„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2025 07:00 Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun