Skoðun

Borgar­hönnunar­stefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykja­vík

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Það eru stór tímamót að kynna fyrstuBorgarhönnunarstefnu Reykjavíkur.Stefnan er sett fram til að huga betur að gæðum í uppbyggingu og þróun borgarinnar. Innleiða stóra sýn aðalskipulagsins um grænt og manneskjuvæntumhverfi í hinu smáa sem skiptir svo ótrúlega miklu máli.

Stefnan er komin í samráðsgátt svo íbúar og fagfólk geti haft á henni skoðun áður en endanleg stefna er samþykkt. Vil ég hér með hvetja sem flest til þess að rýna stefnuna til gagns

Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á að þétta byggðina og tryggja hagkvæma nýtingu lands í takti viðalþjóðlegar áherslur um sjálfbæraborgarþróun.En það er ekki sama hvernig það er gert. Það verður að vera á forsendum íbúanna, hamingju þeirra og velferðar. Það verður að læra af því semhefur heppnast vel en líka af því sembetur hefði mátt fara. Út á það gengur þessi stefna.

Þegar ég byrjaði fyrst að beita mér fyrir gerð borgarhönnunarstefnu á síðasta kjörtímabilivar umræðan um húsnæðismál ekki komin á þann stað sem hún er í dag og mantran um hraða og magnvarallsráðandi. Stefnan hefur átt alllangan pólitískan meðgöngutíma og þróast í tíð þriggja borgarstjóra og komið við ítveimur meirihlutasáttmálum.Fyrst í töluverðum pólitískum mótbyr en síðustu misserin í þónokkrum meðbyr enda hefur samfélagsumræðanbreyst og skilningur á mikilvægi gæða í uppbyggingu aukist.

Ég tel að Borgarhönnunarstefnan munihafa áhrif. Bæta gæðin en líka styðja við skilvirkni skipulagsgerðar. Svo skipulag og þróun borgarinnar þjóniokkur öllum.

Höfundur er formaður stýrihóps um Borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.




Skoðun

Sjá meira


×