Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. september 2025 18:47 Arna Sif sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals. Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“ Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira