Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir og Magnús Þór Jónsson skrifa 5. október 2025 08:00 Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Magnús Þór Jónsson Jónína Hauksdóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar