skilja Þessi hræðsla mín var ekki veikleiki. Hún var skynjun. Reiðimín var ekki mótþrói. Hún var innsæi. Ég fann ósýnilegt vald sem temur tunguna, mýkir röddina, fléttar forvitni í rétt form. En ég veit núna að það er ekki ég sem þarf að laga mig að þessu kerfi — það er kerfið sem þarf að muna af hverju það er. Fræðin eiga ekki að verja sig fyrir lífi. Þau eiga að þjónusta það. Þegar þögnin brestur Vonin byrjar ekki með stefnuskrá. Hún byrjar þegar einhver þorir að segja eitthvað sem hreyfir við loftinu. Kannski er það lítið. Eitt orð sem ekki fellur að forminu. Eitt augnablik þegar kennari hlustar ekki til að meta, heldur til að skilja. Þegar einhver segir: „Ég er ekki viss, en ég finn þetta svona,“ og fær að halda áfram — án þess að það sé leiðrétt. Þegar það gerist, færist eitthvað lítið, en raunverulegt. Þá brestur þögnin. Ekki með hávaða, heldur með andardrætti. Og kannski er það nóg. Að einhvers staðar inni í þessum veggjum byrji fólk að tala aftur, ekki til að hafa rétt fyrir sér — heldur til að lifa. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun