Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2025 12:02 Haukur Þrastarson á landsliðsæfingu á HM í janúar. vísir/vilhelm Haukur Þrastarson segir að þeir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, hafi verið sammála um að hann þyrfti á breytingu að halda á ferlinum. Selfyssingurinn vonast til að Íslendingar taki stórt, en erfitt, skref á næsta stórmóti. Eftir heimsmeistaramótið í janúar sagði Snorri að Haukur þyrfti að komast í sterkari deild til að taka næsta skref á ferlinum. „Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri í samtali við Vísi. Haukur svaraði kallinu og gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi frá Dinamo Búkarest sem er yfirburðalið í Rúmeníu í sumar. Hann hefur látið að sér kveða með nýja liðinu og hefur gefið flestar stoðsendingar allra í þýsku úrvalsdeildinni. Haukur segist hafa verið í sambandi við Snorra þótt landsliðsþjálfarinn hafi ekki haft úrslitaáhrif á hver áfangastaður Selfyssingsins varð. En þeir hafi verið á sömu bylgjulengd hvað næsta skref á ferli Hauks varðaði. „Auðvitað hef ég rætt það við hann innan landsliðsins og það var alltaf á hreinu að við værum á sömu blaðsíðunni með það. Eins og ég hef rætt áður held ég að við höfum verið sammála um ákveðna hluti, hvað væri gott fyrir mig að gera og mikilvægt fyrir mig. En það var alls engin pressa,“ sagði Haukur. Það styttist í janúar og þar með í næsta stórmót hjá íslenska karlalandsliðinu. Haukur segir að leikmenn þess vilji gera sig gildandi á EM 2026 og taka næsta skref. Síðan á EM 2014 hefur Ísland aðeins einu sinni verið á meðal sex efstu liða á stórmóti. „Við höfum verið stutt frá því og átt eftir að taka þetta næsta skref sem er kannski erfiðasti hjallinn. Ég held að allir séu sammála um að gera betur og ná betri árangri en við höfum náð á síðustu mótum,“ sagði Haukur. Að hans mati er innistæða fyrir bjartsýni á gott gengi á EM. Haukur er yngsti markaskorari í sögu íslenska landsliðsins.vísir/vilhelm „Við teljum okkur vera með gott lið og allt til að gera góða hluti. Það að taka þetta næsta skref er það sem við eigum eftir. Það er auðvelt að segja það en við höfum allir trú á því,“ sagði Selfyssingurinn að lokum. Evrópumótið 2026 fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ísland er í F-riðli mótsins ásamt Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu. Riðillinn verður leikinn í Kristianstad í Svíþjóð. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Eftir heimsmeistaramótið í janúar sagði Snorri að Haukur þyrfti að komast í sterkari deild til að taka næsta skref á ferlinum. „Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri í samtali við Vísi. Haukur svaraði kallinu og gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi frá Dinamo Búkarest sem er yfirburðalið í Rúmeníu í sumar. Hann hefur látið að sér kveða með nýja liðinu og hefur gefið flestar stoðsendingar allra í þýsku úrvalsdeildinni. Haukur segist hafa verið í sambandi við Snorra þótt landsliðsþjálfarinn hafi ekki haft úrslitaáhrif á hver áfangastaður Selfyssingsins varð. En þeir hafi verið á sömu bylgjulengd hvað næsta skref á ferli Hauks varðaði. „Auðvitað hef ég rætt það við hann innan landsliðsins og það var alltaf á hreinu að við værum á sömu blaðsíðunni með það. Eins og ég hef rætt áður held ég að við höfum verið sammála um ákveðna hluti, hvað væri gott fyrir mig að gera og mikilvægt fyrir mig. En það var alls engin pressa,“ sagði Haukur. Það styttist í janúar og þar með í næsta stórmót hjá íslenska karlalandsliðinu. Haukur segir að leikmenn þess vilji gera sig gildandi á EM 2026 og taka næsta skref. Síðan á EM 2014 hefur Ísland aðeins einu sinni verið á meðal sex efstu liða á stórmóti. „Við höfum verið stutt frá því og átt eftir að taka þetta næsta skref sem er kannski erfiðasti hjallinn. Ég held að allir séu sammála um að gera betur og ná betri árangri en við höfum náð á síðustu mótum,“ sagði Haukur. Að hans mati er innistæða fyrir bjartsýni á gott gengi á EM. Haukur er yngsti markaskorari í sögu íslenska landsliðsins.vísir/vilhelm „Við teljum okkur vera með gott lið og allt til að gera góða hluti. Það að taka þetta næsta skref er það sem við eigum eftir. Það er auðvelt að segja það en við höfum allir trú á því,“ sagði Selfyssingurinn að lokum. Evrópumótið 2026 fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ísland er í F-riðli mótsins ásamt Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu. Riðillinn verður leikinn í Kristianstad í Svíþjóð.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira