Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 19:13 Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að breytingarnar sem snúa að mjólkurframleiðslu í drögum að nýjum búvörulögum hafi komið bændum í opna skjöldu. Vísir/lýður Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“ Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“
Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07