Metár hjá David Beckham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:17 David Beckham hefur bæði fjárfest í íþróttum sem og utan þeirra. EPA/ANDY RAIN Enska knattspyrnugoðsögnin David Beckham blómstraði ekki aðeins inni á fótboltavellinum heldur hefur hann einnig sýnt snilli sína utan hans eftir að fótboltaferlinum lauk. Beckham hefur nefnilega sýnt það og sannað að hann er einnig mjög góður kaupsýslumaður. Tekjur hans og eignir halda því áfram að vaxa. Beckham hefur nú gert upp reikningsárið 2024 og það er ekki yfir miklu að kvarta enda um metár að ræða. Breska blaðið The Independent segir frá því að Beckham hafi borgað sér 26 milljóna punda arð úr fjölmiðla-, tísku- og íþróttaveldi sínu. Það gerir meira en fjóra milljarða íslenskra króna. DRJB Holdings, móðurfélagið sem öll vörumerki Beckhams tilheyra, skilaði 33 milljón punda hagnaði fyrir skatt á þessu rekstrarári, sem er 24 prósenta aukning miðað við reikningsárið 2023. Árið 2024 réðst Beckham í nokkur ný verkefni. Hann fjárfesti meðal annars í heilsufæði og hóf samstarf við tískufyrirtækið Boss og bjórmerkið Stella Artois. Talið er að David og eiginkona hans, Victoria Beckham, eigi samanlagt um 77 milljarða króna. Beckham ræddi um feril sinn sem kaupsýslumaður á alþjóðlegri ráðstefnu hugveitunnar Milken Institute á síðasta ári. „Satt best að segja er viðskiptalífið mjög líkt íþróttum. Maður verður að vera ákveðinn. Maður verður að hafa hugrekki til að veðja á mismunandi fjárfestingar og mismunandi viðskipti og taka stórar ákvarðanir. Og svo verður maður að vinna hörðum höndum,“ sagði Beckham þá. Árið var líka mjög gott á öðru sviði því Sir David Beckham var aðlaður af Karli III. Bretakonungi síðasta sumar. Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Beckham hefur nefnilega sýnt það og sannað að hann er einnig mjög góður kaupsýslumaður. Tekjur hans og eignir halda því áfram að vaxa. Beckham hefur nú gert upp reikningsárið 2024 og það er ekki yfir miklu að kvarta enda um metár að ræða. Breska blaðið The Independent segir frá því að Beckham hafi borgað sér 26 milljóna punda arð úr fjölmiðla-, tísku- og íþróttaveldi sínu. Það gerir meira en fjóra milljarða íslenskra króna. DRJB Holdings, móðurfélagið sem öll vörumerki Beckhams tilheyra, skilaði 33 milljón punda hagnaði fyrir skatt á þessu rekstrarári, sem er 24 prósenta aukning miðað við reikningsárið 2023. Árið 2024 réðst Beckham í nokkur ný verkefni. Hann fjárfesti meðal annars í heilsufæði og hóf samstarf við tískufyrirtækið Boss og bjórmerkið Stella Artois. Talið er að David og eiginkona hans, Victoria Beckham, eigi samanlagt um 77 milljarða króna. Beckham ræddi um feril sinn sem kaupsýslumaður á alþjóðlegri ráðstefnu hugveitunnar Milken Institute á síðasta ári. „Satt best að segja er viðskiptalífið mjög líkt íþróttum. Maður verður að vera ákveðinn. Maður verður að hafa hugrekki til að veðja á mismunandi fjárfestingar og mismunandi viðskipti og taka stórar ákvarðanir. Og svo verður maður að vinna hörðum höndum,“ sagði Beckham þá. Árið var líka mjög gott á öðru sviði því Sir David Beckham var aðlaður af Karli III. Bretakonungi síðasta sumar.
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira