Draumadeildin staðið undir væntingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2025 10:01 Blær Hinriksson er markahæsti leikmaður Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. leipzig Handboltamanninn Blæ Hinriksson dreymdi lengi um að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Sá draumur hefur nú ræst og hann segir að draumadeildin hafi staðið undir væntingum. Blær bíður þó óþreyjufullur eftir fyrsta sigrinum með Leipzig sem hefur farið illa af stað á tímabilinu. Blær gekk í raðir Leipzig í sumar eftir að hafa verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar í nokkur ár. Hann hafði áður fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en beið eftir rétta tækifærinu. „Ég var búinn að spila lengi á Íslandi, bæði með HK og svo í fimm ár með Aftureldingu, og hafði alveg möguleika á að fara út í á þessum árum sem ég var heima. Maður var kannski með marga bolta á lofti og ekki tilbúinn að stökkva á hvað sem er. Ég var þolinmóður og vildi líka vinna marga titla á Íslandi. Markmiðið var að vinna fleiri en bara einn en okkur tókst í Aftureldingu að vinna bikarmeistaratitil sem ég er mjög ánægður með,“ sagði Blær í samtali við Vísi. Afturelding varð bikarmeistari 2023 en það var fyrsti stóri titill liðsins síðan það var deildarmeistari 2000. „Þegar ég vissi að það yrðu einhverjar breytingar í Aftureldingu, meðal annars þegar Þorsteinn [Leó Gunnarsson] fór fyrir tveimur árum og svo þegar Gunni Magg var að fara þá fannst mér líka svona réttast fyrir mig persónulega að taka skrefið út og þá halda áfram að þróa mig sem handboltamann. Það komu nokkur félög upp en á endanum valdi ég að fara til Leipzig í Þýskalandi.“ Blær hafði aðra kosti í stöðunni en stefnan var alltaf sett á Þýskaland. „Já, en eins og ég hef oft sagt áður í viðtölum var markmiðið alltaf að fara til Þýskalands og ég horfði svolítið mikið á bara þýsku deildina og félögin í þýsku deildinni sem sýndu mér áhuga. Þannig það var alltaf markmiðið að fara til Þýskalands allan þann tíma sem ég hef verið að vinna að því að komast í atvinnumennsku,“ sagði Blær. Draumur flestra að spila í Þýskalandi Þýska deildin er almennt talin sú erfiðasta í heimi og það var akkúrat það sem heillaði Blæ við hana. „Þetta er mekka handboltans og ég hef lengi horft mjög mikið á þýsku deildina og miklu meira en til dæmis íslenska handboltann eða handbolta í öðrum löndum. Þegar maður horfir á þýska boltann eru alls kyns týpur þar. Það eru stórir og litlir leikmenn og „fýsísk“ deild og mér finnst alltaf það hafa hentað mér vel þótt maður bætti sig líka í alls konar öðrum hlutum. Það er held ég draumur flestra að spila einhvern tímann á þeirra ferli í Þýskalandi og mér fannst bara tilvalið að byrja þar,“ sagði Blær. View this post on Instagram A post shared by Blær Hinriksson (@blaerhinriksson) Hann segir að þýska deildin hafi staðið undir öllum hans væntingum nema hvað gengi Leipzig varðar. Liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki. „Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu og vera partur af liði sem er í þessari deild. Þetta er alveg þetta er eins og ég var búinn að sjá fyrir mér en auðvitað hafa úrslitin ekki verið eins góð og það er auðvitað leiðinlegi hlutinn. Að tapa, maður vill ekki tapa, en fyrir mig persónulega lærir maður að máta sig við þá sem eru að spila hér, bæði liðsfélaga mína og svo þegar maður spilar við lið eins og Kiel eða Flensburg, þá bestu. Þá sér maður líka hvað maður þarf að bæta og það gefur manni tækifæri til að vaxa sem leikmaður,“ sagði Blær. Nýr samskiptamáti og þýskan að koma Hann kveðst hafa aðlagast þýsku deildinni nokkuð vel þótt hann eigi enn ýmislegt eftir ólært. „Hvað hugarfarið og allt það var ég mjög mikið tilbúinn og auðvitað líkamlega líka. Ég myndi alveg segja að ég sé í toppstandi líkamlega. En svo eru alls konar lítil atriði sem augljóslega fylgja því að koma í annan menningarheim og allt það sem hefur meira komið mér á óvart. Hvernig maður á í samskiptum við liðsfélaga frá alls konar löndum, ekki bara Þýskalandi heldur líka kannski frá Tékklandi eða Svíþjóð eða alls konar. Það og samskiptamátinn sem maður þarf kannski að breyta af því að maður var bara með vinum sínum bara á Íslandi að spila. Svo líka nýr þjálfari, nýjar áherslur, ný sýn fyrir mig sem leikstjórnanda og svo ný nöfn á öllum leikkerfum og allt þetta,“ sagði Blær sem getur bjargað sér í þýskunni og er alltaf að bæta sig í henni. Blær og félagar í Aftureldingu urðu bikarmeistarar 2023 og fóru í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn árið eftir.vísir/jón gautur „Ich sprache bitte deutsch. Ég að tala smá þýsku og maður er að læra. Við erum þrír í þýskukennslu sem félagið skaffar okkur og það hefur hjálpað mjög mikið. Ég skil margt en ég er kannski ekkert farinn að tjá mig eitthvað reiprennandi á þýsku. Það kemur hægt og rólega.“ Misjafnir leikir og liðið skiptir mestu Blær hefur skorað 35 mörk í deildarleikjunum sjö fyrir Leipzig. Hann er markahæsti leikmaður liðsins og í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Blær kveðst nokkuð sáttur með hvernig hann hefur spilað með Leipzig en vill gera enn betur til að hjálpa liðinu að safna fleiri stigum. „Maður er náttúrulega að spila í liðsíþrótt og vill gera allt til að hjálpa liðinu og mitt persónulega gengi hefur bara verið svona bara upp og niður. Ég hef alveg átt mjög góða leiki, mjög fína leiki og svo aðra leiki sem eru búnir að vera ekki nógu góðir. En þegar við horfum til baka erum við bara búnir að gera eitt jafntefli og tapa hinum. Maður er kannski meira að horfa í það og maður vill að liðið smelli. Og það mun einhvern tímann gera það,“ sagði Blær. Blær og félagar í Leipzig mæta Melsungen í kvöld.leipzig „Við þurfum bara þolinmæði, ég þarf þolinmæði og við sem lið, þjálfari og stjórnendur þurfum bara að minna okkur á það að þetta er vegferð. Við þurfum að taka hvern dag í einu og leggja okkur hundrað prósent fram og vonandi munum við smella og skila fleiri sigrum og betri árangri heilt yfir.“ Vissu að tímabilið yrði krefjandi Blær segir að Leipzig vilji vera í efri helmingi þýsku deildarinnar en er meðvitaður um að það gæti tekið tíma að ná því markmiði. „Við vorum nú alveg búnir að búa okkur undir það að þetta myndi vera krefjandi. Það var ekkert leyndarmál hjá okkur en auðvitað er heildarmarkmiðið að komast í topp tíu, kannski ekki á þessu ári en næstu árin er markmið félagsins að komast aftur í að vera topp tíu félag. Við erum auðvitað langt frá því í dag og markmiðið er auðvitað bara fyrst og fremst að halda sér uppi í deildinni. Við viljum ekki að við föllum. Markmiðið er í rauninni bara að spila stöðugan handbolta og ná stöðugleika á okkar hlutum áður en að við förum að gera okkur glæstar vonir um eitthvað annað,“ sagði Blær að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Blær gekk í raðir Leipzig í sumar eftir að hafa verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar í nokkur ár. Hann hafði áður fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en beið eftir rétta tækifærinu. „Ég var búinn að spila lengi á Íslandi, bæði með HK og svo í fimm ár með Aftureldingu, og hafði alveg möguleika á að fara út í á þessum árum sem ég var heima. Maður var kannski með marga bolta á lofti og ekki tilbúinn að stökkva á hvað sem er. Ég var þolinmóður og vildi líka vinna marga titla á Íslandi. Markmiðið var að vinna fleiri en bara einn en okkur tókst í Aftureldingu að vinna bikarmeistaratitil sem ég er mjög ánægður með,“ sagði Blær í samtali við Vísi. Afturelding varð bikarmeistari 2023 en það var fyrsti stóri titill liðsins síðan það var deildarmeistari 2000. „Þegar ég vissi að það yrðu einhverjar breytingar í Aftureldingu, meðal annars þegar Þorsteinn [Leó Gunnarsson] fór fyrir tveimur árum og svo þegar Gunni Magg var að fara þá fannst mér líka svona réttast fyrir mig persónulega að taka skrefið út og þá halda áfram að þróa mig sem handboltamann. Það komu nokkur félög upp en á endanum valdi ég að fara til Leipzig í Þýskalandi.“ Blær hafði aðra kosti í stöðunni en stefnan var alltaf sett á Þýskaland. „Já, en eins og ég hef oft sagt áður í viðtölum var markmiðið alltaf að fara til Þýskalands og ég horfði svolítið mikið á bara þýsku deildina og félögin í þýsku deildinni sem sýndu mér áhuga. Þannig það var alltaf markmiðið að fara til Þýskalands allan þann tíma sem ég hef verið að vinna að því að komast í atvinnumennsku,“ sagði Blær. Draumur flestra að spila í Þýskalandi Þýska deildin er almennt talin sú erfiðasta í heimi og það var akkúrat það sem heillaði Blæ við hana. „Þetta er mekka handboltans og ég hef lengi horft mjög mikið á þýsku deildina og miklu meira en til dæmis íslenska handboltann eða handbolta í öðrum löndum. Þegar maður horfir á þýska boltann eru alls kyns týpur þar. Það eru stórir og litlir leikmenn og „fýsísk“ deild og mér finnst alltaf það hafa hentað mér vel þótt maður bætti sig líka í alls konar öðrum hlutum. Það er held ég draumur flestra að spila einhvern tímann á þeirra ferli í Þýskalandi og mér fannst bara tilvalið að byrja þar,“ sagði Blær. View this post on Instagram A post shared by Blær Hinriksson (@blaerhinriksson) Hann segir að þýska deildin hafi staðið undir öllum hans væntingum nema hvað gengi Leipzig varðar. Liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki. „Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu og vera partur af liði sem er í þessari deild. Þetta er alveg þetta er eins og ég var búinn að sjá fyrir mér en auðvitað hafa úrslitin ekki verið eins góð og það er auðvitað leiðinlegi hlutinn. Að tapa, maður vill ekki tapa, en fyrir mig persónulega lærir maður að máta sig við þá sem eru að spila hér, bæði liðsfélaga mína og svo þegar maður spilar við lið eins og Kiel eða Flensburg, þá bestu. Þá sér maður líka hvað maður þarf að bæta og það gefur manni tækifæri til að vaxa sem leikmaður,“ sagði Blær. Nýr samskiptamáti og þýskan að koma Hann kveðst hafa aðlagast þýsku deildinni nokkuð vel þótt hann eigi enn ýmislegt eftir ólært. „Hvað hugarfarið og allt það var ég mjög mikið tilbúinn og auðvitað líkamlega líka. Ég myndi alveg segja að ég sé í toppstandi líkamlega. En svo eru alls konar lítil atriði sem augljóslega fylgja því að koma í annan menningarheim og allt það sem hefur meira komið mér á óvart. Hvernig maður á í samskiptum við liðsfélaga frá alls konar löndum, ekki bara Þýskalandi heldur líka kannski frá Tékklandi eða Svíþjóð eða alls konar. Það og samskiptamátinn sem maður þarf kannski að breyta af því að maður var bara með vinum sínum bara á Íslandi að spila. Svo líka nýr þjálfari, nýjar áherslur, ný sýn fyrir mig sem leikstjórnanda og svo ný nöfn á öllum leikkerfum og allt þetta,“ sagði Blær sem getur bjargað sér í þýskunni og er alltaf að bæta sig í henni. Blær og félagar í Aftureldingu urðu bikarmeistarar 2023 og fóru í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn árið eftir.vísir/jón gautur „Ich sprache bitte deutsch. Ég að tala smá þýsku og maður er að læra. Við erum þrír í þýskukennslu sem félagið skaffar okkur og það hefur hjálpað mjög mikið. Ég skil margt en ég er kannski ekkert farinn að tjá mig eitthvað reiprennandi á þýsku. Það kemur hægt og rólega.“ Misjafnir leikir og liðið skiptir mestu Blær hefur skorað 35 mörk í deildarleikjunum sjö fyrir Leipzig. Hann er markahæsti leikmaður liðsins og í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Blær kveðst nokkuð sáttur með hvernig hann hefur spilað með Leipzig en vill gera enn betur til að hjálpa liðinu að safna fleiri stigum. „Maður er náttúrulega að spila í liðsíþrótt og vill gera allt til að hjálpa liðinu og mitt persónulega gengi hefur bara verið svona bara upp og niður. Ég hef alveg átt mjög góða leiki, mjög fína leiki og svo aðra leiki sem eru búnir að vera ekki nógu góðir. En þegar við horfum til baka erum við bara búnir að gera eitt jafntefli og tapa hinum. Maður er kannski meira að horfa í það og maður vill að liðið smelli. Og það mun einhvern tímann gera það,“ sagði Blær. Blær og félagar í Leipzig mæta Melsungen í kvöld.leipzig „Við þurfum bara þolinmæði, ég þarf þolinmæði og við sem lið, þjálfari og stjórnendur þurfum bara að minna okkur á það að þetta er vegferð. Við þurfum að taka hvern dag í einu og leggja okkur hundrað prósent fram og vonandi munum við smella og skila fleiri sigrum og betri árangri heilt yfir.“ Vissu að tímabilið yrði krefjandi Blær segir að Leipzig vilji vera í efri helmingi þýsku deildarinnar en er meðvitaður um að það gæti tekið tíma að ná því markmiði. „Við vorum nú alveg búnir að búa okkur undir það að þetta myndi vera krefjandi. Það var ekkert leyndarmál hjá okkur en auðvitað er heildarmarkmiðið að komast í topp tíu, kannski ekki á þessu ári en næstu árin er markmið félagsins að komast aftur í að vera topp tíu félag. Við erum auðvitað langt frá því í dag og markmiðið er auðvitað bara fyrst og fremst að halda sér uppi í deildinni. Við viljum ekki að við föllum. Markmiðið er í rauninni bara að spila stöðugan handbolta og ná stöðugleika á okkar hlutum áður en að við förum að gera okkur glæstar vonir um eitthvað annað,“ sagði Blær að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira