Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 22:32 Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir það hafa komið sér á óvart að slitnaði upp úr viðræðunum. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent