Erlent

Halda æfingu fyrir finnska þing­menn í neyðar­skýli

Kjartan Kjartansson skrifar
Finnska þinghúsið í miðborg Helsinki. Undir því er neyðarskýli þar sem er meðal annars hægt að halda þingfundi ef aðstæður krefja.
Finnska þinghúsið í miðborg Helsinki. Undir því er neyðarskýli þar sem er meðal annars hægt að halda þingfundi ef aðstæður krefja. Vísir/EPA

Finnskir þingmenn verða í fyrsta skipti látnir æfa að nota neyðarskýli í kjallara þinghússins í Helsinki í vetur. Aukin áhersla hefur verið lögð á ýmis konar neyðarviðbúnað á Norðulöndum undanfarin misseri, ekki síst vegna vaxandi fjölþáttaógnar frá Rússlandi.

Varaþingsalur þar sem hægt er að halda þingfundi við óvenjulegar aðstæður eins og á stríðstímum er í neyðarskýlinu sem var byggt þegar þinghúsið var gert upp árið 2014. Þetta verður í fyrsta skipti sem þingmenn fá þjálfun í að nota skýlið.

Paula Risikko, varaforseti þingsins, segir finnsku fréttaveitunni USU að æfingin sé liður í víðtækari áætlun um viðbúnað við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. Áhyggjur af slíku hafa aukist verulega eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins sem vitnar í USU.

Rússar há nú óhefðbundinn hernað gegn vestrænum ríkjum, meðal annars með ýmis konar skemmdarverkum og upplýsingahernaði.

Finnar, sem deila meira en 1.300 kílómetra löngum landamærum með Rússum, hafa fundið sterkar fyrir ógninni en flestar aðrar þjóðir. Viðvarandi gervihnattatruflanir hafa verið við Finnlandsflóa en Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir svonefnda skuggaflota síns. Það er floti skipa sem Rússar nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir og fremja skemmdarverk.

Skip sem er talið tilheyra skuggaflotanum sleit nokkra við Finnland um síðustu jól. Finnskur dómstóll vísaði ákæru gegn stjórnenendum skipsins frá á þeim forsendum að finnska saksóknara skorti lögsögu yfir þeim þar sem brotið hefði verið framið á alþjóðlegu hafsvæði.. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×