Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2025 14:53 Sissal var fulltrúi Dana í keppninni í Basel í maí. Getty/Harold Cunningham Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. Mikill styr hefur verið um þátttöku Ísraels í keppninni en tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október 2023. Ísrael hafnaði í öðru sæti keppninnar í fyrra og munaði litlu að þjóðin stæði uppi sem sigurvegari. Gustav Lützhøft, aðalritstjóri hjá DR Kultur, Debat og Musik, segir í yfirlýsingu að DR muni ekki greiða atkvæði gegn því að nokkurt aðildarríki EBU verði útilokað frá keppni svo lengi sem það fylgi reglum og samþykktum. DR styðji Eurovision sem evrópskan menningarviðburð sem hafi frá árinu 1956 sameinað þjóðir í gegnum tónlist. Sænska ríkisútvarpið sagði í yfirlýsingu á dögunum að þátttaka Svía yrði ákvörðuð út frá breiðum stuðningi við keppnina, öryggi þátttakenda og áhorfenda og að keppnin væri ekki pólitísk. Ekki var gefið skýrt svar með tilliti til þátttöku Ísraels. Keppnin fer fram í Austurríki sem hefur hvatt ríki til að draga sig ekki úr keppni. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands og sagt hana ólíklega verði Ísrael með. EBU boðaði á dögunum til aukaþings í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels. Stefnt er að því að þingið fari fram fyrri hluta nóvember. Eina málið á dagskrá á hinu boðaða aukaþingi er atkvæðagreiðslan. Í tilkynningu frá forseta EBU vegna þingsins sagði að fordæmalaus skoðanaskipti hefðu átt sér stað innan samtakanna um þátttöku Ísraels í Eurovision. Því þyrfti að finna lausn á deilunni á lýðræðislegan hátt. Hingað til hefði aðild að EBU tryggt þjóðum rétt til að taka þátt í keppninni. Væri Ísrael meinuð þátttaka yrði sett sögulegt fordæmi sem gæti haft áhrif á það hvernig unnið yrði úr sambærilegum málum í framtíðinni. Danmörk Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Mikill styr hefur verið um þátttöku Ísraels í keppninni en tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október 2023. Ísrael hafnaði í öðru sæti keppninnar í fyrra og munaði litlu að þjóðin stæði uppi sem sigurvegari. Gustav Lützhøft, aðalritstjóri hjá DR Kultur, Debat og Musik, segir í yfirlýsingu að DR muni ekki greiða atkvæði gegn því að nokkurt aðildarríki EBU verði útilokað frá keppni svo lengi sem það fylgi reglum og samþykktum. DR styðji Eurovision sem evrópskan menningarviðburð sem hafi frá árinu 1956 sameinað þjóðir í gegnum tónlist. Sænska ríkisútvarpið sagði í yfirlýsingu á dögunum að þátttaka Svía yrði ákvörðuð út frá breiðum stuðningi við keppnina, öryggi þátttakenda og áhorfenda og að keppnin væri ekki pólitísk. Ekki var gefið skýrt svar með tilliti til þátttöku Ísraels. Keppnin fer fram í Austurríki sem hefur hvatt ríki til að draga sig ekki úr keppni. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands og sagt hana ólíklega verði Ísrael með. EBU boðaði á dögunum til aukaþings í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels. Stefnt er að því að þingið fari fram fyrri hluta nóvember. Eina málið á dagskrá á hinu boðaða aukaþingi er atkvæðagreiðslan. Í tilkynningu frá forseta EBU vegna þingsins sagði að fordæmalaus skoðanaskipti hefðu átt sér stað innan samtakanna um þátttöku Ísraels í Eurovision. Því þyrfti að finna lausn á deilunni á lýðræðislegan hátt. Hingað til hefði aðild að EBU tryggt þjóðum rétt til að taka þátt í keppninni. Væri Ísrael meinuð þátttaka yrði sett sögulegt fordæmi sem gæti haft áhrif á það hvernig unnið yrði úr sambærilegum málum í framtíðinni.
Danmörk Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira