Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. október 2025 07:02 Erla Símonardóttir, stofnandi og framkvæmdsatjóri Bella Books, hefur starfað við fjármál og bókhald í yfir tuttugu ár. Lengi vel beið hún sjálf eftir þeim lausnum sem gervigreindin Bella sér nú um í bókhaldi fyrirtækja sem nota DK bókhaldskerfið. Vísir/Anton Brink „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. „En stefnum á að fara með okkar lausn erlendis og horfum því á fleiri leiðandi bókhaldskerfi á hverjum stað,“ segir Erla og nefnir kerfi eins og DATEV eða BMD. „Ég var sjálf búin að vera að bíða eftir svona lausnum í nokkur ár. Því það var alltaf verið að tala um að bókhaldið yrði sjálfvirknivætt en þó var það þannig að lausnirnar voru ekkert endilega að sýna sig. Nema fyrirtæki þurfa þá að skipta um bókhaldskerfi sem fæstir vilja gera,“ segir Erla. Erla segist upplifa mikinn áhuga á Bellu. Frá bæði bókurum og fyrirtækjum. „Flestir vilja gefa bókurum meiri tíma til að geta litið upp yfir daginn og nýtt tímann sinn í önnur verkefni en innslátt á gögnum. Til dæmis að lesa úr gögnum og greina þau, skoða heildarmyndina. Fyrir utan tímasparnað felast því mörg önnur tækifæri í þessu fyrir bókara.“ Það sem gervigreindarlausnin Bella gerir Gervigreindinni Bellu er augljóslega margt til listanna lagt. Þó er hún aðeins að taka byrjunarskrefin sín og segir Erla prófanir með bókurum og fyrirtækjum standa yfir núna. En hvað gerir Bella í bókhaldinu? „Í okkar tilfelli ákváðum við að fá gervigreindina til að sjá um að skrá og bóka reikninga en þetta er vinna sem er að mestu handvirk í dag í DK-bókhaldi,“ segir Erla og útskýrir: „Í dag eyða bókarar miklum tíma í að slá inn hvern reikning og skrá handvirkt. Þetta er endurtekin og tímafrek vinna sem ný tækni, eins og Bella, getur nú séð um sjálfvirkt og áreiðanlega.“ Erla segir tímasparnaðinn einan og sér vera gífurlegan. Þarna sparar notkun á Bellu um það bil heilan vinnudag í innsláttarvinnu. Bókarinn kemur þó að verkefninu áfram en í staðinn fyrir að vera upptekinn í innslætti, felst vinna bókarans nú í að gefa sér hálftíma í að yfirfara og samþykkja það sem Bella hefur sett upp.“ Í grunninn snýst þetta alltaf um samstarf manneskjunnar og gervigreindarinnar í vinnunni. Bella tekur að sér það leiðinlega og endurtekna en bókarinn heldur áfram að sjá til þess að allt sé rétt og faglegt. „Við þurfum svolítið að stýra gervigreindinni,“ segir Erla þegar hún lýsir þessu samstarfi. Erla segir næstu skref Bellu verða afstemmingar. „Að stemma af lánadrottna og að sjá um kreditkortin,“ nefnir hún sem dæmi. „Á endanum mun gervigreindin geta séð um verkefni eins og ársreikninga. En áður en hún fer að ráða við það, þarf hún að læra að gera svo margt annað.“ Erla segir sérstöðu Bella Books meðal annars felast í því að fyrirtæki þurfi ekki að skipta um bókhaldskerfi eða ráðast í dýra innleiðingu. Bella sé einfaldlega gervigreind í skýinu sem fari strax að vinna.Vísir/Anton Brink Bella í skýinu Erla er sjálf öllum hnútum í bókhaldi kunnug. Búin að starfa í fjármálum og bókhaldi í um tuttugu ár. „Ég lauk meistaraprófi í reikningshaldi og endurskoðun og byrjaði að vinna hjá Deloitte árið 2005 þegar ég var í háskólanum,“ segir Erla. „Mér bauðst síðan starf hjá slitastjórn Kaupþings og árið 2015 fjármálastjórastarf hjá Búseta. Þar fór ég að grúska í öllu niður í grunninn og það er því fátt í bókhaldi sem ég ekki þekki. Allt frá bókhaldsfærslunum sjálfum að ársreikningagerðinni,“ segir Erla. Sem rak líka sína eigin bókhaldsþjónustu árin fyrir Covid. Erla segir endurtekin verk mörgl í bókhaldi. „Árið 2018 hélt ég reyndar að nú væri þetta að koma. Enda man ég eftir því að til dæmis á fjármálastjóradeginum árið 2017 var verið að sýna hvernig ný tækni myndi gera svo mörg verk sjálfvirknivædd,“ segir Erla en bætir við: „Því fyrst var meira talað um sjálfvirknivæðingu en nú er gervigreindin komin og því meira rætt um hana núna.“ Erla segir tækniframfarir í bókhaldi hafa verið ýmsar á síðustu árum. „En flestar þeirra kalla á að fyrirtæki þurfa að skipta um bókhaldskerfi eða fjárfesti í dýrum innleiðingum á sjálfvirknivæðingu.“ Sem henni fannst ekki nægilega gott. Vitandi að svo margir vilja helst ekki ráðast í þess lags breytingar. „Annað sem við höfum líka gert er að þótt fyrirtæki taki upp Bella Books með sínum DK kerfum, þá þarf ekki að innleiða neitt. Bella tengist og byrjar að vinna.“ Enda er Bella gervigreindarlausn í skýinu. „DK bókhaldskerfið er þekkt á Íslandi en í öðrum löndum eru það önnur kerfi sem teljast leiðandi. Til dæmis er DATEV leiðandi kerfið í Þýskalandi. Um leið og við komumst inn á þann markað, erum við að tala um milljónir notenda,“ nefnir Erla sem dæmi um hversu stór tækifærin geta verið fyrir nýsköpun eins og Bellu. En skiptir tíminn ekki miklu máli; eru ekki fleiri aðilar úti í heimi að búa til svona lausnir? „Jú, tíminn skiptir miklu máli og þess vegna skiptir máli núna að spýta í lófana. Við erum til dæmis að bæta í okkar teymi, sækja um styrki hjá Tækniþróunarsjóði, fjármagn hjá Kríu nýsköpunarsjóði og hitta fjárfesta,“ segir Erla og bætir við: „Okkur finnst líka miklu skipta að Evrópa eignist sínar lausnir. Því í Bandaríkjunum er verið að vinna að mjög mörgum gervigreindarlausnum fyrir bókhaldið en að okkar mati er það styrkur fyrir Evrópu að þróa líka sínar eigin lausnir.“ Erla segir ríflega þrjátíu þúsund notendur af DK kerfinu á Íslandi. Þess vegna hafi það orðið fyrir valinu sem fyrsta kerfið til að vinna með. Erlendis séu önnur kerfi leiðandi og þá séu notendur oft taldir í milljónum. Bella Books horfir sérstaklega til Evrópu sem markaðssvæði.Vísir/Anton Brink Stór tækifæri og skemmtileg vinna Erla segir öll lönd vera með sínar útfærslur og regluverk sem þurfi að taka tillit til. Það sé því ekki þannig að ein lausn sé smíðuð og henti fyrir alla markaði. Lausnir þurfi að aðlaga að hverju og einu svæði. „Styrkleikinn okkar felst hins vegar í því að Bella Books er ekki bókhaldskerfi sem fyrirtæki þurfa að fara að nota til að nýta sér gervigreindina, heldur lausn sem styðst við þeirra bókhaldskerfi. Á Íslandi munu notendur DK bókhaldskerfisins geta nýtt Bellu sem hugbúnaðarlausn í skýinu.“ Erla segir demó útgáfuna tilbúna og nú standi sú vinna yfir að fá endurgjöf frá bókurum og fyrirtækjum. „Við erum nú þegar byrjuð að vinna með bókurum, fasteignafélagi, stóru verktakafyrirtæki og fleirum sem nota DK bókhaldskerfið. En allt eru þetta aðilar sem eru að horfa til lausna sem geta sparað þeim handavinnuna. Hvar sæir þú fyrir þér að Bella Books væri stödd eftir til dæmis tvö til þrjú ár? „Ég sæi fyrir mér að Bella væri þá þegar komin til nokkurra landa, með mörg þúsund viðskiptavini. Jafnvel tugþúsundir.“ En hvernig var að fara úr frekar öruggu umhverfi starfa í fjármálum og bókhaldi yfir í að verða sproti í nýsköpun? „Það er alveg margt sem fylgir því sem kallast að fara út fyrir þægindarrammann,“ segir Erla og hlær. Sem segir þó miklu hjálpa að eiginmaður hennar taki þátt í verkefninu, Jói Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel; nýsköpunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2015 og var þá þegar farið að hasla sér völl víða erlendis þegar Atvinnulífið tók forsvarsmenn fyrirtækisins tali árið 2021. „Jói forritar og við erum núna að leita að öðrum forritara til að vinna með honum,“ segir Erla en þess má geta að Jói starfaði til dæmis í áratug hjá Google í Kanada. En hvað með mannlegu hliðina; eruð þið þá alltaf að vinna? „Já það má segja það,“ segir Erla og hlær. „Til dæmis tókum við þátt í Startup SuperNova hraðlinum fyrir stuttu og svona starfsemi og nýsköpun kallar á marga fundi og kynningar,“ segir Erla en bætir við: „Við erum því oftar en ekki með tölvurnar uppi heima að vinna. En pössum okkur líka á því að taka okkur hlé. Mætum til dæmis alltaf í ræktina og sinnum börnunum sex í fjölskyldunni okkar.“ Það sem Erla segir þó standa upp úr sé hversu gefandi það er, að ráðast í þróun á lausn eins og Bella Books. „Þetta er rosalega skemmtilegt og spennandi. Það að gera eitthvað á þínum forsendum er bæði erfitt og gefandi í senn og auðvitað koma alveg dagar þar sem maður hugsar: Æi, á maður ekki bara að ráða sig í vinnu einhversstaðar. En heilt yfir er þetta þó þannig að mér finnst í raun vinnan mín við Bella Books skemmtilegasta og mest gefandi vinna sem ég hef nokkurn tíma verið í og ég myndi alls ekki vilja vera að gera neitt annað.“ Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
„En stefnum á að fara með okkar lausn erlendis og horfum því á fleiri leiðandi bókhaldskerfi á hverjum stað,“ segir Erla og nefnir kerfi eins og DATEV eða BMD. „Ég var sjálf búin að vera að bíða eftir svona lausnum í nokkur ár. Því það var alltaf verið að tala um að bókhaldið yrði sjálfvirknivætt en þó var það þannig að lausnirnar voru ekkert endilega að sýna sig. Nema fyrirtæki þurfa þá að skipta um bókhaldskerfi sem fæstir vilja gera,“ segir Erla. Erla segist upplifa mikinn áhuga á Bellu. Frá bæði bókurum og fyrirtækjum. „Flestir vilja gefa bókurum meiri tíma til að geta litið upp yfir daginn og nýtt tímann sinn í önnur verkefni en innslátt á gögnum. Til dæmis að lesa úr gögnum og greina þau, skoða heildarmyndina. Fyrir utan tímasparnað felast því mörg önnur tækifæri í þessu fyrir bókara.“ Það sem gervigreindarlausnin Bella gerir Gervigreindinni Bellu er augljóslega margt til listanna lagt. Þó er hún aðeins að taka byrjunarskrefin sín og segir Erla prófanir með bókurum og fyrirtækjum standa yfir núna. En hvað gerir Bella í bókhaldinu? „Í okkar tilfelli ákváðum við að fá gervigreindina til að sjá um að skrá og bóka reikninga en þetta er vinna sem er að mestu handvirk í dag í DK-bókhaldi,“ segir Erla og útskýrir: „Í dag eyða bókarar miklum tíma í að slá inn hvern reikning og skrá handvirkt. Þetta er endurtekin og tímafrek vinna sem ný tækni, eins og Bella, getur nú séð um sjálfvirkt og áreiðanlega.“ Erla segir tímasparnaðinn einan og sér vera gífurlegan. Þarna sparar notkun á Bellu um það bil heilan vinnudag í innsláttarvinnu. Bókarinn kemur þó að verkefninu áfram en í staðinn fyrir að vera upptekinn í innslætti, felst vinna bókarans nú í að gefa sér hálftíma í að yfirfara og samþykkja það sem Bella hefur sett upp.“ Í grunninn snýst þetta alltaf um samstarf manneskjunnar og gervigreindarinnar í vinnunni. Bella tekur að sér það leiðinlega og endurtekna en bókarinn heldur áfram að sjá til þess að allt sé rétt og faglegt. „Við þurfum svolítið að stýra gervigreindinni,“ segir Erla þegar hún lýsir þessu samstarfi. Erla segir næstu skref Bellu verða afstemmingar. „Að stemma af lánadrottna og að sjá um kreditkortin,“ nefnir hún sem dæmi. „Á endanum mun gervigreindin geta séð um verkefni eins og ársreikninga. En áður en hún fer að ráða við það, þarf hún að læra að gera svo margt annað.“ Erla segir sérstöðu Bella Books meðal annars felast í því að fyrirtæki þurfi ekki að skipta um bókhaldskerfi eða ráðast í dýra innleiðingu. Bella sé einfaldlega gervigreind í skýinu sem fari strax að vinna.Vísir/Anton Brink Bella í skýinu Erla er sjálf öllum hnútum í bókhaldi kunnug. Búin að starfa í fjármálum og bókhaldi í um tuttugu ár. „Ég lauk meistaraprófi í reikningshaldi og endurskoðun og byrjaði að vinna hjá Deloitte árið 2005 þegar ég var í háskólanum,“ segir Erla. „Mér bauðst síðan starf hjá slitastjórn Kaupþings og árið 2015 fjármálastjórastarf hjá Búseta. Þar fór ég að grúska í öllu niður í grunninn og það er því fátt í bókhaldi sem ég ekki þekki. Allt frá bókhaldsfærslunum sjálfum að ársreikningagerðinni,“ segir Erla. Sem rak líka sína eigin bókhaldsþjónustu árin fyrir Covid. Erla segir endurtekin verk mörgl í bókhaldi. „Árið 2018 hélt ég reyndar að nú væri þetta að koma. Enda man ég eftir því að til dæmis á fjármálastjóradeginum árið 2017 var verið að sýna hvernig ný tækni myndi gera svo mörg verk sjálfvirknivædd,“ segir Erla en bætir við: „Því fyrst var meira talað um sjálfvirknivæðingu en nú er gervigreindin komin og því meira rætt um hana núna.“ Erla segir tækniframfarir í bókhaldi hafa verið ýmsar á síðustu árum. „En flestar þeirra kalla á að fyrirtæki þurfa að skipta um bókhaldskerfi eða fjárfesti í dýrum innleiðingum á sjálfvirknivæðingu.“ Sem henni fannst ekki nægilega gott. Vitandi að svo margir vilja helst ekki ráðast í þess lags breytingar. „Annað sem við höfum líka gert er að þótt fyrirtæki taki upp Bella Books með sínum DK kerfum, þá þarf ekki að innleiða neitt. Bella tengist og byrjar að vinna.“ Enda er Bella gervigreindarlausn í skýinu. „DK bókhaldskerfið er þekkt á Íslandi en í öðrum löndum eru það önnur kerfi sem teljast leiðandi. Til dæmis er DATEV leiðandi kerfið í Þýskalandi. Um leið og við komumst inn á þann markað, erum við að tala um milljónir notenda,“ nefnir Erla sem dæmi um hversu stór tækifærin geta verið fyrir nýsköpun eins og Bellu. En skiptir tíminn ekki miklu máli; eru ekki fleiri aðilar úti í heimi að búa til svona lausnir? „Jú, tíminn skiptir miklu máli og þess vegna skiptir máli núna að spýta í lófana. Við erum til dæmis að bæta í okkar teymi, sækja um styrki hjá Tækniþróunarsjóði, fjármagn hjá Kríu nýsköpunarsjóði og hitta fjárfesta,“ segir Erla og bætir við: „Okkur finnst líka miklu skipta að Evrópa eignist sínar lausnir. Því í Bandaríkjunum er verið að vinna að mjög mörgum gervigreindarlausnum fyrir bókhaldið en að okkar mati er það styrkur fyrir Evrópu að þróa líka sínar eigin lausnir.“ Erla segir ríflega þrjátíu þúsund notendur af DK kerfinu á Íslandi. Þess vegna hafi það orðið fyrir valinu sem fyrsta kerfið til að vinna með. Erlendis séu önnur kerfi leiðandi og þá séu notendur oft taldir í milljónum. Bella Books horfir sérstaklega til Evrópu sem markaðssvæði.Vísir/Anton Brink Stór tækifæri og skemmtileg vinna Erla segir öll lönd vera með sínar útfærslur og regluverk sem þurfi að taka tillit til. Það sé því ekki þannig að ein lausn sé smíðuð og henti fyrir alla markaði. Lausnir þurfi að aðlaga að hverju og einu svæði. „Styrkleikinn okkar felst hins vegar í því að Bella Books er ekki bókhaldskerfi sem fyrirtæki þurfa að fara að nota til að nýta sér gervigreindina, heldur lausn sem styðst við þeirra bókhaldskerfi. Á Íslandi munu notendur DK bókhaldskerfisins geta nýtt Bellu sem hugbúnaðarlausn í skýinu.“ Erla segir demó útgáfuna tilbúna og nú standi sú vinna yfir að fá endurgjöf frá bókurum og fyrirtækjum. „Við erum nú þegar byrjuð að vinna með bókurum, fasteignafélagi, stóru verktakafyrirtæki og fleirum sem nota DK bókhaldskerfið. En allt eru þetta aðilar sem eru að horfa til lausna sem geta sparað þeim handavinnuna. Hvar sæir þú fyrir þér að Bella Books væri stödd eftir til dæmis tvö til þrjú ár? „Ég sæi fyrir mér að Bella væri þá þegar komin til nokkurra landa, með mörg þúsund viðskiptavini. Jafnvel tugþúsundir.“ En hvernig var að fara úr frekar öruggu umhverfi starfa í fjármálum og bókhaldi yfir í að verða sproti í nýsköpun? „Það er alveg margt sem fylgir því sem kallast að fara út fyrir þægindarrammann,“ segir Erla og hlær. Sem segir þó miklu hjálpa að eiginmaður hennar taki þátt í verkefninu, Jói Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel; nýsköpunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2015 og var þá þegar farið að hasla sér völl víða erlendis þegar Atvinnulífið tók forsvarsmenn fyrirtækisins tali árið 2021. „Jói forritar og við erum núna að leita að öðrum forritara til að vinna með honum,“ segir Erla en þess má geta að Jói starfaði til dæmis í áratug hjá Google í Kanada. En hvað með mannlegu hliðina; eruð þið þá alltaf að vinna? „Já það má segja það,“ segir Erla og hlær. „Til dæmis tókum við þátt í Startup SuperNova hraðlinum fyrir stuttu og svona starfsemi og nýsköpun kallar á marga fundi og kynningar,“ segir Erla en bætir við: „Við erum því oftar en ekki með tölvurnar uppi heima að vinna. En pössum okkur líka á því að taka okkur hlé. Mætum til dæmis alltaf í ræktina og sinnum börnunum sex í fjölskyldunni okkar.“ Það sem Erla segir þó standa upp úr sé hversu gefandi það er, að ráðast í þróun á lausn eins og Bella Books. „Þetta er rosalega skemmtilegt og spennandi. Það að gera eitthvað á þínum forsendum er bæði erfitt og gefandi í senn og auðvitað koma alveg dagar þar sem maður hugsar: Æi, á maður ekki bara að ráða sig í vinnu einhversstaðar. En heilt yfir er þetta þó þannig að mér finnst í raun vinnan mín við Bella Books skemmtilegasta og mest gefandi vinna sem ég hef nokkurn tíma verið í og ég myndi alls ekki vilja vera að gera neitt annað.“
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00
Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04
Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01