Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 26. september 2025 12:30 Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar