Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 06:47 Ekki fylgir sögunni hvað fékk þau Kristrúnu Frostadóttur, Friedrich Merz, Mark Rutte og Giorgiu Meloni til að brosa út að eyrum á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í gær. EPA/IDA MARIE ODGAARD Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál. „Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
„Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira