Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 13:46 Darri Aronsson ræddi endurkomu sína við Stefán Árna Pálsson. Sýn Eftir þriggja ára fjarveru frá handboltavellinum er Darri Aronsson loksins aftur kominn út á gólfið. Undanfarin ár hafa reynt gríðarlega á andlegu hliðina hjá þessum öfluga handboltamanni. Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri. Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira
Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri.
Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira