Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 15:02 Ásmundur Einar Daðason var mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum. „Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira