Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar 14. október 2025 11:00 Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun