Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. október 2025 17:39 Austurríkismaðurinn Johannes Pietsch, eða JJ, sigraði Eurovision í fyrra. Hér er hann á blaðamannafundi ásamt Christian Stocker Austurríkiskanslara (t.h.). EPA Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður að óbreyttu haldin í Vín, höfuðborg Austurríkis, næsta vor. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að ríkin taki ekki þátt í keppninni fái Ísraelar að taka þátt. Þá hefur Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, lýst því yfir að Ísrael eigi ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjörutíu milljón evra sekt Á sama tíma hafa Þjóðverjar lýst því yfir að þeir taki ekki þátt, verði Ísraelum meinuð þátttaka. Boðað hefur verið til aukaþings EBU í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels í keppninni. Stefán Jón hefur sagt að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort Ríkisútvarpið greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki. Austurríski miðillinn oe24 hefur eftir heimildarmanni að þar sem atkvæðagreiðslan er leynileg verði niðurstöður hennar Ísraelum líklega í óhag. Christian Stocker Austurríkiskanslari og Alexander Pröll samráðherra hans eru sagðir beita austurríska ríkisútvarpinu þeim þrýstingi að keppnin fari ekki fram í Vín fái Ísraelar ekki að taka þátt. Heimildarmaður úr röðum ÖVP flokksins segir við oe24 að að það sé ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt. Austurríska ríkisútvarpið hefur aftur á móti skrifað undir samning þess efnis að keppnin fari fram í Vín og þegar hafið undirbúning. Ef ákveðið verður að hætta við þurfa austurrísk stjórnvöld að greiða sekt upp á fjörutíu milljónir evra, eða tæplega 5,7 milljarða króna. Hlutdeild ORF í sektinni yrðu samkvæmt umfjöllun oe24 26 milljón evrur. Eurovision 2026 Eurovision Austurríki Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. 9. október 2025 07:40 Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður að óbreyttu haldin í Vín, höfuðborg Austurríkis, næsta vor. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að ríkin taki ekki þátt í keppninni fái Ísraelar að taka þátt. Þá hefur Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, lýst því yfir að Ísrael eigi ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjörutíu milljón evra sekt Á sama tíma hafa Þjóðverjar lýst því yfir að þeir taki ekki þátt, verði Ísraelum meinuð þátttaka. Boðað hefur verið til aukaþings EBU í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels í keppninni. Stefán Jón hefur sagt að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort Ríkisútvarpið greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki. Austurríski miðillinn oe24 hefur eftir heimildarmanni að þar sem atkvæðagreiðslan er leynileg verði niðurstöður hennar Ísraelum líklega í óhag. Christian Stocker Austurríkiskanslari og Alexander Pröll samráðherra hans eru sagðir beita austurríska ríkisútvarpinu þeim þrýstingi að keppnin fari ekki fram í Vín fái Ísraelar ekki að taka þátt. Heimildarmaður úr röðum ÖVP flokksins segir við oe24 að að það sé ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt. Austurríska ríkisútvarpið hefur aftur á móti skrifað undir samning þess efnis að keppnin fari fram í Vín og þegar hafið undirbúning. Ef ákveðið verður að hætta við þurfa austurrísk stjórnvöld að greiða sekt upp á fjörutíu milljónir evra, eða tæplega 5,7 milljarða króna. Hlutdeild ORF í sektinni yrðu samkvæmt umfjöllun oe24 26 milljón evrur.
Eurovision 2026 Eurovision Austurríki Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. 9. október 2025 07:40 Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30
Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. 9. október 2025 07:40
Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53