Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar 6. október 2025 10:30 Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar