Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar 13. október 2025 14:30 Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nagladekk Umhverfismál Loftgæði Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun