Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 14. október 2025 12:00 Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun