Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 11:02 Femke Bol kvaddi 400 metra grindarhlaupið með heimsmeistaragulli á dögunum. Getty/Joris Verwijst Hollenski heimsmeistarinn Femke Bol fer nýjar leiðir í að leita sér að nýrri áskorun. Nú þurfa nýir andstæðingar að hafa áhyggjur af henni. Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol) Frjálsar íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira