Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Valur Páll Eiríksson skrifar 10. október 2025 14:32 Zinchenko kom ekki með til Íslands. Fleiri leikmenn í úkraínska liðinu glíma við meiðsli og taka ekki þátt í kvöld. Andrzej Iwanczuk/NurPhoto via Getty Images Úkraínumenn eru án sterkra leikmanna er þeir sækja strákana okkar í íslenska landsliðinu heim á Laugardalsvöll í kvöld. Yahor Yarmolyuk er sá nýjasti á lista leikmanna sem spilar ekki í kvöld. Yarmolyuk er 21 árs leikmaður Brentford á Englandi og hefur spilað fimm af sjö deildarleikjum liðsins það sem af er vetri. Hann tók ekki þátt á æfingu úkraínska liðsins á Laugardalsvelli í gær og mun ekki spila í kvöld. Annar leikmaður á Englandi, Oleksandr Zinchenko, af mörgum talinn besti leikmaður liðsins, er einnig fjarverandi vegna meiðsla. „Það hefur áhrif. Hann er mjög áhugaverður bakvörður sem er í raun að stýra spilinu fyrir þá, eins og hann gerði hjá Arsenal og City á sínum tíma. Auðvitað breytir það leikstílnum aðeins. Hann er stór póstur í þeirra liði, taktíkin mun breytast aðeins hjá þeim. En þetta er hörkulið og góða leikmenn og góðan þjálfara,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um fjarveru Zinchenko í samtali við Sýn Sport í gær. Kantmaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, er einnig lykilmaður í sóknarleik Úkraínu en hann glímir við meiðsli. Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, og Oleksandr Zubkov, leikmaður Trabzonspor, drógu sig einnig úr landsliðshópnum. Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. 10. október 2025 13:02 „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 10. október 2025 11:02 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Yarmolyuk er 21 árs leikmaður Brentford á Englandi og hefur spilað fimm af sjö deildarleikjum liðsins það sem af er vetri. Hann tók ekki þátt á æfingu úkraínska liðsins á Laugardalsvelli í gær og mun ekki spila í kvöld. Annar leikmaður á Englandi, Oleksandr Zinchenko, af mörgum talinn besti leikmaður liðsins, er einnig fjarverandi vegna meiðsla. „Það hefur áhrif. Hann er mjög áhugaverður bakvörður sem er í raun að stýra spilinu fyrir þá, eins og hann gerði hjá Arsenal og City á sínum tíma. Auðvitað breytir það leikstílnum aðeins. Hann er stór póstur í þeirra liði, taktíkin mun breytast aðeins hjá þeim. En þetta er hörkulið og góða leikmenn og góðan þjálfara,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um fjarveru Zinchenko í samtali við Sýn Sport í gær. Kantmaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, er einnig lykilmaður í sóknarleik Úkraínu en hann glímir við meiðsli. Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, og Oleksandr Zubkov, leikmaður Trabzonspor, drógu sig einnig úr landsliðshópnum. Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. 10. október 2025 13:02 „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 10. október 2025 11:02 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. 10. október 2025 13:02
„Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 10. október 2025 11:02