Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 06:42 Magga Stína fyrir brottför í gær. Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira