Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar 10. október 2025 09:17 Þegar ég vaknaði í gær las ég frétt um að það væri kominn friður á milli Hamas og Ísrael. Það gerðist daginn eftir að Magga Stína kom á staðinn. Stuttu seinna las ég frétt um að stýrivextir yrðu óbreyttir í hæstu hæðum. Mér flaug í hug hvort að Magga Stína myndi ekki bara redda þessu næst. Mér fannst þetta fyndin tilhugsun, svona eins og Magga Stína væri okkar nútíma Marvel hetja sem mætti á staðinn þegar þörf væri á. Á meðan ég drakk fyrsta kaffibollann setti ég á þennan facebook status á netið: Það var svo eins og við manninn mælt. Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna og vinstri sinnaðir vókistar kepptust við að fordæma þennan „ósmekklega“, „“óviðeigandi“ og „ófyndna“ status. Fyndnast þótti mér þegar ein sendi mér þetta: „Djöfull ertu ömulega (sic) viðbjóðslegur að vera svona ókurteis við Möggu Stínu“. Bannað að gera grín Eitt af því sem vókisminn færði okkur var fordæmingin á grín. Þjóðin sem eitt sinn veltist um af hlátri þegar Spaugstofan hæddist að biskupnum hikar nú við að brosa að bröndurum um kommúnista. Lífsseig kómedía tvíhöfða, rasískur undirtónn næturvaktarinnar og ódauðlegir frasar Svínasúpunnar valda samviskubiti. Gerð er krafa um að grínistarnir biðjist afsökunar á þeim afglöpum að hafa sagt þessa „smættandi“ brandara. Grín var fyrir skömmu tæki til að segja það sem ekki mátti segja beint. Það var ventill sálarinnar og samfélagsins. Leið þess til að losa um spennu, ögra, sýna ósamræmið milli orða og verka. Í dag er þessi ventill að hverfa. Hann er stíflaður af vókisma. Nú þarf hver brandari að standast siðferðislegt próf. Ef einhver getur mögulega móðgast er brandarinn fordæmdur. SAGE-rannsóknin: Pólitísk sjálfsmynd og húmor Einhverjir kunna að halda að hér sé um óljósa tilfinningu að ræða eða nostalgíu „miðaldra hvíts karls í forréttinda stöðu“. Fræðin staðfesta hinsvegar að ákveðin hugmyndafræðileg tilhneiging tengist minna þoli fyrir húmor. Vinstrisinnaðir vókistar þola húmor einfaldlega verr. Í krafti sinnar allt umlykjandi yfirburðargæsku telja þau sig þess umkomin að leiðbeina um hvað er leyfilegt grín og hvað ekki. Í SAGE-rannsókninni „Where’s Your Sense of Humor? Political Identity Moderates Evaluations of Disparagement Humor“ (2022) kom í ljós að þeir sem samsvara sig helst við voke-menningu (vinstrimenn) voru mun líklegri til að skynja brandara sem móðgandi. Íhaldssamir (hægrimenn) tóku aftur á móti gríni mun léttara. Þau hlógu og höfðu gaman af, jafnvel þótt það færi yfir hefðbundin mörk. Þetta þýðir í einföldu máli: Hversu fyndið þér þykir eitthvað er ekki alltaf bara smekksatriði, það er stundum til marks um hvar þú stendur í pólitík. Þeir sem byggja sjálfsmynd sína á því að sjá og finna óréttlæti eru líklegri til að upplifa grín sem árás. Þeir sem sjá heiminn sem frjálsa samkeppni ögrandi og skapandi hugmynda eru líklegri til að taka gríni sem gríni. Móðgunargirni sem dyggð Í vókískri menningu vinstrimanna hefur móðgunargirni orðið að dyggð. Að verða móðgaður sýnir að þú sért meðvitaður. Þú ert góð manneskja ef þér tekst að móðgast fyrir annarra hönd. Í móðguninni er fólgin brjóstvörn þeirra sem standa höllum fæti. Að hlæja að því sem hægt er að móðgast yfir sýnir að þú sért kaldur forréttindapési og ómeðvitaður um böl heimsins. Þetta má sjá hér heima. Til dæmis þegar grínistinn Sveppi gerði grín að sprautufíkli árið 2019 og uppskar móðgunarbylgju úr vók áttinni. Úr sömu átt er gagnrýni á gamlan brandara Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar um „snjalla móngólítann“ og svartur húmor Hugleiks Dagssonar þar sem grín er til dæmis gert að fötluðum. Ekki má gleyma kröfu um að þingmenn geri ekki að gamni sínu eins og þegar Jens Garðar Helgason þingmaður sagðist gjarnan fá sér köku og skella sér svo í magaermi og hlaut fyrir vikið gagnrýni frá formanni samtaka fólks með offitu sem benti á að offita væri ekkert til að grínast með. Það er vart undrun að grínistar tali nú opinberlega um að þurfa „að stíga varlega til jarðar“.Þar er á ferðinni ný tegund siðferðislegs eftirlits, ekki frá yfirvöldum, heldur frá vókistum. „Why the Woke Can’t Take a Joke“ – ekki bara bandarískt fyrirbæri Árið 2021 mátti í Wall Street Journal finna greinina “Why the Woke Can’t Take a Joke”. Þar segir: „Grínið, sem eitt sinn var ríkur hluti frelsisins, hefur nú verið fjötrað af ótta. Vók-byltingin drap brandarann.“ Það sama má segja um vestræn samfélög almennt, og Ísland er þar engin undantekning.Hér hefur sama öfgafulla viðkvæmnin smogið inn í umræðuna. Húmor sem eitt sinn var notaður til að gera grín að valdi, er nú talinn árás á „viðkvæma hópa“. Þannig er hægt að gera grín að hvítum en ekki svörtum. Að körlum en ekki konum. Að vöðvastæltum en ekki feitum. Að innlendum en ekki innflytjendum. Að Sigmundi Davíð en ekki Möggu Stínu. Listi vókista um það sem ekki má er langur. Mennskan er húmorísk Þar með deyr grínið. Þegar húmor fær slíkar reglur, hættir hann að vera húmor og verður litlaus og leiðinlegur. Dálítið eins og vókisminn og kommúnsiminn almennt. Man einhver eftir gamanmynd frá Sovéttíma Stalíns? Vandamálið er að þegar þú útilokar húmor sem getur móðgað, útilokar þú líka húmor sem getur grætt. Húmor er nefnilega gjarnan spegilmynd sársauka, og stundum eina leiðin til að takast á við hann. Um þann veruleika mennskunar hefur enginn fjallað betur en Viktor Frankl (1905–1997), gyðingur sem lifði af hörmungar fangabúða nasista á forsendum húmors. Svo vísað sé beint í orð hans sjálfs: „Húmor er eitt af sálrænum vopnum fólks í baráttunni um sjálfsbjörg. Hann er leið til að varðveita einhvers konar fjarlægð gagnvart sársaukanum og halda áfram að lifa.“ Þjóð sem missir hláturinn, missir líka hæfileikann til að horfast í augu við sjálfa sig, í bæði myrkri og ljósi. Fylgt út hlaði Það þarf hugrekki til að hlæja. Það þarf enn meira hugrekki til að segja brandara sem ögra. Við eigum þeim grínistum sem ekki hafa beygt sig í duftið fyrir vókismanum mikið að þakka. Til að nefna einhverja vil ég nefna Sveppa, Hugleik Dagsson og Jón Gnarr. Ég vil líka þakka fjölmiðlamönnum eins og Stefáni Einari og Jakobi Bjarnari fyrir hið sama þótt það komi úr aðeins annarri átt. Þá eiga þingmenn eins og Jens Garðar, Sigmundur Davíð og Inga Sæland hrós skilið fyrir að láta það eftir sér að hafa gaman, segja brandara og gera grín að sjálfum sér og öðrum. Húmor krefst þess að við viðurkennum að við erum öll mannleg, og stundum fáránleg. Það er í lagi að gera grín, líka þegar aðrir velja að móðgast. Ef vókisminn nær tökum þá takmörkum við hláturinn, og með honum, hluta af mennskunni. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði í gær las ég frétt um að það væri kominn friður á milli Hamas og Ísrael. Það gerðist daginn eftir að Magga Stína kom á staðinn. Stuttu seinna las ég frétt um að stýrivextir yrðu óbreyttir í hæstu hæðum. Mér flaug í hug hvort að Magga Stína myndi ekki bara redda þessu næst. Mér fannst þetta fyndin tilhugsun, svona eins og Magga Stína væri okkar nútíma Marvel hetja sem mætti á staðinn þegar þörf væri á. Á meðan ég drakk fyrsta kaffibollann setti ég á þennan facebook status á netið: Það var svo eins og við manninn mælt. Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna og vinstri sinnaðir vókistar kepptust við að fordæma þennan „ósmekklega“, „“óviðeigandi“ og „ófyndna“ status. Fyndnast þótti mér þegar ein sendi mér þetta: „Djöfull ertu ömulega (sic) viðbjóðslegur að vera svona ókurteis við Möggu Stínu“. Bannað að gera grín Eitt af því sem vókisminn færði okkur var fordæmingin á grín. Þjóðin sem eitt sinn veltist um af hlátri þegar Spaugstofan hæddist að biskupnum hikar nú við að brosa að bröndurum um kommúnista. Lífsseig kómedía tvíhöfða, rasískur undirtónn næturvaktarinnar og ódauðlegir frasar Svínasúpunnar valda samviskubiti. Gerð er krafa um að grínistarnir biðjist afsökunar á þeim afglöpum að hafa sagt þessa „smættandi“ brandara. Grín var fyrir skömmu tæki til að segja það sem ekki mátti segja beint. Það var ventill sálarinnar og samfélagsins. Leið þess til að losa um spennu, ögra, sýna ósamræmið milli orða og verka. Í dag er þessi ventill að hverfa. Hann er stíflaður af vókisma. Nú þarf hver brandari að standast siðferðislegt próf. Ef einhver getur mögulega móðgast er brandarinn fordæmdur. SAGE-rannsóknin: Pólitísk sjálfsmynd og húmor Einhverjir kunna að halda að hér sé um óljósa tilfinningu að ræða eða nostalgíu „miðaldra hvíts karls í forréttinda stöðu“. Fræðin staðfesta hinsvegar að ákveðin hugmyndafræðileg tilhneiging tengist minna þoli fyrir húmor. Vinstrisinnaðir vókistar þola húmor einfaldlega verr. Í krafti sinnar allt umlykjandi yfirburðargæsku telja þau sig þess umkomin að leiðbeina um hvað er leyfilegt grín og hvað ekki. Í SAGE-rannsókninni „Where’s Your Sense of Humor? Political Identity Moderates Evaluations of Disparagement Humor“ (2022) kom í ljós að þeir sem samsvara sig helst við voke-menningu (vinstrimenn) voru mun líklegri til að skynja brandara sem móðgandi. Íhaldssamir (hægrimenn) tóku aftur á móti gríni mun léttara. Þau hlógu og höfðu gaman af, jafnvel þótt það færi yfir hefðbundin mörk. Þetta þýðir í einföldu máli: Hversu fyndið þér þykir eitthvað er ekki alltaf bara smekksatriði, það er stundum til marks um hvar þú stendur í pólitík. Þeir sem byggja sjálfsmynd sína á því að sjá og finna óréttlæti eru líklegri til að upplifa grín sem árás. Þeir sem sjá heiminn sem frjálsa samkeppni ögrandi og skapandi hugmynda eru líklegri til að taka gríni sem gríni. Móðgunargirni sem dyggð Í vókískri menningu vinstrimanna hefur móðgunargirni orðið að dyggð. Að verða móðgaður sýnir að þú sért meðvitaður. Þú ert góð manneskja ef þér tekst að móðgast fyrir annarra hönd. Í móðguninni er fólgin brjóstvörn þeirra sem standa höllum fæti. Að hlæja að því sem hægt er að móðgast yfir sýnir að þú sért kaldur forréttindapési og ómeðvitaður um böl heimsins. Þetta má sjá hér heima. Til dæmis þegar grínistinn Sveppi gerði grín að sprautufíkli árið 2019 og uppskar móðgunarbylgju úr vók áttinni. Úr sömu átt er gagnrýni á gamlan brandara Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar um „snjalla móngólítann“ og svartur húmor Hugleiks Dagssonar þar sem grín er til dæmis gert að fötluðum. Ekki má gleyma kröfu um að þingmenn geri ekki að gamni sínu eins og þegar Jens Garðar Helgason þingmaður sagðist gjarnan fá sér köku og skella sér svo í magaermi og hlaut fyrir vikið gagnrýni frá formanni samtaka fólks með offitu sem benti á að offita væri ekkert til að grínast með. Það er vart undrun að grínistar tali nú opinberlega um að þurfa „að stíga varlega til jarðar“.Þar er á ferðinni ný tegund siðferðislegs eftirlits, ekki frá yfirvöldum, heldur frá vókistum. „Why the Woke Can’t Take a Joke“ – ekki bara bandarískt fyrirbæri Árið 2021 mátti í Wall Street Journal finna greinina “Why the Woke Can’t Take a Joke”. Þar segir: „Grínið, sem eitt sinn var ríkur hluti frelsisins, hefur nú verið fjötrað af ótta. Vók-byltingin drap brandarann.“ Það sama má segja um vestræn samfélög almennt, og Ísland er þar engin undantekning.Hér hefur sama öfgafulla viðkvæmnin smogið inn í umræðuna. Húmor sem eitt sinn var notaður til að gera grín að valdi, er nú talinn árás á „viðkvæma hópa“. Þannig er hægt að gera grín að hvítum en ekki svörtum. Að körlum en ekki konum. Að vöðvastæltum en ekki feitum. Að innlendum en ekki innflytjendum. Að Sigmundi Davíð en ekki Möggu Stínu. Listi vókista um það sem ekki má er langur. Mennskan er húmorísk Þar með deyr grínið. Þegar húmor fær slíkar reglur, hættir hann að vera húmor og verður litlaus og leiðinlegur. Dálítið eins og vókisminn og kommúnsiminn almennt. Man einhver eftir gamanmynd frá Sovéttíma Stalíns? Vandamálið er að þegar þú útilokar húmor sem getur móðgað, útilokar þú líka húmor sem getur grætt. Húmor er nefnilega gjarnan spegilmynd sársauka, og stundum eina leiðin til að takast á við hann. Um þann veruleika mennskunar hefur enginn fjallað betur en Viktor Frankl (1905–1997), gyðingur sem lifði af hörmungar fangabúða nasista á forsendum húmors. Svo vísað sé beint í orð hans sjálfs: „Húmor er eitt af sálrænum vopnum fólks í baráttunni um sjálfsbjörg. Hann er leið til að varðveita einhvers konar fjarlægð gagnvart sársaukanum og halda áfram að lifa.“ Þjóð sem missir hláturinn, missir líka hæfileikann til að horfast í augu við sjálfa sig, í bæði myrkri og ljósi. Fylgt út hlaði Það þarf hugrekki til að hlæja. Það þarf enn meira hugrekki til að segja brandara sem ögra. Við eigum þeim grínistum sem ekki hafa beygt sig í duftið fyrir vókismanum mikið að þakka. Til að nefna einhverja vil ég nefna Sveppa, Hugleik Dagsson og Jón Gnarr. Ég vil líka þakka fjölmiðlamönnum eins og Stefáni Einari og Jakobi Bjarnari fyrir hið sama þótt það komi úr aðeins annarri átt. Þá eiga þingmenn eins og Jens Garðar, Sigmundur Davíð og Inga Sæland hrós skilið fyrir að láta það eftir sér að hafa gaman, segja brandara og gera grín að sjálfum sér og öðrum. Húmor krefst þess að við viðurkennum að við erum öll mannleg, og stundum fáránleg. Það er í lagi að gera grín, líka þegar aðrir velja að móðgast. Ef vókisminn nær tökum þá takmörkum við hláturinn, og með honum, hluta af mennskunni. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun