Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar 11. október 2025 10:02 „Ef ég fengi að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld, þá myndi ég fara út í göngutúr með regnhlíf og teyga að mér birkiilminn og gróðurinn.“ Þannig hljóðuðu orð Önnu Eðvaldsdóttur ljósmóður sem nýlega lést úr krabbameini. Anna, sem betur er þekkt sem „Anna Ljósa“, var dugleg að tjá sig um sínar hugsanir og tilfinningar í tengslum við veikindin á lokaðri facebooksíðu. Hún var hætt að vinna eftir farsælan starfsferil þegar veikindin gripu með afdrifaríkum hætti inn í líf hennar. Þegar ég hitti Önnu stuttu eftir krabbameinsgreininguna fönguðu skrautlegir skór hennar athygli mína. „Þetta eru sigurgönguskórnir mínir,“ sagði Anna brosandi og útskýrði að skókaupin hefðu komið til eftir að hún greindist. Í hennar huga voru þeir táknrænir fyrir einbeittan vilja hennar til að læknast af krabbameininu. Því miður varð fljótlega ljóst að ekki yrði við sjúkdóminn ráðið og Anna vissi að tíminn sem hún átti til umráða væri af skornum skammti. Oft er talað um að fólk annað hvort sigri sjúkdóma eða tapi baráttunni við þá. En þrátt fyrir sorglega niðurstöðu gekk Anna svo sannarlega einstaka sigurgöngu þessa síðustu metra lífs síns. Af miklu örlæti hélt hún áfram að gefa af sér og kenna okkur sem fengum að fylgjast með um hvað lífið snýst og hversu dýrmætt það í rauninni er að fá að vera til. Í dagbókarfærslum hennar voru dagarnir frá því að hún vissi að hverju stefndi taldir sem „Lukkudagar“. Hún talaði opinskátt um þakklætið, gleðina og hvernig hún nýtti hvern dag til að njóta fram í fingurgóma alls þess sem við tökum oft sem hversdagslegum hlutum. Eins og að eiga innilegar gæðastundir með ástvinum okkar, sitja við kertaljós og hlusta á regnið, borða góða köku, drekka dásamlegan tebolla, heyra skrjáfið í haustlaufum undir fótum okkar, fá hláturskast, fylgjast með náttúrunni skipta litum, fara í gott freyðibað eða að eiga fætur sem geta borið okkur áfram skref fyrir skref. Anna átti þó misjafna daga og hún hafði hugrekki til að bera þá á borð líka. Eins og óttann sem stundum lamaði hana, óttann við tilhugsunina um að þurfa að kveðja fólkið sitt og löngunina eftir að tíminn hennar yrði sem lengstur. Hún hafði skipulagt hvernig hún vildi haga hlutunum eftir sinn dag og hvatti alla til að gera slíkt hið sama, hvort sem tekist væri á við veikindi eða ekki. Þegar öllu er á botninn hvolft vitum við jú ekkert nema það að við erum lifandi í dag þótt við mörg höfum tilhneigingu til að líða í gegnum dagana eins og tíminn okkar sé ótakmarkaður. Það er ekki svo langt síðan að það að greinast með ólæknandi krabbamein þýddi að það var ekki hægt að gera mikið til að hafa áhrif á framgang sjúkdómsins. Í dag hafa hins vegar í mörgum tilvikum lífshorfur þeirra sem greinast með ólæknandi krabbamein breyst verulega til hins betra með tilkomu nýrra lyfja og möguleika í meðferð krabbameina. Margir geta átt von um að lifa með krabbameini sem langvinnum sjúkdómi, jafnvel í mörg, mörg ár. Því fylgir þá gjarnan að sjúkdómnum er haldið niðri með krabbameinsmeðferð af einhverju tagi, oft með reglulegri, samfelldri meðferð en stundum með hléum. Vert er þó að taka fram að horfurnar geta verið mismunandi eftir því um hvaða krabbameinstegund er að ræða, og það átti því miður við í tilviki Önnu. Oft getur fólk lifað nokkuð eðlilegu lífi með krabbameini þótt viðbúið sé að ýmislegt breytist. Margir geta áfram sinnt sinni vinnu og áhugamálum, stundum með einhverjum takmörkunum þó. Aðrir finna meira fyrir einkennum vegna sjúkdómsins eða meðferðarinnar sem hefur þá jafnan áhrif á líf og lífsgæði einstaklingsins og fjölskyldu hans. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fá aðstoð við að líða betur, en á Landspítalanum starfar til að mynda teymi fagfólks sem hefur sértæka menntun og reynslu á því sviði. Það getur reynt á að hafa krabbamein sem ferðafélaga í lífinu með öllu sem því fylgir og að lifa með óvissunni og óttanum um hvað næsta rannsókn beri í skauti sér. Við sem störfum við stuðning og ráðgjöf hjá Krabbameinsfélaginu þreytumst ekki á að dást að hæfni manneskjunnar til að aðlagast og finna nýtt jafnvægi í aðstæðum sem oft á tíðum eru nánast súrrealískar. Það má með sanni segja að allt fólkið sem við hittum í okkar starfi séu einstaklingar á sigurgöngu, hvernig sem allt er. Einstaklingar sem sýna hugrekki með því að taka skrefið, þiggja aðstoð, berskjalda sig og treysta okkur fyrir tárum sínum, hugsunum og tilfinningum en líka viskunni sem gjarnan verður til þegar lífið er snúið. Einstaklingar sem læra og kenna okkur um leið hvað það er að njóta og gera það besta úr því sem hver dagur ber með sér og að finna leiðir til að halda áfram þrátt fyrir erfiðu stundirnar. Við ættum í raun öll að staldra við af virðingu við þá sem lifa með krabbameini og öðrum erfiðum sjúkdómum. Hefja okkur yfir hluti sem engu máli skipta í stóra samhenginu og muna að vera til í dag, því lífið er dýrmætt og ekki sjálfgefið. Það er list að lifa og það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi aðstandenda Önnu Eðvaldsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
„Ef ég fengi að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld, þá myndi ég fara út í göngutúr með regnhlíf og teyga að mér birkiilminn og gróðurinn.“ Þannig hljóðuðu orð Önnu Eðvaldsdóttur ljósmóður sem nýlega lést úr krabbameini. Anna, sem betur er þekkt sem „Anna Ljósa“, var dugleg að tjá sig um sínar hugsanir og tilfinningar í tengslum við veikindin á lokaðri facebooksíðu. Hún var hætt að vinna eftir farsælan starfsferil þegar veikindin gripu með afdrifaríkum hætti inn í líf hennar. Þegar ég hitti Önnu stuttu eftir krabbameinsgreininguna fönguðu skrautlegir skór hennar athygli mína. „Þetta eru sigurgönguskórnir mínir,“ sagði Anna brosandi og útskýrði að skókaupin hefðu komið til eftir að hún greindist. Í hennar huga voru þeir táknrænir fyrir einbeittan vilja hennar til að læknast af krabbameininu. Því miður varð fljótlega ljóst að ekki yrði við sjúkdóminn ráðið og Anna vissi að tíminn sem hún átti til umráða væri af skornum skammti. Oft er talað um að fólk annað hvort sigri sjúkdóma eða tapi baráttunni við þá. En þrátt fyrir sorglega niðurstöðu gekk Anna svo sannarlega einstaka sigurgöngu þessa síðustu metra lífs síns. Af miklu örlæti hélt hún áfram að gefa af sér og kenna okkur sem fengum að fylgjast með um hvað lífið snýst og hversu dýrmætt það í rauninni er að fá að vera til. Í dagbókarfærslum hennar voru dagarnir frá því að hún vissi að hverju stefndi taldir sem „Lukkudagar“. Hún talaði opinskátt um þakklætið, gleðina og hvernig hún nýtti hvern dag til að njóta fram í fingurgóma alls þess sem við tökum oft sem hversdagslegum hlutum. Eins og að eiga innilegar gæðastundir með ástvinum okkar, sitja við kertaljós og hlusta á regnið, borða góða köku, drekka dásamlegan tebolla, heyra skrjáfið í haustlaufum undir fótum okkar, fá hláturskast, fylgjast með náttúrunni skipta litum, fara í gott freyðibað eða að eiga fætur sem geta borið okkur áfram skref fyrir skref. Anna átti þó misjafna daga og hún hafði hugrekki til að bera þá á borð líka. Eins og óttann sem stundum lamaði hana, óttann við tilhugsunina um að þurfa að kveðja fólkið sitt og löngunina eftir að tíminn hennar yrði sem lengstur. Hún hafði skipulagt hvernig hún vildi haga hlutunum eftir sinn dag og hvatti alla til að gera slíkt hið sama, hvort sem tekist væri á við veikindi eða ekki. Þegar öllu er á botninn hvolft vitum við jú ekkert nema það að við erum lifandi í dag þótt við mörg höfum tilhneigingu til að líða í gegnum dagana eins og tíminn okkar sé ótakmarkaður. Það er ekki svo langt síðan að það að greinast með ólæknandi krabbamein þýddi að það var ekki hægt að gera mikið til að hafa áhrif á framgang sjúkdómsins. Í dag hafa hins vegar í mörgum tilvikum lífshorfur þeirra sem greinast með ólæknandi krabbamein breyst verulega til hins betra með tilkomu nýrra lyfja og möguleika í meðferð krabbameina. Margir geta átt von um að lifa með krabbameini sem langvinnum sjúkdómi, jafnvel í mörg, mörg ár. Því fylgir þá gjarnan að sjúkdómnum er haldið niðri með krabbameinsmeðferð af einhverju tagi, oft með reglulegri, samfelldri meðferð en stundum með hléum. Vert er þó að taka fram að horfurnar geta verið mismunandi eftir því um hvaða krabbameinstegund er að ræða, og það átti því miður við í tilviki Önnu. Oft getur fólk lifað nokkuð eðlilegu lífi með krabbameini þótt viðbúið sé að ýmislegt breytist. Margir geta áfram sinnt sinni vinnu og áhugamálum, stundum með einhverjum takmörkunum þó. Aðrir finna meira fyrir einkennum vegna sjúkdómsins eða meðferðarinnar sem hefur þá jafnan áhrif á líf og lífsgæði einstaklingsins og fjölskyldu hans. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fá aðstoð við að líða betur, en á Landspítalanum starfar til að mynda teymi fagfólks sem hefur sértæka menntun og reynslu á því sviði. Það getur reynt á að hafa krabbamein sem ferðafélaga í lífinu með öllu sem því fylgir og að lifa með óvissunni og óttanum um hvað næsta rannsókn beri í skauti sér. Við sem störfum við stuðning og ráðgjöf hjá Krabbameinsfélaginu þreytumst ekki á að dást að hæfni manneskjunnar til að aðlagast og finna nýtt jafnvægi í aðstæðum sem oft á tíðum eru nánast súrrealískar. Það má með sanni segja að allt fólkið sem við hittum í okkar starfi séu einstaklingar á sigurgöngu, hvernig sem allt er. Einstaklingar sem sýna hugrekki með því að taka skrefið, þiggja aðstoð, berskjalda sig og treysta okkur fyrir tárum sínum, hugsunum og tilfinningum en líka viskunni sem gjarnan verður til þegar lífið er snúið. Einstaklingar sem læra og kenna okkur um leið hvað það er að njóta og gera það besta úr því sem hver dagur ber með sér og að finna leiðir til að halda áfram þrátt fyrir erfiðu stundirnar. Við ættum í raun öll að staldra við af virðingu við þá sem lifa með krabbameini og öðrum erfiðum sjúkdómum. Hefja okkur yfir hluti sem engu máli skipta í stóra samhenginu og muna að vera til í dag, því lífið er dýrmætt og ekki sjálfgefið. Það er list að lifa og það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi aðstandenda Önnu Eðvaldsdóttur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun