Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Atli Ísleifsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 29. september 2025 13:11 Smári Jökull Jónsson fréttamaður ræddi við fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli sem áttu bókað flug með Play í morgun. Vísir Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. Smári Jökull Jónsson fréttamaður ræddi við fjölda farþega sem áttu bókað flug með Play á Keflavíkurvelli í morgun. Einhverjir sögðu stöðuna vera ömurlega og margir voru mættir að brottfararhliði þegar tíðindin bárust. Fréttu af gjaldþrotinu í beinni Portúgalskt par sem átti bókað flug með Play til Lissabon í Portúgal síðar í dag komst að gjaldþrotinu í beinni útsendingu þegar fréttamaður færði þeim fréttirnar. Þau segjast nú þurfa að skoða sín mál, hvernig þau eigi að komast aftur heim til Portúgal. Stóð á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra Anton Ingi Rúnarsson átti bókað flug til Tenerife í morgun. Enn stóð „go-to-gate“ og 24 mínútur í brottför þegar hann fékk tíðindin. „Þetta var ömurlegt í fyrsta lagi, að eiga flug. Maður stóð þarna á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra. Svaraði, og þá var Play bara hætt. Við kíktum á skjáinn, það var 10:40 flugið. Það var ennþá go-to-gate en allt hitt „cancellað“. En tíu mínútum síðar kemur „cancellað“ á allt hitt.“ „Þetta er algjör sturlun“ Brasilískt par á leiðinni heim í gegnum Lissabon var verulega ósátt við Play þegar það ræddi við fréttamann. Enginn væri á flugvellinum til að aðstoða farþega. Hin flugin séu verulega dýr og þetta setji fjárhagsplön þeirra algjörlega úr skorðum. Var á leið til Tene í vetrarsetu Maður sem fréttastofa ræddi við sagði að töskurnar hafi verið komnar á beltið, hann verið búinn að fara í öryggisleit og ganga frá öllu þegar fréttirnar bárust en hann átti bókað flug til Tenerife klukkan 10:40. „Við vorum sest og þá: „Því miður: Búið. Farið á hausinn.“ Hann var á leið til Tenerife í sjö mánuði til að eiga þar vetrarsetu. „Við erum kannski heppnari að því leyti að við erum að fara í langan tíma, ekki bara stutta ferð. Það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í kannski vikutúr með börnin og allir í klessu.“ Hann segir að allir hafi verið rosalega slegnir þegar fréttirnar bárust. Komin að brottfararhliði þegar hún sá tíðindin í símanum „Staðan er ömurleg. Við komumst ekki heim. Við eigum heima á Tenerife,“ segir kona sem átti bókað flug með Play til Tenerife í morgun. Hún segir að fjölskyldan hafi verið komin að brottfararhliðinu þegar tíðindin bárust að Play væri gjaldþrota. Hvaða upplysingar hafið þið fengið frá flugfélaginu? „Við fáum engar upplýsingar. Ég sá þetta bara í símanum. Þetta er bara ömurlegt.“ Hvernig var stemmningin á flugvellinum. Fólk hlýtur að hafa verið í smá sjokki? „Það voru bara allir mjög leiðir.“ Sakna þess að fá enga aðstoð frá Play Tvær stúlkur áttu bókað flug til Split í Króatíu síðar í dag og fengu fréttirnir af falli Play þegar þær voru komnar út á flugvöll. Þær voru nýkomnar út á völl þegar tölvupóstur barst um að fluginu hafi verið aflýst. Einu upplýsingarnar sem komu fram var að farþegar voru hvattir til að leita til annarra flugfélaga. Þær segjast sakna þess að fá enga aðstoð frá Play. Mjög ósáttir og svekktir Tveir ungir íslenskir karlmenn voru mjög spenntir að borða hamborgara á Keflavíkurflugvelli þegar tíðindin bárust að þeir væru ekki á leið utan með Play vegna gjaldþrots. Stressuð og ráða ráðum sínum á flugvellinum Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli voru á kafi í símanum að leita að nýju flugi til að komast til Barcelona. Play Gjaldþrot Play Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. 29. september 2025 09:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Smári Jökull Jónsson fréttamaður ræddi við fjölda farþega sem áttu bókað flug með Play á Keflavíkurvelli í morgun. Einhverjir sögðu stöðuna vera ömurlega og margir voru mættir að brottfararhliði þegar tíðindin bárust. Fréttu af gjaldþrotinu í beinni Portúgalskt par sem átti bókað flug með Play til Lissabon í Portúgal síðar í dag komst að gjaldþrotinu í beinni útsendingu þegar fréttamaður færði þeim fréttirnar. Þau segjast nú þurfa að skoða sín mál, hvernig þau eigi að komast aftur heim til Portúgal. Stóð á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra Anton Ingi Rúnarsson átti bókað flug til Tenerife í morgun. Enn stóð „go-to-gate“ og 24 mínútur í brottför þegar hann fékk tíðindin. „Þetta var ömurlegt í fyrsta lagi, að eiga flug. Maður stóð þarna á klósettinu þegar síminn byrjaði að titra. Svaraði, og þá var Play bara hætt. Við kíktum á skjáinn, það var 10:40 flugið. Það var ennþá go-to-gate en allt hitt „cancellað“. En tíu mínútum síðar kemur „cancellað“ á allt hitt.“ „Þetta er algjör sturlun“ Brasilískt par á leiðinni heim í gegnum Lissabon var verulega ósátt við Play þegar það ræddi við fréttamann. Enginn væri á flugvellinum til að aðstoða farþega. Hin flugin séu verulega dýr og þetta setji fjárhagsplön þeirra algjörlega úr skorðum. Var á leið til Tene í vetrarsetu Maður sem fréttastofa ræddi við sagði að töskurnar hafi verið komnar á beltið, hann verið búinn að fara í öryggisleit og ganga frá öllu þegar fréttirnar bárust en hann átti bókað flug til Tenerife klukkan 10:40. „Við vorum sest og þá: „Því miður: Búið. Farið á hausinn.“ Hann var á leið til Tenerife í sjö mánuði til að eiga þar vetrarsetu. „Við erum kannski heppnari að því leyti að við erum að fara í langan tíma, ekki bara stutta ferð. Það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í kannski vikutúr með börnin og allir í klessu.“ Hann segir að allir hafi verið rosalega slegnir þegar fréttirnar bárust. Komin að brottfararhliði þegar hún sá tíðindin í símanum „Staðan er ömurleg. Við komumst ekki heim. Við eigum heima á Tenerife,“ segir kona sem átti bókað flug með Play til Tenerife í morgun. Hún segir að fjölskyldan hafi verið komin að brottfararhliðinu þegar tíðindin bárust að Play væri gjaldþrota. Hvaða upplysingar hafið þið fengið frá flugfélaginu? „Við fáum engar upplýsingar. Ég sá þetta bara í símanum. Þetta er bara ömurlegt.“ Hvernig var stemmningin á flugvellinum. Fólk hlýtur að hafa verið í smá sjokki? „Það voru bara allir mjög leiðir.“ Sakna þess að fá enga aðstoð frá Play Tvær stúlkur áttu bókað flug til Split í Króatíu síðar í dag og fengu fréttirnir af falli Play þegar þær voru komnar út á flugvöll. Þær voru nýkomnar út á völl þegar tölvupóstur barst um að fluginu hafi verið aflýst. Einu upplýsingarnar sem komu fram var að farþegar voru hvattir til að leita til annarra flugfélaga. Þær segjast sakna þess að fá enga aðstoð frá Play. Mjög ósáttir og svekktir Tveir ungir íslenskir karlmenn voru mjög spenntir að borða hamborgara á Keflavíkurflugvelli þegar tíðindin bárust að þeir væru ekki á leið utan með Play vegna gjaldþrots. Stressuð og ráða ráðum sínum á flugvellinum Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli voru á kafi í símanum að leita að nýju flugi til að komast til Barcelona.
Play Gjaldþrot Play Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. 29. september 2025 09:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30
Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36
Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. 29. september 2025 09:58