Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 08:48 Elon Musk segir fyrirlitlegt að bendla hann við Jeffrey Epstein eftir að nýopinberaðar blaðsíður úr dagbók barnaníðingsins látna innihéldu nafn Musks. EPA/ALI HAIDER Elon Musk, einn auðugasti maður heims, segist hafa hafnað boði um að fara á einkaeyju barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auðjöfurinn hefur lýst yfir fordæmingu á þeim sem bendla hann við Epstein eftir að ný skjöl úr dánarbúi Epsteins voru opinberuð. Musk hefur lengi kallað eftir því að „Epstein skjölin“ svokölluðu verði opinberuð. Í færslu á X, hans eigin samfélagsmiðli, í gærkvöldi deildi Musk færslu frá Sky News, þar sem hann og Andrés Bretaprins voru nefndir í tengslum við nýopinberuð skjöl úr dánarbúi Epsteins. Musk lýsti yfir reiði sinni í garð Sky fyrir að nefna hann í færslunni og sérstaklega það að hann hafi verið nefndur á undan Andrési, sem var vinur Epsteins og heimsótti einkaeyju hans oft. Epstein var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjum en eins og frægt er braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna gegnum árin. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Skjölin sem voru opinberuð voru á dögunum af Demókrötum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, innihalda meðal annars blaðsíður úr dagbókum Epsteins. Á eina þeirra, um 6. desember 2014, hefur verið skrifað: „Elon Musk til eyjunnar 6. des (Stendur þetta enn til?)“ Aðrir sem eru nefndir í skjölunum eru Steve Bannon, Andrés Bretaprins og Peter Thiel. Hefur kallað eftir opinberun Epstein skjalanna Musk hefur lengi kallað eftir því að Trump opinberi „Epstein skjölin“ svokölluðu og haldið því fram að nafn Trumps væri í þeim. Hann hefur meðal annars gefið í skyn að fólk geti ekki treyst Trump fyrst hann neiti að opinbera skjölin. Musk sagði fyrst á X í gær að fregnirnar um mögulega ferð hans til einkaeyju Epsteins væru rangar en sagði ekkert meira en það um nokkuð skeið, þar til í gærkvöldi. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Elon Musk Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Musk hefur lengi kallað eftir því að „Epstein skjölin“ svokölluðu verði opinberuð. Í færslu á X, hans eigin samfélagsmiðli, í gærkvöldi deildi Musk færslu frá Sky News, þar sem hann og Andrés Bretaprins voru nefndir í tengslum við nýopinberuð skjöl úr dánarbúi Epsteins. Musk lýsti yfir reiði sinni í garð Sky fyrir að nefna hann í færslunni og sérstaklega það að hann hafi verið nefndur á undan Andrési, sem var vinur Epsteins og heimsótti einkaeyju hans oft. Epstein var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjum en eins og frægt er braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna gegnum árin. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Skjölin sem voru opinberuð voru á dögunum af Demókrötum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, innihalda meðal annars blaðsíður úr dagbókum Epsteins. Á eina þeirra, um 6. desember 2014, hefur verið skrifað: „Elon Musk til eyjunnar 6. des (Stendur þetta enn til?)“ Aðrir sem eru nefndir í skjölunum eru Steve Bannon, Andrés Bretaprins og Peter Thiel. Hefur kallað eftir opinberun Epstein skjalanna Musk hefur lengi kallað eftir því að Trump opinberi „Epstein skjölin“ svokölluðu og haldið því fram að nafn Trumps væri í þeim. Hann hefur meðal annars gefið í skyn að fólk geti ekki treyst Trump fyrst hann neiti að opinbera skjölin. Musk sagði fyrst á X í gær að fregnirnar um mögulega ferð hans til einkaeyju Epsteins væru rangar en sagði ekkert meira en það um nokkuð skeið, þar til í gærkvöldi. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Elon Musk Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira