Viðskipti innlent

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Árni Sæberg skrifar
Ásgeir og Þórarinn munu svara spurningum fulltrúa greiningardeildar bankanna á fundinum.
Ásgeir og Þórarinn munu svara spurningum fulltrúa greiningardeildar bankanna á fundinum. Vísir/Anton Brink

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan.

Peningastefnunefnd birti í morgun ákvörðun sína um vexti þar sem ákveðið var að halda stýrivöxtunum óbreyttum. Eru þeir því áfram 7,5 prósent. 

Þeir Ásgeir og Þórarinn sitja fyrir svörum að lokinni kynningu á ákvörðuninni. Útsendingu úr Svörtuloftum má sjá í spilaranum hér að neðan:


Tengdar fréttir

Heldur stýri­vöxtunum óbreyttum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×