Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Lovísa Arnardóttir skrifar 2. nóvember 2025 20:48 Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segist hafa séð Sameinuðu þjóðirnar upp á sitt besta í Afganistan síðustu ár. UN Women Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. Þær mega ekki ferðast án karlkyns forráðamanns eða mahram, mega ekki sækja almenningsgarða eða önnur almenningsrými og raddir þeirra mega ekki heyrast utan veggja heimilisins. „Stjórnvöld hafa síðustu ár gefið út röð tilskipana sem sérstaklega takmarka líf kvenna. Í fyrra voru til dæmis kynnt nú lög, um forvarnir gegn löstum og til verndar dyggðum, sem voru mjög nákvæm um ákveðna hluti sem konur mega nú gera eða ekki gera.“ Samkvæmt lögunum hafi verið settir á eftirlitsmenn sem sjá til þess að konur fari eftir ákveðnum klæðaburðarreglum og hagi lífi sínu á kveðinn máta. Það hafi gert líf kvenna afar erfitt. Konur mega ekki fara út meðal fólks nema í ákveðnum klæðnaði og mega aðeins sinna ákveðnum verkefnum. Hér má sjá konur í frístundamiðstöð. Un Women „Þetta er eitt, en svo er líka vaxandi fátækt í landinu, dánartíðni mæðra hefur aukist og vannæring hefur aukist. Allt þetta samanlagt hefur reynst öllum í landinu mjög erfitt, en sérstaklega konum og stúlkum,“ segir Susan. Bannið muni hafa áhrif á næstu kynslóðir Hún segir það löngu ljóst að bann Talíbana á að stelpur og konur fái að fara í skóla og framhaldsnám muni hafa veruleg langvarandi áhrif. „Það hefur líka haft, og mun hafa, áhrif á heilar kynslóðir hvað varðar tækifæri fyrir konur og stelpur í landinu ef þær geta ekki fengið almennilega menntun.“ Susan segist reglulega hitta ungar konur sem eigi verulega erfitt með þetta bann. „Þær finna sárlega fyrir þessum missi. Svo margar ungar konur glíma við andlega vanlíðan því sumar þessara ungu kvenna höfðu lokið grunnskólagöngu og voru í námi en þurftu svo að hætta og eru nú heima að vefa teppi því þær fá ekki vinnu, því þær mega ekki ljúka sínu námi. Þetta er mjög erfitt.“ Susan segir marga foreldra í Afganistan sérstaklega hafa áhyggjur af þessu og óttast að afleiðingin verði sú að börnin þeirra hafi ekki sömu tækifæri og þau höfðu. Susan segir þetta hafa verið staðfest í nýrri könnun sem UN Women framkvæmdi með því að ræða við þúsund konur og þúsund karlmenn um allt land í Afganistan. „Þessi stefna að stúlkur fái ekki að ganga í skóla er óvinsæl. Jafnvel á íhaldssömustu svæðum landsins vilja að minnsta kosti 87 prósent karla sem við tókum viðtal við að dætur þeirra gangi í skóla. Þannig þetta er mjög óvinsæl stefna og ég held að fjölskyldur sjái hvaða áhrif hún hefur á líf barna þeirra.“ Hún segir vandann fjölþættan og hafa víðtæk áhrif. Sem dæmi hafi UNESCO greint frá því að fjarvera stúlkna hafi einnig dregið úr skólasókn drengja. Þá hafi það einnig mikil áhrif að fjöldi kvenkyns kennara hafi horfið frá störfum því konur mega ekki kenna börnum þegar þau eru komin á ákveðinn aldur. Sjá einnig: Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Ólíklegt að Talíbanar afnemi bannið Hún telur litlar líkur á því að þó svo að þessi stefna sé óvinsæl að Talíbanar hverfi frá henni. „Þeir segja reglulega að þeir séu að vinna í því, en Talíbanar hafa ekki afturkallað neinar tilskipanir sem þeir hafa sett á. Engin þeirra hefur verið afturkölluð. Þannig að þótt það sé einhvers konar umræða um að þeir séu að vinna í málinu og að hlutirnir muni breytast með tímanum höfum við ekki séð neinar sannanir fyrir því.“ Susan segir það raunverulegan ótta kvenna í Afganistan að þær gleymist undir stjórn Talíbana. Hún heyri það bæði þegar hún er á vettvangi og frá kvenkyns starfsfólki UN Women sem getur ekki farið á skrifstofuna til að vinna um þessar mundir. „Það er annað bann sem við erum að kljást við. Margar þeirra hafa sagt að þeim finnist þær gleymdar. Heimurinn hafi gleymt þeim, og ég held að það sé mjög auðvelt að sjá hvers vegna. Afganistan hefur á margan hátt hreinlega gleymst. Aðrar, bráðari krísur hafa skyggt á ástandið á meðan þessi krísa hefur staðið yfir í nokkurn tíma,“ segir Susan og að þess vegna sé mikilvægt að halda áfram að varpa ljósi á krísuna í Afganistan. „Það er virkilega mikilvægt að hafa í huga að Afganistan er enn að þjást vegna alvarlegrar mannréttindakrísu og þar er svo sannarlega krísa þegar kemur að réttindum kvenna.“ Árleg FO-herferð UN Women á Íslandi styður við verkefni UN Women í Afganistan í ár. Í tilefni af þessu átaki söfnuðu samtökin saman tilvitnunum í afganskar konur þar sem þær fjalla um líf sitt og breytingarnar á því síðustu ár. „Skilaboð mín til heimsins eru þessi: Ekki gleyma afgönskum konum. Afganskar konur eru hugrakkar, óhræddar og harðduglegar. Þær eiga rétt til lífs. Þær mega ekki vera gerðar að peðum í pólitískum leik,“ segir hin 28 ára gamla Fatima, ein kvennanna. Á þeim tíma sem fréttamaður reyndi að skipuleggja viðtalið við Susan varð stór jarðskjálfti í Afganistan sem hafði veruleg áhrif á allt hjálparstarf auk þess sem Talíbanar lokuðu á bæði Internet og símasamband í tvo daga. „Það eru líka náttúruhamfarir sem gera líf fólks mun erfiðara. Þannig það er ekki annað hægt en að draga upp svarta mynd af lífi kvenna í Afganistan,“ segir Susan. Susan segir starf UN Women hafa orðið fyrir verulegum áhrifum þegar Talíbanar lokuðu á bæði Internet og símasamband í landinu í 48 klukkustundir, frá 29. september til 1. október. 30 mínútna fyrirvari á internetlokun Viku síðar viðurkenndu þeir að hafa sett á ýmsar takmarkanir á notkun fólks á ýmsum samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram. „Við fengum 30 mínútna fyrirvara um að það ætti að rjúfa ljósleiðaratenginguna um allt landið. Þannig að við, og nú er ég bara að tala um starfsfólkið hér, höfðum 30 mínútur til að láta fjölskyldur okkar erlendis vita af þessu, að þær myndu ekki geta haft samband við okkur. Og auðvitað þurftum við líka að tryggja að starfsfólkið okkar væri eins vel undirbúið og mögulegt var, og það er takmarkað hvað hægt er að gera á 30 mínútum,“ segir Susan. Þetta hafi þannig verið verulega streituvaldandi aðstæður í aðdraganda og svo hafi næstu tveir dagar verið mjög erfiðir og einkennst af mikilli óvissu, sérstaklega fyrir konur sem starfa fyrir Un Women. „Á einum tímapunkti var flugvellinum líka lokað. Þannig að við upplifðum okkur afar einangruð. Ég veit að starfsfólkið okkar, sérstaklega kvenkyns starfsmenn sem vinna hvort eð er heima, upplifði mikinn ótta og áhyggjur af því sem var að gerast í landinu.“ Engin leið hafi verið á þessum tíma til að hafa samband við þær því það var ekki einu sinni möguleiki að biðja karlmennina sem starfa fyrir samtökin að athuga með þær því það hefði getað sett þær í hættu. Í lok ágúst varð jarðskjálfti af stærð 6 í austurhluta Afganistan, nærri landamærum við Pakistan. Rúm tvö þúsund létu lífið í skjálftanum og þúsundir misstu heimili sín. Susan segir að þjónusta hafi getað haldið áfram á jarðskjálftasvæðinu þegar lokað var á Internet og símasamband, en hafi verið mun erfiðari. „Því við vorum treg til að leyfa kvenkyns starfsmönnum okkar að fara í vettvangsferðir án þess að geta haft samband við neinn ef þær lentu í vanda. Þannig að þetta hafði bein áhrif á það hvað konur gátu gert á þessum tíma,“ segir Susan. Auk þess verði hluti viðbragða að vera leidd af konum því aðeins konur megi veita öðrum konum stuðning í Afganistan undir stjórn Talíbana. „Það er miklu erfiðara fyrir karla að gera það. Þannig að þjónustan hélt áfram en hún varð vissulega fyrir áhrifum.“ Susan segir það á sama tíma hlutverk Sameinuðu þjóðanna og stofnanna þeirra að geta brugðist við og aðlagast aðstæðum hratt. „Síðan ég kom til Afganistans hef ég séð Sameinuðu þjóðirnar upp á sitt besta. Það er ótrúlegt hversu fljótt SÞ geta komið þjónustu á vettvang, til dæmis í viðbrögðum við jarðskjálftanum. Þúsundum tjalda var dreift innan 24 klukkustunda, matvælum var dreift, örugg svæði fyrir börn voru sett upp, sálfélagsleg ráðgjafarþjónusta var sett upp. Allt var þetta gert ákaflega hratt á mjög afskekktum stað sem erfitt er að komast að.“ Susan segir Sameinuðu þjóðirnar sem starfa í Afganistan nú undirbúa sig fyrir það að aftur komi til slíks sambandsleysis. Í fréttum hefur verið greint frá því að Talíbanar hafi í október lokað á ákveðna samfélagsmiðla. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna segir þetta alvarlegt brot á mannréttindum Afgana, tjáningarfrelsi þeirra og rétti þeirra til upplýsinga. Eitt af því sem UN Women hafði sérstakar áhyggjur af á meðan Internet- og símasambandsleysinu stóð var að opin símalína fyrir þolendur kynbundins ofbeldis var lokuð. Susan segir enga tölfræði til um ofbeldi gegn konum og stúlkum í Afganistan síðustu ár. Það sé erfitt fyrir UN Women að safna þessum upplýsingum án þess að stofna þeim í hættu og sitjandi stjórnvöld safni þessum upplýsingum heldur ekki. „En við vitum að á krepputímum eykst kynbundið ofbeldi. Við höfum séð það í viðbrögðum við jarðskjálftum og á öðrum svæðum þar sem konur verða fyrir meira ofbeldi vegna álags og spennu sem fjölskyldur búa við. Það er mjög líklegt að það hafi aukist. Og líkt og í COVID-faraldrinum, þegar fólk var fast heima og komst ekki út, sáum við um allan heim það sem Sameinuðu þjóðirnar kölluðu skuggafaraldur heimilisofbeldis sem jókst vegna álags og spennu og vegna þess að fólk var fast á sama stað hvert með öðru og komst ekki út. Þannig að ég er viss um að það hafi orðið aukning í ofbeldi á þessu tímabili.“ Sjá einnig: Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mikilvægt að vinna með samtökum sem konur stýra Susan segir eitt af því mikilvægasta sem UN Women geri í Afganistan sé að vinna með frjálsum félagasamtökum sem er stýrt af konum. „Þrátt fyrir að þetta sé oft mjög erfitt, viðkvæmt og í raun hættulegt starf sem þær vinna, þá halda þær ótrauðar áfram og eru enn á vettvangi. Þær veita enn öðrum konum þjónustu og halda áfram að fóta sig í þessu erfiða umhverfi. Ég held að skilaboðin til ríkisstjórna um allan heim séu í raun að halda áfram að styðja við slík samtök,“ segir Susan. Bæði vegna þess hve mikilvæg þjónustan er en einnig vegna þess að það er svo erfitt fyrir konur að vera í vinnu og fara út fyrir heimilið. Með þátttöku í slíkum samtökum gefst þeim tækifæri til að geta enn tekið þátt að einhverju leyti í einhvers konar opinberu rými. „Það er mikilvægt fyrir þær og það er mikilvægt fyrir landið vegna þess að þær veita öðrum konum og stúlkum þessa nauðsynlegu þjónustu. Það er mikilvægt fyrir Afganistan, þegar allt kemur til alls, vegna þess að það er mikilvægt fyrir konur að geta aflað tekna til að leggja sitt af mörkum til efnahagslífs landsins.“ Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women, sagði frá því í sumar að nær helmingur kvennasamtaka sem styðja konur í neyð væri í hættu að hætta starfsemi á næstu sex mánuðum í kjölfar alþjóðlegs niðurskurðar í fjárstuðningi. Susan segir allan niðurskurð, sama hversu lítill eða stór hann er, geta haft alvarleg áhrif og að sama skapi skipti öll framlög miklu máli, sama hversu lítil eða stór þau eru. Áhugi og fjármagn skipti miklu máli „Ég tel að hver einasti dropi af fjármagni skipti gríðarlega miklu máli. En þetta snýst um meira en bara fjármagnið,“ segir Susan og að áhugi íslenskra stjórnvalda skipti einnig gríðarlegu máli. „Sú staðreynd að þið hafið áhuga er svo mikilvæg fyrir kerfi Sameinuðu þjóðanna, en líka fyrir konur og stúlkur í Afganistan. Það er svo mikilvægt fyrir þær að vita að heimurinn hafi ekki gleymt þeim. Ég veit að Ísland er mjög virkur þátttakandi í fjölþjóðlegum málefnum, og einnig innan UN Women. Við kunnum því virkilega að meta allt sem þið getið gert til að eiga í samræðum, taka þátt í samræðum um stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan og fyrir íbúa Afganistans.“ Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða fyrr í þessum mánuði ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan. Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle. Susan segir þetta gott dæmi um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa nýtt diplómatískt vald sitt í þágu kvenna og stúlkna í Afganistan. Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. 20. desember 2022 23:19 Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála. 7. maí 2022 17:16 Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. 28. mars 2022 08:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Þær mega ekki ferðast án karlkyns forráðamanns eða mahram, mega ekki sækja almenningsgarða eða önnur almenningsrými og raddir þeirra mega ekki heyrast utan veggja heimilisins. „Stjórnvöld hafa síðustu ár gefið út röð tilskipana sem sérstaklega takmarka líf kvenna. Í fyrra voru til dæmis kynnt nú lög, um forvarnir gegn löstum og til verndar dyggðum, sem voru mjög nákvæm um ákveðna hluti sem konur mega nú gera eða ekki gera.“ Samkvæmt lögunum hafi verið settir á eftirlitsmenn sem sjá til þess að konur fari eftir ákveðnum klæðaburðarreglum og hagi lífi sínu á kveðinn máta. Það hafi gert líf kvenna afar erfitt. Konur mega ekki fara út meðal fólks nema í ákveðnum klæðnaði og mega aðeins sinna ákveðnum verkefnum. Hér má sjá konur í frístundamiðstöð. Un Women „Þetta er eitt, en svo er líka vaxandi fátækt í landinu, dánartíðni mæðra hefur aukist og vannæring hefur aukist. Allt þetta samanlagt hefur reynst öllum í landinu mjög erfitt, en sérstaklega konum og stúlkum,“ segir Susan. Bannið muni hafa áhrif á næstu kynslóðir Hún segir það löngu ljóst að bann Talíbana á að stelpur og konur fái að fara í skóla og framhaldsnám muni hafa veruleg langvarandi áhrif. „Það hefur líka haft, og mun hafa, áhrif á heilar kynslóðir hvað varðar tækifæri fyrir konur og stelpur í landinu ef þær geta ekki fengið almennilega menntun.“ Susan segist reglulega hitta ungar konur sem eigi verulega erfitt með þetta bann. „Þær finna sárlega fyrir þessum missi. Svo margar ungar konur glíma við andlega vanlíðan því sumar þessara ungu kvenna höfðu lokið grunnskólagöngu og voru í námi en þurftu svo að hætta og eru nú heima að vefa teppi því þær fá ekki vinnu, því þær mega ekki ljúka sínu námi. Þetta er mjög erfitt.“ Susan segir marga foreldra í Afganistan sérstaklega hafa áhyggjur af þessu og óttast að afleiðingin verði sú að börnin þeirra hafi ekki sömu tækifæri og þau höfðu. Susan segir þetta hafa verið staðfest í nýrri könnun sem UN Women framkvæmdi með því að ræða við þúsund konur og þúsund karlmenn um allt land í Afganistan. „Þessi stefna að stúlkur fái ekki að ganga í skóla er óvinsæl. Jafnvel á íhaldssömustu svæðum landsins vilja að minnsta kosti 87 prósent karla sem við tókum viðtal við að dætur þeirra gangi í skóla. Þannig þetta er mjög óvinsæl stefna og ég held að fjölskyldur sjái hvaða áhrif hún hefur á líf barna þeirra.“ Hún segir vandann fjölþættan og hafa víðtæk áhrif. Sem dæmi hafi UNESCO greint frá því að fjarvera stúlkna hafi einnig dregið úr skólasókn drengja. Þá hafi það einnig mikil áhrif að fjöldi kvenkyns kennara hafi horfið frá störfum því konur mega ekki kenna börnum þegar þau eru komin á ákveðinn aldur. Sjá einnig: Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Ólíklegt að Talíbanar afnemi bannið Hún telur litlar líkur á því að þó svo að þessi stefna sé óvinsæl að Talíbanar hverfi frá henni. „Þeir segja reglulega að þeir séu að vinna í því, en Talíbanar hafa ekki afturkallað neinar tilskipanir sem þeir hafa sett á. Engin þeirra hefur verið afturkölluð. Þannig að þótt það sé einhvers konar umræða um að þeir séu að vinna í málinu og að hlutirnir muni breytast með tímanum höfum við ekki séð neinar sannanir fyrir því.“ Susan segir það raunverulegan ótta kvenna í Afganistan að þær gleymist undir stjórn Talíbana. Hún heyri það bæði þegar hún er á vettvangi og frá kvenkyns starfsfólki UN Women sem getur ekki farið á skrifstofuna til að vinna um þessar mundir. „Það er annað bann sem við erum að kljást við. Margar þeirra hafa sagt að þeim finnist þær gleymdar. Heimurinn hafi gleymt þeim, og ég held að það sé mjög auðvelt að sjá hvers vegna. Afganistan hefur á margan hátt hreinlega gleymst. Aðrar, bráðari krísur hafa skyggt á ástandið á meðan þessi krísa hefur staðið yfir í nokkurn tíma,“ segir Susan og að þess vegna sé mikilvægt að halda áfram að varpa ljósi á krísuna í Afganistan. „Það er virkilega mikilvægt að hafa í huga að Afganistan er enn að þjást vegna alvarlegrar mannréttindakrísu og þar er svo sannarlega krísa þegar kemur að réttindum kvenna.“ Árleg FO-herferð UN Women á Íslandi styður við verkefni UN Women í Afganistan í ár. Í tilefni af þessu átaki söfnuðu samtökin saman tilvitnunum í afganskar konur þar sem þær fjalla um líf sitt og breytingarnar á því síðustu ár. „Skilaboð mín til heimsins eru þessi: Ekki gleyma afgönskum konum. Afganskar konur eru hugrakkar, óhræddar og harðduglegar. Þær eiga rétt til lífs. Þær mega ekki vera gerðar að peðum í pólitískum leik,“ segir hin 28 ára gamla Fatima, ein kvennanna. Á þeim tíma sem fréttamaður reyndi að skipuleggja viðtalið við Susan varð stór jarðskjálfti í Afganistan sem hafði veruleg áhrif á allt hjálparstarf auk þess sem Talíbanar lokuðu á bæði Internet og símasamband í tvo daga. „Það eru líka náttúruhamfarir sem gera líf fólks mun erfiðara. Þannig það er ekki annað hægt en að draga upp svarta mynd af lífi kvenna í Afganistan,“ segir Susan. Susan segir starf UN Women hafa orðið fyrir verulegum áhrifum þegar Talíbanar lokuðu á bæði Internet og símasamband í landinu í 48 klukkustundir, frá 29. september til 1. október. 30 mínútna fyrirvari á internetlokun Viku síðar viðurkenndu þeir að hafa sett á ýmsar takmarkanir á notkun fólks á ýmsum samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram. „Við fengum 30 mínútna fyrirvara um að það ætti að rjúfa ljósleiðaratenginguna um allt landið. Þannig að við, og nú er ég bara að tala um starfsfólkið hér, höfðum 30 mínútur til að láta fjölskyldur okkar erlendis vita af þessu, að þær myndu ekki geta haft samband við okkur. Og auðvitað þurftum við líka að tryggja að starfsfólkið okkar væri eins vel undirbúið og mögulegt var, og það er takmarkað hvað hægt er að gera á 30 mínútum,“ segir Susan. Þetta hafi þannig verið verulega streituvaldandi aðstæður í aðdraganda og svo hafi næstu tveir dagar verið mjög erfiðir og einkennst af mikilli óvissu, sérstaklega fyrir konur sem starfa fyrir Un Women. „Á einum tímapunkti var flugvellinum líka lokað. Þannig að við upplifðum okkur afar einangruð. Ég veit að starfsfólkið okkar, sérstaklega kvenkyns starfsmenn sem vinna hvort eð er heima, upplifði mikinn ótta og áhyggjur af því sem var að gerast í landinu.“ Engin leið hafi verið á þessum tíma til að hafa samband við þær því það var ekki einu sinni möguleiki að biðja karlmennina sem starfa fyrir samtökin að athuga með þær því það hefði getað sett þær í hættu. Í lok ágúst varð jarðskjálfti af stærð 6 í austurhluta Afganistan, nærri landamærum við Pakistan. Rúm tvö þúsund létu lífið í skjálftanum og þúsundir misstu heimili sín. Susan segir að þjónusta hafi getað haldið áfram á jarðskjálftasvæðinu þegar lokað var á Internet og símasamband, en hafi verið mun erfiðari. „Því við vorum treg til að leyfa kvenkyns starfsmönnum okkar að fara í vettvangsferðir án þess að geta haft samband við neinn ef þær lentu í vanda. Þannig að þetta hafði bein áhrif á það hvað konur gátu gert á þessum tíma,“ segir Susan. Auk þess verði hluti viðbragða að vera leidd af konum því aðeins konur megi veita öðrum konum stuðning í Afganistan undir stjórn Talíbana. „Það er miklu erfiðara fyrir karla að gera það. Þannig að þjónustan hélt áfram en hún varð vissulega fyrir áhrifum.“ Susan segir það á sama tíma hlutverk Sameinuðu þjóðanna og stofnanna þeirra að geta brugðist við og aðlagast aðstæðum hratt. „Síðan ég kom til Afganistans hef ég séð Sameinuðu þjóðirnar upp á sitt besta. Það er ótrúlegt hversu fljótt SÞ geta komið þjónustu á vettvang, til dæmis í viðbrögðum við jarðskjálftanum. Þúsundum tjalda var dreift innan 24 klukkustunda, matvælum var dreift, örugg svæði fyrir börn voru sett upp, sálfélagsleg ráðgjafarþjónusta var sett upp. Allt var þetta gert ákaflega hratt á mjög afskekktum stað sem erfitt er að komast að.“ Susan segir Sameinuðu þjóðirnar sem starfa í Afganistan nú undirbúa sig fyrir það að aftur komi til slíks sambandsleysis. Í fréttum hefur verið greint frá því að Talíbanar hafi í október lokað á ákveðna samfélagsmiðla. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna segir þetta alvarlegt brot á mannréttindum Afgana, tjáningarfrelsi þeirra og rétti þeirra til upplýsinga. Eitt af því sem UN Women hafði sérstakar áhyggjur af á meðan Internet- og símasambandsleysinu stóð var að opin símalína fyrir þolendur kynbundins ofbeldis var lokuð. Susan segir enga tölfræði til um ofbeldi gegn konum og stúlkum í Afganistan síðustu ár. Það sé erfitt fyrir UN Women að safna þessum upplýsingum án þess að stofna þeim í hættu og sitjandi stjórnvöld safni þessum upplýsingum heldur ekki. „En við vitum að á krepputímum eykst kynbundið ofbeldi. Við höfum séð það í viðbrögðum við jarðskjálftum og á öðrum svæðum þar sem konur verða fyrir meira ofbeldi vegna álags og spennu sem fjölskyldur búa við. Það er mjög líklegt að það hafi aukist. Og líkt og í COVID-faraldrinum, þegar fólk var fast heima og komst ekki út, sáum við um allan heim það sem Sameinuðu þjóðirnar kölluðu skuggafaraldur heimilisofbeldis sem jókst vegna álags og spennu og vegna þess að fólk var fast á sama stað hvert með öðru og komst ekki út. Þannig að ég er viss um að það hafi orðið aukning í ofbeldi á þessu tímabili.“ Sjá einnig: Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mikilvægt að vinna með samtökum sem konur stýra Susan segir eitt af því mikilvægasta sem UN Women geri í Afganistan sé að vinna með frjálsum félagasamtökum sem er stýrt af konum. „Þrátt fyrir að þetta sé oft mjög erfitt, viðkvæmt og í raun hættulegt starf sem þær vinna, þá halda þær ótrauðar áfram og eru enn á vettvangi. Þær veita enn öðrum konum þjónustu og halda áfram að fóta sig í þessu erfiða umhverfi. Ég held að skilaboðin til ríkisstjórna um allan heim séu í raun að halda áfram að styðja við slík samtök,“ segir Susan. Bæði vegna þess hve mikilvæg þjónustan er en einnig vegna þess að það er svo erfitt fyrir konur að vera í vinnu og fara út fyrir heimilið. Með þátttöku í slíkum samtökum gefst þeim tækifæri til að geta enn tekið þátt að einhverju leyti í einhvers konar opinberu rými. „Það er mikilvægt fyrir þær og það er mikilvægt fyrir landið vegna þess að þær veita öðrum konum og stúlkum þessa nauðsynlegu þjónustu. Það er mikilvægt fyrir Afganistan, þegar allt kemur til alls, vegna þess að það er mikilvægt fyrir konur að geta aflað tekna til að leggja sitt af mörkum til efnahagslífs landsins.“ Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women, sagði frá því í sumar að nær helmingur kvennasamtaka sem styðja konur í neyð væri í hættu að hætta starfsemi á næstu sex mánuðum í kjölfar alþjóðlegs niðurskurðar í fjárstuðningi. Susan segir allan niðurskurð, sama hversu lítill eða stór hann er, geta haft alvarleg áhrif og að sama skapi skipti öll framlög miklu máli, sama hversu lítil eða stór þau eru. Áhugi og fjármagn skipti miklu máli „Ég tel að hver einasti dropi af fjármagni skipti gríðarlega miklu máli. En þetta snýst um meira en bara fjármagnið,“ segir Susan og að áhugi íslenskra stjórnvalda skipti einnig gríðarlegu máli. „Sú staðreynd að þið hafið áhuga er svo mikilvæg fyrir kerfi Sameinuðu þjóðanna, en líka fyrir konur og stúlkur í Afganistan. Það er svo mikilvægt fyrir þær að vita að heimurinn hafi ekki gleymt þeim. Ég veit að Ísland er mjög virkur þátttakandi í fjölþjóðlegum málefnum, og einnig innan UN Women. Við kunnum því virkilega að meta allt sem þið getið gert til að eiga í samræðum, taka þátt í samræðum um stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan og fyrir íbúa Afganistans.“ Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða fyrr í þessum mánuði ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan. Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle. Susan segir þetta gott dæmi um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa nýtt diplómatískt vald sitt í þágu kvenna og stúlkna í Afganistan.
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. 20. desember 2022 23:19 Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála. 7. maí 2022 17:16 Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. 28. mars 2022 08:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. 20. desember 2022 23:19
Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála. 7. maí 2022 17:16
Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. 28. mars 2022 08:49