Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 06:47 Ekki fylgir sögunni hvað fékk þau Kristrúnu Frostadóttur, Friedrich Merz, Mark Rutte og Giorgiu Meloni til að brosa út að eyrum á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í gær. EPA/IDA MARIE ODGAARD Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál. „Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
„Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira