Fótbolti

Gæti lamast eftir á­rekstur við aug­lýsinga­skilti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samuel Asamoah hefur leikið í Kína undanfarin tvö ár.
Samuel Asamoah hefur leikið í Kína undanfarin tvö ár. getty/Flaviu Buboi

Samuel Asamoah, leikmaður Guangxi Pingguo í kínversku B-deildinni í fótbolta, meiddist alvarlega eftir að hafa rekist á auglýsingaskilti í leik um helgina.

Í leik gegn Chongqing Tonglianglong á sunnudaginn hrinti Zhang Zhixiong Asamoah þannig að hann lenti á auglýsingaskilti.

Samkvæmt upplýsingum frá Guangxi Pingguo hálsbrotnaði Asamoah auk þess sem hann varð fyrir taugaskemmdum. Að sögn félagsins á hann jafnvel á hættu að lamast fyrir neðan mitti.

Asamoah gekkst undir aðgerð eftir áreksturinn og ástand hans er stöðugt. Frekari upplýsinga um ástand hans er beðið.

Hinn 31 árs Asamoah gekk í raðir Guangxi Pingguo fyrr á þessu ári frá öðru kínversku félagi, Qingdao Red Lions. Áður lék hann í Belgíu og Rúmeníu. Asamoah hefur leikið sex landsleiki fyrir Tógó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×