Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Kári Mímisson skrifar 9. október 2025 22:02 Stefán Árnason er nú aðalþjálfari Aftureldingar. vísir/Viktor Freyr Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með 10 marka tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. „Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
„Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira