Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar 12. október 2025 16:30 Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar, og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð. Bið fyrir þau börn sem þurfa sérhæfða þjónustu heldur áfram að lengjast, eins og kemur fram í síðustu samantekt embættisins, og dæmi eru um að heildarbiðtími barns eftir ADHD greiningu séu fjögur ár. Það hefur óumflýjanlega mikil áhrif á þroska barna ef þau þurfa að bíða stóran hluta af sinni grunnskólagöngu eftir greiningu eða heilbrigðisþjónustu. Þetta eru mikilvæg mótunarár þar sem félagsþroski, námsgeta og sjálfsmynd barnsins er að mótast. Ljóst er að staðan er grafalvarleg og mikilvægt að stjórnvöld setji þennan málflokk í algjöran forgang. Fjölgun barnaverndartilkynninga Nýverið birti Barna- og fjölskyldustofa nýjar tölur um fjölda barnaverndartilkynninga. Þar kemur fram að tilkynningum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu misserum. Ekki fylgdi með hversu mörg börn eru að baki þessum fjölda tilkynninga, og þá ekki hvort fjölgun tilkynninga varði fámennan hóp barna og sé þar af leiðandi birtingarmynd af úrræðaleysi innan kerfisins, eða hvort börnum í vanda hafi fjölgað til muna. Til að fá betri mynd af stöðunni óskaði embætti umboðsmanns barna eftir upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu um fjölda barnaverndarmála síðustu fimm ára, en skv. þeim svörum sem bárust liggja þær upplýsingar aðeins fyrir fram til ársins 2022. Ljóst er að skortur á tölfræðilegum upplýsingum gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að leggja raunhæft mat á stöðuna og bregðast við með viðeigandi hætti. Neyðarástand vegna úrræðaleysis Á íslenska ríkinu hvílir sú skylda að veita börnum sérhæfða meðferð til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, alvarlegra hegðunarerfiðleika eða vímuefnaneyslu. Í nóvember 2024 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna þess neyðarástands sem hafði skapast í málaflokknum. Síðan þá hefur embættið ítrekað lýst yfir áhyggjum af stöðunni og þeim afleiðingum sem úrræðaleysið hefur óhjákvæmilega á þennan hóp barna og fjölskyldur þeirra. Þrátt fyrir það og ákall frá barnaverndarþjónustum og foreldrum hafa litlar sem engar umbætur átt sér stað. Ekkert langtíma meðferðarúrræði hefur verið í boði fyrir drengi í 18 mánuði, eða frá því meðferðarheimilinu Lækjarbakka var lokað í mars 2024. Vistunartími barna á Stuðlum hefur verið styttur úr 14 dögum í 7 vegna plássleysis og aukinnar aðsóknar. Þá berast ítrekað fréttir af stroki barna og viðvarandi fíkniefnaneyslu á Stuðlum og Blönduhlíð á Vogi. Vegna þessarar stöðu hafa foreldrar séð sig knúna til þess að leita út fyrir landsteinana til þess að koma börnum sínum í meðferð. Komið hefur fram í viðtölum við foreldra að þeir beri ekki lengur traust til kerfisins og þeirrar meðferðar sem hér er veitt. Þá hafa foreldrar stigið fram á síðustu vikum og lýst með átakanlegum hætti hvernig vandi barna þeirra, sem eru í lífshættulegum aðstæðum, hefur vaxið hratt og því miður í sumum tilvikum endað á versta veg. Afdrif barna Embætti umboðsmanns barna hefur sent forsætisráðherra erindi þess efnis að nauðsynlegt sé að rannsaka afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum frá því að ríkið tók við rekstri þeirra samhliða því að Barnaverndarstofa var sett á fót árið 1996. Mikilvægt er að lagt verði sérstakt mat á það hvort meðferðarkerfið skili tilætluðum árangri og gagnist þeim börnum sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Í því samhengi er brýnt að meta hvernig þessum börnum reiðir af og vegnar á lífsleiðinni, en bent hefur verið á að óæskileg blöndun barna í meðferð hafi haft skaðlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu þeirra. Einnig eru margvíslegar vísbendingar til staðar um að þessi hópur standi höllum fæti á ýmsum sviðum samfélagsins eftir 18 ára aldur. Að mati embættisins er rík ástæða til að rannsaka sérstaklega dánartíðni, atvinnuþátttöku, menntun, húsnæðisstöðu, örorku, afplánun dóma og geðheilbrigði. Barnvænt Ísland? Þrátt fyrir aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna á umliðnum árum hefur staða barna versnað á mörgum sviðum, einkum vegna langvarandi biðar eftir þjónustu og úrræðaleysis. Stjórnvöldum ber að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til lífs og þroska í samræmi við 6. gr. Barnasáttmálans. Embættið telur ljóst að Ísland standi ekki að fullu við skuldbindingar sínar gagnvart þessum hópi barna eins og málum er háttað. Það er brýnt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á málefnum barna horfist í augu við þá alvaralegu stöðu sem ríkir og grípi tafarlaust til aðgerða. Það ástand sem blasir við í málaflokknum vekur upp áleitnar spurningar um hvort við getum í raun og veru talið samfélagið okkar barnvænt þar sem réttindi barna og hagsmunir eru í forgangi. Börnin okkar verðskulda að við virðum réttindi þeirra, það er mikið í húfi fyrir líf þeirra og þroska, en ekki síður fyrir samfélag okkar til framtíðar. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Barnavernd Geðheilbrigði Fíkn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar, og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð. Bið fyrir þau börn sem þurfa sérhæfða þjónustu heldur áfram að lengjast, eins og kemur fram í síðustu samantekt embættisins, og dæmi eru um að heildarbiðtími barns eftir ADHD greiningu séu fjögur ár. Það hefur óumflýjanlega mikil áhrif á þroska barna ef þau þurfa að bíða stóran hluta af sinni grunnskólagöngu eftir greiningu eða heilbrigðisþjónustu. Þetta eru mikilvæg mótunarár þar sem félagsþroski, námsgeta og sjálfsmynd barnsins er að mótast. Ljóst er að staðan er grafalvarleg og mikilvægt að stjórnvöld setji þennan málflokk í algjöran forgang. Fjölgun barnaverndartilkynninga Nýverið birti Barna- og fjölskyldustofa nýjar tölur um fjölda barnaverndartilkynninga. Þar kemur fram að tilkynningum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu misserum. Ekki fylgdi með hversu mörg börn eru að baki þessum fjölda tilkynninga, og þá ekki hvort fjölgun tilkynninga varði fámennan hóp barna og sé þar af leiðandi birtingarmynd af úrræðaleysi innan kerfisins, eða hvort börnum í vanda hafi fjölgað til muna. Til að fá betri mynd af stöðunni óskaði embætti umboðsmanns barna eftir upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu um fjölda barnaverndarmála síðustu fimm ára, en skv. þeim svörum sem bárust liggja þær upplýsingar aðeins fyrir fram til ársins 2022. Ljóst er að skortur á tölfræðilegum upplýsingum gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að leggja raunhæft mat á stöðuna og bregðast við með viðeigandi hætti. Neyðarástand vegna úrræðaleysis Á íslenska ríkinu hvílir sú skylda að veita börnum sérhæfða meðferð til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, alvarlegra hegðunarerfiðleika eða vímuefnaneyslu. Í nóvember 2024 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna þess neyðarástands sem hafði skapast í málaflokknum. Síðan þá hefur embættið ítrekað lýst yfir áhyggjum af stöðunni og þeim afleiðingum sem úrræðaleysið hefur óhjákvæmilega á þennan hóp barna og fjölskyldur þeirra. Þrátt fyrir það og ákall frá barnaverndarþjónustum og foreldrum hafa litlar sem engar umbætur átt sér stað. Ekkert langtíma meðferðarúrræði hefur verið í boði fyrir drengi í 18 mánuði, eða frá því meðferðarheimilinu Lækjarbakka var lokað í mars 2024. Vistunartími barna á Stuðlum hefur verið styttur úr 14 dögum í 7 vegna plássleysis og aukinnar aðsóknar. Þá berast ítrekað fréttir af stroki barna og viðvarandi fíkniefnaneyslu á Stuðlum og Blönduhlíð á Vogi. Vegna þessarar stöðu hafa foreldrar séð sig knúna til þess að leita út fyrir landsteinana til þess að koma börnum sínum í meðferð. Komið hefur fram í viðtölum við foreldra að þeir beri ekki lengur traust til kerfisins og þeirrar meðferðar sem hér er veitt. Þá hafa foreldrar stigið fram á síðustu vikum og lýst með átakanlegum hætti hvernig vandi barna þeirra, sem eru í lífshættulegum aðstæðum, hefur vaxið hratt og því miður í sumum tilvikum endað á versta veg. Afdrif barna Embætti umboðsmanns barna hefur sent forsætisráðherra erindi þess efnis að nauðsynlegt sé að rannsaka afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum frá því að ríkið tók við rekstri þeirra samhliða því að Barnaverndarstofa var sett á fót árið 1996. Mikilvægt er að lagt verði sérstakt mat á það hvort meðferðarkerfið skili tilætluðum árangri og gagnist þeim börnum sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Í því samhengi er brýnt að meta hvernig þessum börnum reiðir af og vegnar á lífsleiðinni, en bent hefur verið á að óæskileg blöndun barna í meðferð hafi haft skaðlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu þeirra. Einnig eru margvíslegar vísbendingar til staðar um að þessi hópur standi höllum fæti á ýmsum sviðum samfélagsins eftir 18 ára aldur. Að mati embættisins er rík ástæða til að rannsaka sérstaklega dánartíðni, atvinnuþátttöku, menntun, húsnæðisstöðu, örorku, afplánun dóma og geðheilbrigði. Barnvænt Ísland? Þrátt fyrir aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna á umliðnum árum hefur staða barna versnað á mörgum sviðum, einkum vegna langvarandi biðar eftir þjónustu og úrræðaleysis. Stjórnvöldum ber að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til lífs og þroska í samræmi við 6. gr. Barnasáttmálans. Embættið telur ljóst að Ísland standi ekki að fullu við skuldbindingar sínar gagnvart þessum hópi barna eins og málum er háttað. Það er brýnt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á málefnum barna horfist í augu við þá alvaralegu stöðu sem ríkir og grípi tafarlaust til aðgerða. Það ástand sem blasir við í málaflokknum vekur upp áleitnar spurningar um hvort við getum í raun og veru talið samfélagið okkar barnvænt þar sem réttindi barna og hagsmunir eru í forgangi. Börnin okkar verðskulda að við virðum réttindi þeirra, það er mikið í húfi fyrir líf þeirra og þroska, en ekki síður fyrir samfélag okkar til framtíðar. Höfundur er umboðsmaður barna.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun